Þingpallarnir opnir eins og aðra daga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2024 14:38 Þingvörður reynir að fjarlægja karlmanninn af þingpöllunum. Ásmundur Friðriksson Skrifstofustjóri Alþingis segir þingpallana opna á Alþingi í dag eins og kveðið sé á um í stjórnarskránni þrátt fyrir óþægilegt atvik síðdegis í gær. Þá þurfti að fjarlægja hælisleitendur af pöllunum sem trufluðu þingstörf. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, ávarpaði þingið í upphafi fundar klukkan 13:30 í dag vegna atviksins. Þá byrjaði hælisleitandi á þingpöllunum að kalla á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hún var nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Var maðurinn fjarlægður ásamt tveimur til viðbótar. Þar sagði hann að samkvæmt stjórnarskrárlögum væri Alþingi friðheilagt og engin mætti raska friði þess eða frelsi. „Þingfundir eru haldnir í heyranda hljóði og almenningur getur fylgst með störfum þess. Það er mikilvægur liður í þeirri lýðræðislegu skipan sem við búum við,“ sagði Birgir. „Í því felst hins vegar ekki réttur til að trufla starfsemi þingsins eða raska með öðrum hætti störfum þess.“ Birgir sagði öryggismál sem varði þingið og þingmenn að sjálfsögðu stöðugt til skoðunar og endurmats. Atvik sem komi upp hafi að sjálfsögðu áhrif á það mat. Dæmi um það sé atvikið í gær. „Það verður farið vel yfir verklag og öryggisráðstafanir sem tilefni er til að gera af því tilefni,“ sagði Birgir. Hann væri í góðu samtali við starfsmenn þingsins sem beri ábyrgð á öryggismálum og lögreglu. Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Vilhelm Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í raun og veru ekkert breytt eftir atburði gærdagsins. Stöðugt samtal eigi sér einfaldlega stað milli lögreglu og Alþingis þegar komi að lögregluráðstöfunum. Lögregla fjarlægði manninn í gær en fram kom í frétt Mbl.is að hann hefði ekki verið handtekinn heldur komið í viðeigandi úrræði. Ragna segir þingpallana opna í dag eins og aðra daga. Tveir lögreglumenn séu á vakt eins og sé allajafna þegar þingið er við störf. Tveir lögreglumenn hafa verið á slíkri vakt síðan þingið gerði samstarfs- og þjónustusamning við ríkislögreglustjóra fyrir um tveimur árum. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. 4. mars 2024 19:01 Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, ávarpaði þingið í upphafi fundar klukkan 13:30 í dag vegna atviksins. Þá byrjaði hælisleitandi á þingpöllunum að kalla á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hún var nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Var maðurinn fjarlægður ásamt tveimur til viðbótar. Þar sagði hann að samkvæmt stjórnarskrárlögum væri Alþingi friðheilagt og engin mætti raska friði þess eða frelsi. „Þingfundir eru haldnir í heyranda hljóði og almenningur getur fylgst með störfum þess. Það er mikilvægur liður í þeirri lýðræðislegu skipan sem við búum við,“ sagði Birgir. „Í því felst hins vegar ekki réttur til að trufla starfsemi þingsins eða raska með öðrum hætti störfum þess.“ Birgir sagði öryggismál sem varði þingið og þingmenn að sjálfsögðu stöðugt til skoðunar og endurmats. Atvik sem komi upp hafi að sjálfsögðu áhrif á það mat. Dæmi um það sé atvikið í gær. „Það verður farið vel yfir verklag og öryggisráðstafanir sem tilefni er til að gera af því tilefni,“ sagði Birgir. Hann væri í góðu samtali við starfsmenn þingsins sem beri ábyrgð á öryggismálum og lögreglu. Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Vilhelm Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í raun og veru ekkert breytt eftir atburði gærdagsins. Stöðugt samtal eigi sér einfaldlega stað milli lögreglu og Alþingis þegar komi að lögregluráðstöfunum. Lögregla fjarlægði manninn í gær en fram kom í frétt Mbl.is að hann hefði ekki verið handtekinn heldur komið í viðeigandi úrræði. Ragna segir þingpallana opna í dag eins og aðra daga. Tveir lögreglumenn séu á vakt eins og sé allajafna þegar þingið er við störf. Tveir lögreglumenn hafa verið á slíkri vakt síðan þingið gerði samstarfs- og þjónustusamning við ríkislögreglustjóra fyrir um tveimur árum.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. 4. mars 2024 19:01 Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
„Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. 4. mars 2024 19:01
Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum