Þingpallarnir opnir eins og aðra daga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2024 14:38 Þingvörður reynir að fjarlægja karlmanninn af þingpöllunum. Ásmundur Friðriksson Skrifstofustjóri Alþingis segir þingpallana opna á Alþingi í dag eins og kveðið sé á um í stjórnarskránni þrátt fyrir óþægilegt atvik síðdegis í gær. Þá þurfti að fjarlægja hælisleitendur af pöllunum sem trufluðu þingstörf. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, ávarpaði þingið í upphafi fundar klukkan 13:30 í dag vegna atviksins. Þá byrjaði hælisleitandi á þingpöllunum að kalla á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hún var nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Var maðurinn fjarlægður ásamt tveimur til viðbótar. Þar sagði hann að samkvæmt stjórnarskrárlögum væri Alþingi friðheilagt og engin mætti raska friði þess eða frelsi. „Þingfundir eru haldnir í heyranda hljóði og almenningur getur fylgst með störfum þess. Það er mikilvægur liður í þeirri lýðræðislegu skipan sem við búum við,“ sagði Birgir. „Í því felst hins vegar ekki réttur til að trufla starfsemi þingsins eða raska með öðrum hætti störfum þess.“ Birgir sagði öryggismál sem varði þingið og þingmenn að sjálfsögðu stöðugt til skoðunar og endurmats. Atvik sem komi upp hafi að sjálfsögðu áhrif á það mat. Dæmi um það sé atvikið í gær. „Það verður farið vel yfir verklag og öryggisráðstafanir sem tilefni er til að gera af því tilefni,“ sagði Birgir. Hann væri í góðu samtali við starfsmenn þingsins sem beri ábyrgð á öryggismálum og lögreglu. Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Vilhelm Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í raun og veru ekkert breytt eftir atburði gærdagsins. Stöðugt samtal eigi sér einfaldlega stað milli lögreglu og Alþingis þegar komi að lögregluráðstöfunum. Lögregla fjarlægði manninn í gær en fram kom í frétt Mbl.is að hann hefði ekki verið handtekinn heldur komið í viðeigandi úrræði. Ragna segir þingpallana opna í dag eins og aðra daga. Tveir lögreglumenn séu á vakt eins og sé allajafna þegar þingið er við störf. Tveir lögreglumenn hafa verið á slíkri vakt síðan þingið gerði samstarfs- og þjónustusamning við ríkislögreglustjóra fyrir um tveimur árum. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. 4. mars 2024 19:01 Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, ávarpaði þingið í upphafi fundar klukkan 13:30 í dag vegna atviksins. Þá byrjaði hælisleitandi á þingpöllunum að kalla á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hún var nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Var maðurinn fjarlægður ásamt tveimur til viðbótar. Þar sagði hann að samkvæmt stjórnarskrárlögum væri Alþingi friðheilagt og engin mætti raska friði þess eða frelsi. „Þingfundir eru haldnir í heyranda hljóði og almenningur getur fylgst með störfum þess. Það er mikilvægur liður í þeirri lýðræðislegu skipan sem við búum við,“ sagði Birgir. „Í því felst hins vegar ekki réttur til að trufla starfsemi þingsins eða raska með öðrum hætti störfum þess.“ Birgir sagði öryggismál sem varði þingið og þingmenn að sjálfsögðu stöðugt til skoðunar og endurmats. Atvik sem komi upp hafi að sjálfsögðu áhrif á það mat. Dæmi um það sé atvikið í gær. „Það verður farið vel yfir verklag og öryggisráðstafanir sem tilefni er til að gera af því tilefni,“ sagði Birgir. Hann væri í góðu samtali við starfsmenn þingsins sem beri ábyrgð á öryggismálum og lögreglu. Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Vilhelm Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í raun og veru ekkert breytt eftir atburði gærdagsins. Stöðugt samtal eigi sér einfaldlega stað milli lögreglu og Alþingis þegar komi að lögregluráðstöfunum. Lögregla fjarlægði manninn í gær en fram kom í frétt Mbl.is að hann hefði ekki verið handtekinn heldur komið í viðeigandi úrræði. Ragna segir þingpallana opna í dag eins og aðra daga. Tveir lögreglumenn séu á vakt eins og sé allajafna þegar þingið er við störf. Tveir lögreglumenn hafa verið á slíkri vakt síðan þingið gerði samstarfs- og þjónustusamning við ríkislögreglustjóra fyrir um tveimur árum.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. 4. mars 2024 19:01 Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. 4. mars 2024 19:01
Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00