Getur ekki horft á myndir af sjálfri sér frá því í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2024 08:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin til baka eftir erfitt ár. Það verður gaman að sjá hvort henni takist að tryggja sig inn á Ólympíuleikanna í París. @eddahannesd Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir fór í gegnum erfiða tíma á síðasta ári en hún lærði líka margt á því. Hún deilir nú ráðum fyrir fólk í svipaðri stöðu. Guðlaug Edda er í hópi þeirra níu íslensku íþróttamanna sem voru valin í Ólympíuhóp Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands en þeir eiga alla raunhæfa möguleika á því að verða meðal keppanda á Ólympíuleikunum í París í sumar. Mikið mótlæti Það er óhætt að segja að Guðlaug Edda hafi fengið vænan skammt af mótlæti síðustu ár þar sem hún þurfti að yfirvinna mjög erfið mjaðmarmeiðsli, stóra aðgerð og krefjandi endurhæfingu. Allt horfir nú til betri vegar og Guðlaug Edda er farinn að æfa að fullu á nýjan leik. Hún hefur ákveðið að gefa af sér til að hjálpa öðrum sem þurfa að yfirvinna þunga og erfiða tíma. Guðlaug Edda ákvað því að taka saman sex mikilvæg ráð sem hjálpuðu henni að komast i gegnum þessa erfiðleika á síðasta ári. Verið hikandi „Ég hef verið hikandi að tala um endurhæfinguna mína á síðasta ári af því að þetta var mjög erfiður tími í mínu lífi. Ég hef umfram allt verið skynsöm til að geta komið mér á þann stað sem ég er á nú. Það er frábær áminning um að þú getur gert erfiða hluti og þeir þurfa ekki að brjóta þig,“ skrifaði Guðlaug Edda í pistli sínum á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég hef tekið saman ráð með því sem hjálpaði mér mest undanfarið ár og vonandi getur það hjálpað ykkur líka,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hér fyrir neðan má sjá ráðin en hún útskýrir þau líka betur í pistli sínum sem má finna allan hér fyrir neðan. 1. Umkringdu þig með fólki sem elskar þig og vill þér allt það besta. 2. Taktu skref til baka, náðu jarðtengingu og ekki trúa öllu sem þér dettur í hug. 3. Ekki gera of mikið í endurhæfingunni. 4. Gerðu hluti sem gleðja þig sjálfa. 5. Lærðu eitthvað nýtt. 6. Mikilvægast. Farðu í meðferð. Guðlaug segist einnig sjá sársaukann í augum sínum á myndum af sér frá þessum tíma. Sér sársaukann í augunum „Mig verkjar í hjartað að sjá stelpuna í fyrstu klippunni því þú getur virkilega séð sársaukann í augum hennar og þess vegna skoða ég ekki myndir frá síðasta sumri,“ skrifaði Guðlaug Edda. Myndbandið sem hún talar um sýnir hana ganga um með hækjur nýkominn úr þessari stóru aðgerð. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir (@eddahannesd) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Guðlaug Edda er í hópi þeirra níu íslensku íþróttamanna sem voru valin í Ólympíuhóp Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands en þeir eiga alla raunhæfa möguleika á því að verða meðal keppanda á Ólympíuleikunum í París í sumar. Mikið mótlæti Það er óhætt að segja að Guðlaug Edda hafi fengið vænan skammt af mótlæti síðustu ár þar sem hún þurfti að yfirvinna mjög erfið mjaðmarmeiðsli, stóra aðgerð og krefjandi endurhæfingu. Allt horfir nú til betri vegar og Guðlaug Edda er farinn að æfa að fullu á nýjan leik. Hún hefur ákveðið að gefa af sér til að hjálpa öðrum sem þurfa að yfirvinna þunga og erfiða tíma. Guðlaug Edda ákvað því að taka saman sex mikilvæg ráð sem hjálpuðu henni að komast i gegnum þessa erfiðleika á síðasta ári. Verið hikandi „Ég hef verið hikandi að tala um endurhæfinguna mína á síðasta ári af því að þetta var mjög erfiður tími í mínu lífi. Ég hef umfram allt verið skynsöm til að geta komið mér á þann stað sem ég er á nú. Það er frábær áminning um að þú getur gert erfiða hluti og þeir þurfa ekki að brjóta þig,“ skrifaði Guðlaug Edda í pistli sínum á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég hef tekið saman ráð með því sem hjálpaði mér mest undanfarið ár og vonandi getur það hjálpað ykkur líka,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hér fyrir neðan má sjá ráðin en hún útskýrir þau líka betur í pistli sínum sem má finna allan hér fyrir neðan. 1. Umkringdu þig með fólki sem elskar þig og vill þér allt það besta. 2. Taktu skref til baka, náðu jarðtengingu og ekki trúa öllu sem þér dettur í hug. 3. Ekki gera of mikið í endurhæfingunni. 4. Gerðu hluti sem gleðja þig sjálfa. 5. Lærðu eitthvað nýtt. 6. Mikilvægast. Farðu í meðferð. Guðlaug segist einnig sjá sársaukann í augum sínum á myndum af sér frá þessum tíma. Sér sársaukann í augunum „Mig verkjar í hjartað að sjá stelpuna í fyrstu klippunni því þú getur virkilega séð sársaukann í augum hennar og þess vegna skoða ég ekki myndir frá síðasta sumri,“ skrifaði Guðlaug Edda. Myndbandið sem hún talar um sýnir hana ganga um með hækjur nýkominn úr þessari stóru aðgerð. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir (@eddahannesd)
1. Umkringdu þig með fólki sem elskar þig og vill þér allt það besta. 2. Taktu skref til baka, náðu jarðtengingu og ekki trúa öllu sem þér dettur í hug. 3. Ekki gera of mikið í endurhæfingunni. 4. Gerðu hluti sem gleðja þig sjálfa. 5. Lærðu eitthvað nýtt. 6. Mikilvægast. Farðu í meðferð.
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira