Hundóánægðir bændur með reglugerð um sjálfbæra nýtingu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2024 14:30 Kristinn Guðnason í Skarði í Landsveit, sem trúir ekki að reglugerðin um sjálfbæra nýtingu lands fari í gegnum stjórnkerfið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur landsins og fjölmargar sveitarstjórnir vítt og breitt um landið eru hundóánægðar með reglugerð úr samráðsgátt stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu í samræmi við markmikið laga um landgræðslu. Nái reglugerðin fram að ganga sé nánast gengið að sauðfjárbúskap dauðum. Í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið opið fyrir umsagnir um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu þegar landgræðsla er annars vegar. Nokkrar sveitarstjórnir hafa mótmælt reglugerðinni og þá virðist almenn óánægja hjá bændum með reglugerðina. Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit er til dæmis mjög óánægð. „Það sem er svo skrýtið, þetta virðist vera ein stefna á þessa beitarnýtingu, það er alltaf hert og hert á þeim kröfum og svo bara rétt minnst á hitt. Við vitum alveg sem nýtum Landmannaafrétt að við erum alveg að standa okkur mjög vel og við erum alltaf að græða upp og stýrum beitinni mjög vel,” segir Guðlaug Berglind. Og Guðlaug Berglind segir að það sé ekki íslenska sauðkindinni að kenna sé land skemmt eins og á Landmannaafrétti, það sé mikil umferð fólks á afréttinum, sem sé um að kenna. Það sé varla minnst á það í reglugerðinni. „Þessi reglugerð er náttúrulega bara ótæk og það eru bara mikil að þetta skuli koma svona illa framsett, búið að reka þetta einu sinni til baka, nú kemur þetta, það er beðið um umsagnir en kannski að því að, nú getur ráðherra bara samþykkti þetta ef honum sýnist,” bætir Guðlaug Berglind við. Guðlaug Berglind, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit, sem segir reglugerðina ótæka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Skarði er líka mjög ósáttur við reglugerðardrögin um sjálfbæru landnýtinguna. „Við höfum unnið eftir landbótaáætlunum frá Landgræðslunni og gert yfirleitt betur en þær segja til um og okkur finnst hlutirnir vera bara í góðu lagi hjá okkur. Það hljóta allir að sjá það ef það á að vera viðmið á Íslandi að það megi helst ekki beita land í 30% halla þá hlýtur það bara að vera að segja það að við eigum nánast að hætta að búa á Íslandi,” segir Kristinn. Og þar með sé til dæmis út um sauðfjárbúskap í landinu ef ekki megi beita landið. „Ég trúi ekki að þetta fari í gegn,” bætir Kristinn við. Réttað í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið opið fyrir umsagnir um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu þegar landgræðsla er annars vegar. Nokkrar sveitarstjórnir hafa mótmælt reglugerðinni og þá virðist almenn óánægja hjá bændum með reglugerðina. Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit er til dæmis mjög óánægð. „Það sem er svo skrýtið, þetta virðist vera ein stefna á þessa beitarnýtingu, það er alltaf hert og hert á þeim kröfum og svo bara rétt minnst á hitt. Við vitum alveg sem nýtum Landmannaafrétt að við erum alveg að standa okkur mjög vel og við erum alltaf að græða upp og stýrum beitinni mjög vel,” segir Guðlaug Berglind. Og Guðlaug Berglind segir að það sé ekki íslenska sauðkindinni að kenna sé land skemmt eins og á Landmannaafrétti, það sé mikil umferð fólks á afréttinum, sem sé um að kenna. Það sé varla minnst á það í reglugerðinni. „Þessi reglugerð er náttúrulega bara ótæk og það eru bara mikil að þetta skuli koma svona illa framsett, búið að reka þetta einu sinni til baka, nú kemur þetta, það er beðið um umsagnir en kannski að því að, nú getur ráðherra bara samþykkti þetta ef honum sýnist,” bætir Guðlaug Berglind við. Guðlaug Berglind, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit, sem segir reglugerðina ótæka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Skarði er líka mjög ósáttur við reglugerðardrögin um sjálfbæru landnýtinguna. „Við höfum unnið eftir landbótaáætlunum frá Landgræðslunni og gert yfirleitt betur en þær segja til um og okkur finnst hlutirnir vera bara í góðu lagi hjá okkur. Það hljóta allir að sjá það ef það á að vera viðmið á Íslandi að það megi helst ekki beita land í 30% halla þá hlýtur það bara að vera að segja það að við eigum nánast að hætta að búa á Íslandi,” segir Kristinn. Og þar með sé til dæmis út um sauðfjárbúskap í landinu ef ekki megi beita landið. „Ég trúi ekki að þetta fari í gegn,” bætir Kristinn við. Réttað í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira