„Eins og að setja hurðina utan í bíl og keyra í burtu“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. mars 2024 16:12 Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri segir fráleitt að ferðaþjónustan skuli fara svona illa með svæðið. Vísir/Samsett Aðsókn ferðamanna og innfæddra að Gróttu og Snoppu á Seltjarnarnesi hefur aukist gríðarlega síðustu ár og þá sérsaklega þegar búist er við Norðurljósum. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri segir bæinn vera að skoða gjaldtöku til að geta byggt upp innviði á svæðinu. Það hefur komið fyrir að rútufyrirtæki ferji stóra hópa ferðamanna út í Snoppu sem er svæðið við eiðina að Gróttu. Þar eru bílastæði þar sem vinsælt er að leggja þegar fólk leggur í göngutúr um svæðið og að skoða norðurljósin. Þar að auki eru bílastæðin vinsæll áfangastaður í sjálfu sér til að fylgjast með norðurljósum eða fallegu útsýni í hlýjum bílnum. Þörf á stýringu til að verja svæðið Í gærmorgun brá Seltirningum í brún þegar í ljós komu jarðvegsskemmdir á Snoppu við bílastæðin sem virðast vera eftir rútu. Bætt var úr skemmdunum hið snarasta og unnið verður við að lagfæra jarðveginn frekar eftir helgi. Hjólförin eru líklega eftir rútu.Magnús V. Guðlaugsson „Þetta sem gerðist á föstudagskvöldið sýnir það að það er full þörf á að skoða einhverja stýringu til að verja þetta svæði,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. Fráleitt að senda rútur á friðað svæði Hann segir bæinn vera búin að velta steinum varðandi gjaldtöku í einhvern tíma. Gjaldtaka inn á svæðið gæti fjármagnað frekari uppbyggingu innviða í Snoppu svo hægt væri að taka á móti fleirum án þess að valda spjöllum á svæðinu. Það að ferðaþjónustufyrirtæki skyldu senda stórar rútur inn á friðað svæði þegar aðsóknin er þegar mikil vera fráleitt. Jafnframt segir hann bæinn vera búinn að fá tilboð frá minnst tveimur fyrirtækjum varðandi gjaldtökubúnað en hann myndi gilda fyrir Seltirninga jafnt sem aðra. „Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um þetta. Það á eftir að fara inn í pólitíkina og taka snúning þar,“ segir Þór. Hann hefur þó mestar áhyggjur af því að honum hafi ekki borist nein tilkynning frá rútubílstjóranum sjálfum um spjöllin og segir að það sé ekki eðlilegt að valda tjóni án þess að tilkynna það. „Þetta er pínulítið eins og að setja hurðina utan í bíl á Hagkaupsplaninu og dælda hana og keyra svo í burtu án þess að setja miða.“ Seltjarnarnes Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira
Það hefur komið fyrir að rútufyrirtæki ferji stóra hópa ferðamanna út í Snoppu sem er svæðið við eiðina að Gróttu. Þar eru bílastæði þar sem vinsælt er að leggja þegar fólk leggur í göngutúr um svæðið og að skoða norðurljósin. Þar að auki eru bílastæðin vinsæll áfangastaður í sjálfu sér til að fylgjast með norðurljósum eða fallegu útsýni í hlýjum bílnum. Þörf á stýringu til að verja svæðið Í gærmorgun brá Seltirningum í brún þegar í ljós komu jarðvegsskemmdir á Snoppu við bílastæðin sem virðast vera eftir rútu. Bætt var úr skemmdunum hið snarasta og unnið verður við að lagfæra jarðveginn frekar eftir helgi. Hjólförin eru líklega eftir rútu.Magnús V. Guðlaugsson „Þetta sem gerðist á föstudagskvöldið sýnir það að það er full þörf á að skoða einhverja stýringu til að verja þetta svæði,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. Fráleitt að senda rútur á friðað svæði Hann segir bæinn vera búin að velta steinum varðandi gjaldtöku í einhvern tíma. Gjaldtaka inn á svæðið gæti fjármagnað frekari uppbyggingu innviða í Snoppu svo hægt væri að taka á móti fleirum án þess að valda spjöllum á svæðinu. Það að ferðaþjónustufyrirtæki skyldu senda stórar rútur inn á friðað svæði þegar aðsóknin er þegar mikil vera fráleitt. Jafnframt segir hann bæinn vera búinn að fá tilboð frá minnst tveimur fyrirtækjum varðandi gjaldtökubúnað en hann myndi gilda fyrir Seltirninga jafnt sem aðra. „Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um þetta. Það á eftir að fara inn í pólitíkina og taka snúning þar,“ segir Þór. Hann hefur þó mestar áhyggjur af því að honum hafi ekki borist nein tilkynning frá rútubílstjóranum sjálfum um spjöllin og segir að það sé ekki eðlilegt að valda tjóni án þess að tilkynna það. „Þetta er pínulítið eins og að setja hurðina utan í bíl á Hagkaupsplaninu og dælda hana og keyra svo í burtu án þess að setja miða.“
Seltjarnarnes Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira