Björgunarsveitir leita týnds skíðahóps í Ölpunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. mars 2024 22:36 Hópurinn hélt af stað í gærdag frá skíðasvæðinu í Zermatt, nærri fjallinu Matterhorn. EPA Mikill fjöldi björgunarfólks í Sviss leitar nú hóps skíðafólks sem ekki hefur spurst til síðan í nótt. Vegna slæmra veðurskilyrða gengur leitin hægt. Í frétt BBC segir að sex manna hópur hafi haldið af stað frá skíðasvæðinu í Zermatt í átt að bænum Arolla með fram landamærum Sviss og Ítalíu. Ekki hafi spurst til hópsins síðan hann var staðsettur nærri Tete Blanche fjallinu í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum á svæðinu hefur allt tiltækt björgunarlið verið kallað til en vegna veðuraðstæðna sé lítið hægt að gera að svo stöddu. Mikil snjókoma og vindar hafa verið á svæðinu síðastliðinn sólarhring. Skíðasvæðið Saas-Fee, sem staðsett er nærri Zermatt, er lokað vegna of mikillar snjókomu. Talsmaður flugbjörgunarsveitar Zermatt segir í samtali við BBC að veðuraðstæður bjóði ekki upp á flug yfir svæðið að svo stöddu. Hann telur líklegra að veðrið hafi yfirbugað hópinn frekar en að hann hafi orðið fyrir snjóflóði. Ekki mikil snjóflóðahætta sé á svæðinu þar sem þau eru sögð hafa týnst. Hann segir ekki hægt að greina tal í síðustu orðsendingunni sem kom frá hópnum, en hún veiti viðbragðsaðilum þó vísbendingar um staðsetningu þeirra. Nöfn og þjóðerni fólksins í hópnum liggja ekki fyrir að svo stöddu. Leiðin sem hópurinn hugðist skíða er hluti af Haute Route leiðinni, sem liggur frá Zermatt til Chamonix. Leiðin er einungis við hæfi þeirra reyndustu í íþróttinni og nokkra daga tekur að klára hana. Talsmaður björgunarsveitanna segir ekki útilokað að hópurinn sé enn á lífi hafi þau náð að grafa sig ofan í holu. Vonast sé til þess að hægt verði að fljúga þyrlum yfir svæðið sem fyrst en til þess þurfi veðrið að ganga niður. Sviss Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Í frétt BBC segir að sex manna hópur hafi haldið af stað frá skíðasvæðinu í Zermatt í átt að bænum Arolla með fram landamærum Sviss og Ítalíu. Ekki hafi spurst til hópsins síðan hann var staðsettur nærri Tete Blanche fjallinu í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum á svæðinu hefur allt tiltækt björgunarlið verið kallað til en vegna veðuraðstæðna sé lítið hægt að gera að svo stöddu. Mikil snjókoma og vindar hafa verið á svæðinu síðastliðinn sólarhring. Skíðasvæðið Saas-Fee, sem staðsett er nærri Zermatt, er lokað vegna of mikillar snjókomu. Talsmaður flugbjörgunarsveitar Zermatt segir í samtali við BBC að veðuraðstæður bjóði ekki upp á flug yfir svæðið að svo stöddu. Hann telur líklegra að veðrið hafi yfirbugað hópinn frekar en að hann hafi orðið fyrir snjóflóði. Ekki mikil snjóflóðahætta sé á svæðinu þar sem þau eru sögð hafa týnst. Hann segir ekki hægt að greina tal í síðustu orðsendingunni sem kom frá hópnum, en hún veiti viðbragðsaðilum þó vísbendingar um staðsetningu þeirra. Nöfn og þjóðerni fólksins í hópnum liggja ekki fyrir að svo stöddu. Leiðin sem hópurinn hugðist skíða er hluti af Haute Route leiðinni, sem liggur frá Zermatt til Chamonix. Leiðin er einungis við hæfi þeirra reyndustu í íþróttinni og nokkra daga tekur að klára hana. Talsmaður björgunarsveitanna segir ekki útilokað að hópurinn sé enn á lífi hafi þau náð að grafa sig ofan í holu. Vonast sé til þess að hægt verði að fljúga þyrlum yfir svæðið sem fyrst en til þess þurfi veðrið að ganga niður.
Sviss Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira