„Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. mars 2024 12:16 Óskar Hafnfjörð Gunnarsson (t.v.), formaður MATVÍS, segir meðferð Davíðs Viðarssonar á starfsfólki sínu hafa verið skelfilega. Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. Sex eru enn í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á málefnum athafnamannsins Davíðs Viðarssonar. Meðal þess sem Davíð er grunaður um er mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi sem tengist rekstri hans víða um borgina, til að mynda í gegnum veitingastaðina Pho Vietnam og Wokon. Skelfileg meðferð Einhverjir þeirra sem mögulega eru fórnarlömb í mansals málinu voru í stéttarfélaginu MATVÍS, félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum. Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður félagsins, segist líta alvarlegum augum á málið. „Þegar svona mál kemur upp þá skekkir þetta samkeppnisstöðuna. Sérstaklega gagnvart þeim fyrirtækjum sem eru heiðarleg og eru með allt sitt á hreinu. Þetta ætti að laga og bæta stöðuna. Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki sem þarna kemur upp. Það kemur í ljós að stór hluti málsins er hluti af lögreglumáli,“ segir Óskar. Öflugt eftirlit Rannsókn málsins byrjaði að einhverju leyti eftir að MATVÍS bárust nafnlausar ábendingar um slæma stöðu starfsfólksins. Við það fór boltinn að rúlla og endaði með stóru lögregluaðgerðinni sem átti sér stað fyrir tæpri viku síðan. „Þetta sýnir okkur það að við þurfum að vera með öflugt vinnustaðaeftirlit og við munum leggja mikinn þunga núna á eftirlitið. Þá sérstaklega á þessum markaði til að byrja með,“ segir Óskar. Alltaf einhver skemmd epli Hann segir ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum vinnustöðum hafa fjölgað eftir að upp komst um málið. „Ég held að meginþorri sé að gera sitt besta og reyna að hafa allt á hreinu. Hvort að eitt svona stórt mál geti gefið eitthvað til kynna hvernig markaðurinn er, ég leyfi mér að efast um það. En það eru alltaf skemmd epli einhvers staðar,“ segir Óskar. Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Stéttarfélög Tengdar fréttir Veitingamenn slegnir og kalla eftir skilvirkara eftirliti Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku. 10. mars 2024 19:07 Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01 Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Sjá meira
Sex eru enn í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á málefnum athafnamannsins Davíðs Viðarssonar. Meðal þess sem Davíð er grunaður um er mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi sem tengist rekstri hans víða um borgina, til að mynda í gegnum veitingastaðina Pho Vietnam og Wokon. Skelfileg meðferð Einhverjir þeirra sem mögulega eru fórnarlömb í mansals málinu voru í stéttarfélaginu MATVÍS, félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum. Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður félagsins, segist líta alvarlegum augum á málið. „Þegar svona mál kemur upp þá skekkir þetta samkeppnisstöðuna. Sérstaklega gagnvart þeim fyrirtækjum sem eru heiðarleg og eru með allt sitt á hreinu. Þetta ætti að laga og bæta stöðuna. Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki sem þarna kemur upp. Það kemur í ljós að stór hluti málsins er hluti af lögreglumáli,“ segir Óskar. Öflugt eftirlit Rannsókn málsins byrjaði að einhverju leyti eftir að MATVÍS bárust nafnlausar ábendingar um slæma stöðu starfsfólksins. Við það fór boltinn að rúlla og endaði með stóru lögregluaðgerðinni sem átti sér stað fyrir tæpri viku síðan. „Þetta sýnir okkur það að við þurfum að vera með öflugt vinnustaðaeftirlit og við munum leggja mikinn þunga núna á eftirlitið. Þá sérstaklega á þessum markaði til að byrja með,“ segir Óskar. Alltaf einhver skemmd epli Hann segir ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum vinnustöðum hafa fjölgað eftir að upp komst um málið. „Ég held að meginþorri sé að gera sitt besta og reyna að hafa allt á hreinu. Hvort að eitt svona stórt mál geti gefið eitthvað til kynna hvernig markaðurinn er, ég leyfi mér að efast um það. En það eru alltaf skemmd epli einhvers staðar,“ segir Óskar.
Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Stéttarfélög Tengdar fréttir Veitingamenn slegnir og kalla eftir skilvirkara eftirliti Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku. 10. mars 2024 19:07 Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01 Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Sjá meira
Veitingamenn slegnir og kalla eftir skilvirkara eftirliti Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku. 10. mars 2024 19:07
Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01
Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28