Þjóðarskömmin mikla Sigmar Guðmundsson skrifar 12. mars 2024 08:01 Það er ömurlegt fyrir samfélagið að það kraumi undir niðri djúpstæð óánægja og reiði yfir því að fárveikt fólk fái ekki sjálfsagða og lögbundna heilbrigðisþjónustu í velferðarsamfélaginu okkar. Það dylst engum, sem á annað borð nennir að hlusta eftir því, að það ríkir neyðarástand hjá því fólki sem glímir við fíknivanda. Frábær meðferðarúrræði okkar eru langt því frá fullnýtt þrátt fyrir að mörg hundruð manns séu á biðlista. Ríkið dregur lappirnar í því að fjármagna gagnlega og gagnreynda viðhaldsmeðferð SÁÁ við ópíóðafíkn sem eru nöturleg skilaboð í þeim faraldri sem nú geisar. Afleiðingin af þeirri vanfjármögnun er sú að SÁÁ þarf að taka fjármagn úr öðru meðferðarstarfi á Vogi og Vík til að þjónusta meira en 300 einstaklinga með ópíóðafíkn. Ríkið greiðir ekki einu sinni þriðjung af þeim kostnaði sem fellur til í ópíóðameðferðinni. Samningurinn við sjúkratryggingar nær ekki lengra en svo, þrátt fyrir fyrirheit um annað. Viðhaldsmeðferðin bjargar mannslífum og eykur lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Sú meðferð dregur líka stórlega úr kostnaði annars staðar í heilbrigðis og velferðarkerfinu. Ég myndi skilja tregðu ríkisvaldsins við að fjármagna þetta af fullu ef upphæðin sem um ræðir væri mjög há. En það er hún aldeilis ekki. Það vantar um 100 milljónir til að hægt sé að gera þetta sómasamlega. Ef þessi upphæð er mælistika á það hversu hátt við verðleggjum mannslíf þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm, þá getum við ekki lengur kallað okkur velferðarsamfélag. Ég hef lagt fram á Alþingi tillögu um að heilbrigðis og fjármálaráðherra tryggi, í eitt skipti fyrir öll, að þessi viðhaldsmeðferð verði greidd að fullu af sjúkratryggingum. Það mætir þörfum þessa fólks og losar um fjármagn til að hægt sé að keyra Vog á fullum afköstum. Þannig má byrja á að höggva niður þennan skammarlega biðlista sem hangir yfir okkur sem eilífur minnisvarði um fordóma gagnvart veiku fólki. Ég ætla líka að leyfa mér að halda því fram að það sé þjóðarskömm ef þingið sameinast ekki um að kosta til þessum 100 milljónum á ári. Þessar 100 milljónir bjarga mörgum mannslífum og lina þær þjáningar sem þúsundir fjölskyldna búa við vegna vandans. Orðum þetta svona: Ef samfélagið girðir sig ekki í brók og bætir þjónustuna við þetta veika fólk, þá er það alger uppgjöf gagnvart því hlutverki sem heilbrigðisþjónustan á sinna. Það eru þá líka skilaboð til aðstandenda og barna þeirra sem veikir eru að fólkið þeirra skipti samfélagið minna máli en annað veikt fólk. Börn eiga rétt á því að mamma þeirra eða pabbi geti fengið aðstoð í heilbrigðiskerfinu þegar veikindin gera vart við sig. Flóknara er það ekki. Við myndum aldrei, aldrei nokkurn tímann, sætta okkur við að hjartveikir eða krabbameinssjúkir væru jafn afskiptir og fólk með fíknisjúkdóm. Við verðum að hætta því að líta á það sem eðlilegt ástand að fársjúkt fólk þurfi að bíða mánuðum saman eftir heilbrigðisþjónustu. Íslenska velferðarsamfélagið á ekki að gera mannamun þegar kemur að alvarlega veiku fólki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það er ömurlegt fyrir samfélagið að það kraumi undir niðri djúpstæð óánægja og reiði yfir því að fárveikt fólk fái ekki sjálfsagða og lögbundna heilbrigðisþjónustu í velferðarsamfélaginu okkar. Það dylst engum, sem á annað borð nennir að hlusta eftir því, að það ríkir neyðarástand hjá því fólki sem glímir við fíknivanda. Frábær meðferðarúrræði okkar eru langt því frá fullnýtt þrátt fyrir að mörg hundruð manns séu á biðlista. Ríkið dregur lappirnar í því að fjármagna gagnlega og gagnreynda viðhaldsmeðferð SÁÁ við ópíóðafíkn sem eru nöturleg skilaboð í þeim faraldri sem nú geisar. Afleiðingin af þeirri vanfjármögnun er sú að SÁÁ þarf að taka fjármagn úr öðru meðferðarstarfi á Vogi og Vík til að þjónusta meira en 300 einstaklinga með ópíóðafíkn. Ríkið greiðir ekki einu sinni þriðjung af þeim kostnaði sem fellur til í ópíóðameðferðinni. Samningurinn við sjúkratryggingar nær ekki lengra en svo, þrátt fyrir fyrirheit um annað. Viðhaldsmeðferðin bjargar mannslífum og eykur lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Sú meðferð dregur líka stórlega úr kostnaði annars staðar í heilbrigðis og velferðarkerfinu. Ég myndi skilja tregðu ríkisvaldsins við að fjármagna þetta af fullu ef upphæðin sem um ræðir væri mjög há. En það er hún aldeilis ekki. Það vantar um 100 milljónir til að hægt sé að gera þetta sómasamlega. Ef þessi upphæð er mælistika á það hversu hátt við verðleggjum mannslíf þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm, þá getum við ekki lengur kallað okkur velferðarsamfélag. Ég hef lagt fram á Alþingi tillögu um að heilbrigðis og fjármálaráðherra tryggi, í eitt skipti fyrir öll, að þessi viðhaldsmeðferð verði greidd að fullu af sjúkratryggingum. Það mætir þörfum þessa fólks og losar um fjármagn til að hægt sé að keyra Vog á fullum afköstum. Þannig má byrja á að höggva niður þennan skammarlega biðlista sem hangir yfir okkur sem eilífur minnisvarði um fordóma gagnvart veiku fólki. Ég ætla líka að leyfa mér að halda því fram að það sé þjóðarskömm ef þingið sameinast ekki um að kosta til þessum 100 milljónum á ári. Þessar 100 milljónir bjarga mörgum mannslífum og lina þær þjáningar sem þúsundir fjölskyldna búa við vegna vandans. Orðum þetta svona: Ef samfélagið girðir sig ekki í brók og bætir þjónustuna við þetta veika fólk, þá er það alger uppgjöf gagnvart því hlutverki sem heilbrigðisþjónustan á sinna. Það eru þá líka skilaboð til aðstandenda og barna þeirra sem veikir eru að fólkið þeirra skipti samfélagið minna máli en annað veikt fólk. Börn eiga rétt á því að mamma þeirra eða pabbi geti fengið aðstoð í heilbrigðiskerfinu þegar veikindin gera vart við sig. Flóknara er það ekki. Við myndum aldrei, aldrei nokkurn tímann, sætta okkur við að hjartveikir eða krabbameinssjúkir væru jafn afskiptir og fólk með fíknisjúkdóm. Við verðum að hætta því að líta á það sem eðlilegt ástand að fársjúkt fólk þurfi að bíða mánuðum saman eftir heilbrigðisþjónustu. Íslenska velferðarsamfélagið á ekki að gera mannamun þegar kemur að alvarlega veiku fólki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun