Krefst ellefu milljarða króna í skaðabætur Aron Guðmundsson skrifar 12. mars 2024 12:30 Felipe Massa (til hægri) og Lewis Hamilton (til vinstri) háðu harða baráttu tímabilið 2008 í Formúlu 1 mótaröðinni Vísir/Getty Felipe Massa, fyrrverandi ökuþór í Formúlu 1 mótaröðinni, hefur stefnt Alþjóða akstursíþróttasambandinu (FIA), Formúlu 1 og Bernie Ecclestone fyrrverandi framkvæmdastjóra mótaraðarinnar og krefst því sem nemur rúmum ellefu milljörðum íslenskra króna í skaðabætur vegna skaða sem hann, sem ökuþór Ferrari árið 2008, kveðst hafa hlotið vegna Crashgate hneykslismálsins svokallaða. Atburðarásin í Crashgate hneykslismálinu, sem átti sér stað tímabilið 2008 í Formúlu 1, er orðin vel þekkt. Þar eru helstu stjórnendur innan Formúlu 1 og FIA, Bernie Ecclestone, Max Mosley og Charlie Whiting eina helst, sakaðir um að hafa litið fram hjá því sem verður að teljast sem ansi óheiðarleg vinnubrögð Renault liðsins, undir forsvari liðsstjórans Flavio Briatore, á þeim tíma. Til að draga það stutt sama telur Massa að Formúla 1 og FIA hafi tekið þátt í svindli Renault liðsins í Singapúr kappakstrinum árið 2008 og að það hafi haft þau keðjuverkandi áhrif að Massa hafi í lok tímabils ekki staðið uppi sem heimsmeistari ökumanna hjá liði Ferrari. Umrætt tímabil vann Lewis Hamilton sinn fyrsta heimsmeistaratitil með liði McLaren, með einu stigi meira í stigakeppni ökumanna heldur en Massa. Massa hefur alveg síðan að játning Nelson Pique, þáverandi ökumanns Renault, um að að brögð hafi verið í tafli í Singapúr kappakstrinum haldið því fram að hann sé réttmætur Formúlu 1 heimsmeistari ökumanna árið 2008. Nú hefur hann, með hjálp lögfræðiteymis síns, sé til þess að málið er komið á borð London High Court þar sem það bíður nú fyrirtöku. Massa krefst 82 milljóna Bandaríkjadala, því sem nemur rúmum ellefu milljörðum íslenskra króna, í skaðabætur vegna málsins. Sú upphæð tekur meðal annars mið af verðlaunafé sem Massa telur sig hafa farið á mis við vegna málsins, sem og öðrum samningum sem heimsmeistaratitill í Formúlu 1 hefði geta stuðlað að. Tilraunir til þess að ná sáttum utan dómstóla hefur ekki skilað árangri. Því er málið nú komið inn á borð London High Court Bernie Ecclestone var árið 2008 framkvæmdastjóri Formúlu 1 viðurkenndi það í viðtali á síðasta ári að bæði hann sem og Max Mosley, þáverandi forseti FIA, hafi vitað óheiðarlegum athöfnum Renault liðsins í Singapúr-kappakstrinum en kosið að aðhafast ekkert í málinu. Max Mosley, fyrrum forseti FIA lést árið 2021 og Charlie Whiting, sem var einnig einn af efstu stjórnendum í kringum mótaröðina á þessum tíma, lést árið 2019. Singapúr Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Atburðarásin í Crashgate hneykslismálinu, sem átti sér stað tímabilið 2008 í Formúlu 1, er orðin vel þekkt. Þar eru helstu stjórnendur innan Formúlu 1 og FIA, Bernie Ecclestone, Max Mosley og Charlie Whiting eina helst, sakaðir um að hafa litið fram hjá því sem verður að teljast sem ansi óheiðarleg vinnubrögð Renault liðsins, undir forsvari liðsstjórans Flavio Briatore, á þeim tíma. Til að draga það stutt sama telur Massa að Formúla 1 og FIA hafi tekið þátt í svindli Renault liðsins í Singapúr kappakstrinum árið 2008 og að það hafi haft þau keðjuverkandi áhrif að Massa hafi í lok tímabils ekki staðið uppi sem heimsmeistari ökumanna hjá liði Ferrari. Umrætt tímabil vann Lewis Hamilton sinn fyrsta heimsmeistaratitil með liði McLaren, með einu stigi meira í stigakeppni ökumanna heldur en Massa. Massa hefur alveg síðan að játning Nelson Pique, þáverandi ökumanns Renault, um að að brögð hafi verið í tafli í Singapúr kappakstrinum haldið því fram að hann sé réttmætur Formúlu 1 heimsmeistari ökumanna árið 2008. Nú hefur hann, með hjálp lögfræðiteymis síns, sé til þess að málið er komið á borð London High Court þar sem það bíður nú fyrirtöku. Massa krefst 82 milljóna Bandaríkjadala, því sem nemur rúmum ellefu milljörðum íslenskra króna, í skaðabætur vegna málsins. Sú upphæð tekur meðal annars mið af verðlaunafé sem Massa telur sig hafa farið á mis við vegna málsins, sem og öðrum samningum sem heimsmeistaratitill í Formúlu 1 hefði geta stuðlað að. Tilraunir til þess að ná sáttum utan dómstóla hefur ekki skilað árangri. Því er málið nú komið inn á borð London High Court Bernie Ecclestone var árið 2008 framkvæmdastjóri Formúlu 1 viðurkenndi það í viðtali á síðasta ári að bæði hann sem og Max Mosley, þáverandi forseti FIA, hafi vitað óheiðarlegum athöfnum Renault liðsins í Singapúr-kappakstrinum en kosið að aðhafast ekkert í málinu. Max Mosley, fyrrum forseti FIA lést árið 2021 og Charlie Whiting, sem var einnig einn af efstu stjórnendum í kringum mótaröðina á þessum tíma, lést árið 2019.
Singapúr Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira