„Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Árni Sæberg skrifar 14. mars 2024 08:51 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ Tuttugu og sex oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum út um allt land gagnrýna formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Því var treyst að formaður myndi starfa samkvæmt eindregnum vilja sveitastjórna og bókun stjórnar og myndi upplýsa aðila vinnumarkaðarins og forsætisráðherra um afstöðuna með skýrum hætti. Ljóst er að svo var ekki,“ segja oddvitarnir í sameiginlegri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, gefur lítið fyrir gagnrýni Sjálfstæðisoddvitanna. Hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hugmyndafræðilegur flótti Heiða Björg segir að henni sýnist stjórnarmenn í sambandinu vera á flótta á undan eigin ákvörðunum. Það sé alveg ljóst og sjáist í fundargerðum sambandsins að ákvörðun um að fallast á kröfur verkalýðshreyfingarinnar, um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, hafi verið tekin einróma í stjórn SÍS. Fáar ákvarðanir hafi verið teknar eftir jafnmikið samráð „Mig grunar að Sjálfstæðismenn séu á einhverjum hugmyndafræðilegum flótta frá ákvörðun sinni í ríkisstjórn, að óska eftir þessu, og staðfesta það í stjórn. Ef þeir vilja kenna mér um það, þá bara verða þeir að gera það. Ég held að friður á vinnumarkaði sé mikilvægari.“ Öll þjóðin hafi fylgst með viðbrögðum við bókuninni Meðal þess sem segir í opnu bréfi Sjálfstæðismannanna er að Heiða Björg hafi ekki starfað eftir samþykkt stjórnar sambandsins um að hún óskaði eftir því að ríkisvaldið leitaði nýrra leiða við að útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir en beint í gegnum gjaldskrár sveitarfélaga. Þá hafi hún ekki kynnt samþykktina fyrir aðilum vinnumarkaðar. Heiða Björg gefur lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég held að öll þjóðin hafi fylgst með viðbrögðum verkalýðshreyfingarinnar við þessari bókun. Það voru ekki góð viðbrögð, ekki mjög jákvæð.“ Viðtal við Heiðu Björg í Bítinu má heyra í spilaranum hér að neðan. Hún kemur einnig inn á þing SÍS, sem hefst í dag og verður sýnt frá hér á Vísi. Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Bítið Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja ekki frían hádegismat Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur. 7. mars 2024 14:00 Eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi. 8. mars 2024 11:04 Aðgerðapakki stjórnvalda: Fríar skólamáltíðir, sérstakur vaxtastuðningur og hærri barnabætur Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis. 7. mars 2024 18:24 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Tuttugu og sex oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum út um allt land gagnrýna formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Því var treyst að formaður myndi starfa samkvæmt eindregnum vilja sveitastjórna og bókun stjórnar og myndi upplýsa aðila vinnumarkaðarins og forsætisráðherra um afstöðuna með skýrum hætti. Ljóst er að svo var ekki,“ segja oddvitarnir í sameiginlegri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, gefur lítið fyrir gagnrýni Sjálfstæðisoddvitanna. Hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hugmyndafræðilegur flótti Heiða Björg segir að henni sýnist stjórnarmenn í sambandinu vera á flótta á undan eigin ákvörðunum. Það sé alveg ljóst og sjáist í fundargerðum sambandsins að ákvörðun um að fallast á kröfur verkalýðshreyfingarinnar, um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, hafi verið tekin einróma í stjórn SÍS. Fáar ákvarðanir hafi verið teknar eftir jafnmikið samráð „Mig grunar að Sjálfstæðismenn séu á einhverjum hugmyndafræðilegum flótta frá ákvörðun sinni í ríkisstjórn, að óska eftir þessu, og staðfesta það í stjórn. Ef þeir vilja kenna mér um það, þá bara verða þeir að gera það. Ég held að friður á vinnumarkaði sé mikilvægari.“ Öll þjóðin hafi fylgst með viðbrögðum við bókuninni Meðal þess sem segir í opnu bréfi Sjálfstæðismannanna er að Heiða Björg hafi ekki starfað eftir samþykkt stjórnar sambandsins um að hún óskaði eftir því að ríkisvaldið leitaði nýrra leiða við að útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir en beint í gegnum gjaldskrár sveitarfélaga. Þá hafi hún ekki kynnt samþykktina fyrir aðilum vinnumarkaðar. Heiða Björg gefur lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég held að öll þjóðin hafi fylgst með viðbrögðum verkalýðshreyfingarinnar við þessari bókun. Það voru ekki góð viðbrögð, ekki mjög jákvæð.“ Viðtal við Heiðu Björg í Bítinu má heyra í spilaranum hér að neðan. Hún kemur einnig inn á þing SÍS, sem hefst í dag og verður sýnt frá hér á Vísi.
Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Bítið Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja ekki frían hádegismat Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur. 7. mars 2024 14:00 Eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi. 8. mars 2024 11:04 Aðgerðapakki stjórnvalda: Fríar skólamáltíðir, sérstakur vaxtastuðningur og hærri barnabætur Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis. 7. mars 2024 18:24 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja ekki frían hádegismat Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur. 7. mars 2024 14:00
Eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi. 8. mars 2024 11:04
Aðgerðapakki stjórnvalda: Fríar skólamáltíðir, sérstakur vaxtastuðningur og hærri barnabætur Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis. 7. mars 2024 18:24