Ráðherra sem fer þvert á vilja Alþingis Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson skrifa 18. mars 2024 07:01 Síðastliðinn febrúar ásakaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra þingmenn Flokks fólksins um að beita aðferðum sem hann kallaði „popúlisma“. Orð hans féllu í kjölfar fyrirspurnar Jakobs Frímanns Magnússonar, um hvers vegna ráðherrann hefur ekki enn lagt fram frumvarp um hagsmunafulltrúa aldraðra, þrátt fyrir skýr fyrirmæli Alþingis. Kjarni málsins er eftirfarandi: Árið 2021 samþykkti Alþingi þingsályktun frá Flokki fólksins um að stofna embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Þetta var skýrt og ótvírætt verkefni sem markaði mikilvægt skref í átt að bættum aðbúnaði fyrir eldri borgara og aðstandendur þeirra. Skv. þingsályktunartillögu hefði stofnun embættisins litið svona út: Hlutverk hagsmunafulltrúans: Veita öldruðum leiðbeiningar um réttindi þeirra og stuðning við að gæta hagsmuna sinna, sérstaklega í málum er varða skatta, almannatryggingar og heilbrigðisþjónustu. Hafa frumkvæðiseftirlit með aðbúnaði aldraðra, með sérstakri áherslu á að koma í veg fyrir félagslega einangrun, næringarskort og bágan aðbúnað. Taka þátt í og hvetja til stefnumarkandi umræðu í samfélaginu um málefni aldraðra og gera tillögur að úrbótum í réttarreglum sem varða þennan hóp. Auka sýnileika málefna aldraðra, bæði á opinberum vettvangi og í samstarfi við einkaaðila. Tryggja áframhaldandi þróun og endurskoðun laga og reglna sem varða aldraða. Í stuttu máli snýst embætti hagsmunafulltrúa um að gæta hagsmuna og réttinda hóps sem á undir högg að sækja í íslensku samfélagi. Aðgerðir ráðherra: Ráðherrann skipaði ekki starfshóp fyrr en nokkrum vikum eftir að vinnu hópsins átti þegar að vera lokið. Ári síðar, vorið 2023, tilkynnti ráðherrann að hann myndi ekki framfylgja vilja Alþingis og skila tilætluðu frumvarpi. Aðgerðir ráðherrans eru ekki eingöngu brot á skýrum fyrirmælum þingsins, heldur einnig dæmi um algera vanvirðingu við löggjafarvaldið og þá ákvarðanatökuferla sem við byggjum lýðræði landsins á. Að kalla það popúlisma að ganga á eftir samþykktum og yfirlýstum vilja Alþingis er vísvitandi tilraun til að afvegaleiða umræðuna og draga úr alvarleika þess að ráðherrann hefur brugðist skyldum sínum. Hér er á ferðinni viljalaus ráðherra sem sýnir fullkomna vanrækslu og skort á ábyrgð gagnvart verkefnum sem honum hefur verið falið að framkvæma með beinum fyrirmælum frá Alþingi. Þetta virðist vera ráðandi hugsunarháttur hjá Vinstrihreyfingunni Grænu framboði, að það sé eðlilegt og sjálfsagt að hunsa gildandi lög, ályktanir og bersýnilega sniðganga vilja löggjafans. Hvernig getur það verið, að stjórnmálaflokkur sem hefur lýst því yfir að hann standi fyrir gagnsæi, réttlæti og lýðræðislegum gildum, stefni nú óðbyr í öfuga átt við allt sem þeir hafa boðað? Kjör og aðstæður eldra fólks á Íslandi eru til skammar. Efri árin eiga að vera gæðaár, ekki fátæktargildra né kvíðaefni. Brýnt er að ráðherra axli ábyrgð, virði lýðræðislega ferla og standi við gefin fyrirmæli Alþingis um stofnun embættis hagsmunafulltrúa aldraðra. Höfundar eru þingmenn Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Tómas A. Tómasson Inga Sæland Eyjólfur Ármannsson Jakob Frímann Magnússon Ásthildur Lóa Þórsdóttir Guðmundur Ingi Kristinsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn febrúar ásakaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra þingmenn Flokks fólksins um að beita aðferðum sem hann kallaði „popúlisma“. Orð hans féllu í kjölfar fyrirspurnar Jakobs Frímanns Magnússonar, um hvers vegna ráðherrann hefur ekki enn lagt fram frumvarp um hagsmunafulltrúa aldraðra, þrátt fyrir skýr fyrirmæli Alþingis. Kjarni málsins er eftirfarandi: Árið 2021 samþykkti Alþingi þingsályktun frá Flokki fólksins um að stofna embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Þetta var skýrt og ótvírætt verkefni sem markaði mikilvægt skref í átt að bættum aðbúnaði fyrir eldri borgara og aðstandendur þeirra. Skv. þingsályktunartillögu hefði stofnun embættisins litið svona út: Hlutverk hagsmunafulltrúans: Veita öldruðum leiðbeiningar um réttindi þeirra og stuðning við að gæta hagsmuna sinna, sérstaklega í málum er varða skatta, almannatryggingar og heilbrigðisþjónustu. Hafa frumkvæðiseftirlit með aðbúnaði aldraðra, með sérstakri áherslu á að koma í veg fyrir félagslega einangrun, næringarskort og bágan aðbúnað. Taka þátt í og hvetja til stefnumarkandi umræðu í samfélaginu um málefni aldraðra og gera tillögur að úrbótum í réttarreglum sem varða þennan hóp. Auka sýnileika málefna aldraðra, bæði á opinberum vettvangi og í samstarfi við einkaaðila. Tryggja áframhaldandi þróun og endurskoðun laga og reglna sem varða aldraða. Í stuttu máli snýst embætti hagsmunafulltrúa um að gæta hagsmuna og réttinda hóps sem á undir högg að sækja í íslensku samfélagi. Aðgerðir ráðherra: Ráðherrann skipaði ekki starfshóp fyrr en nokkrum vikum eftir að vinnu hópsins átti þegar að vera lokið. Ári síðar, vorið 2023, tilkynnti ráðherrann að hann myndi ekki framfylgja vilja Alþingis og skila tilætluðu frumvarpi. Aðgerðir ráðherrans eru ekki eingöngu brot á skýrum fyrirmælum þingsins, heldur einnig dæmi um algera vanvirðingu við löggjafarvaldið og þá ákvarðanatökuferla sem við byggjum lýðræði landsins á. Að kalla það popúlisma að ganga á eftir samþykktum og yfirlýstum vilja Alþingis er vísvitandi tilraun til að afvegaleiða umræðuna og draga úr alvarleika þess að ráðherrann hefur brugðist skyldum sínum. Hér er á ferðinni viljalaus ráðherra sem sýnir fullkomna vanrækslu og skort á ábyrgð gagnvart verkefnum sem honum hefur verið falið að framkvæma með beinum fyrirmælum frá Alþingi. Þetta virðist vera ráðandi hugsunarháttur hjá Vinstrihreyfingunni Grænu framboði, að það sé eðlilegt og sjálfsagt að hunsa gildandi lög, ályktanir og bersýnilega sniðganga vilja löggjafans. Hvernig getur það verið, að stjórnmálaflokkur sem hefur lýst því yfir að hann standi fyrir gagnsæi, réttlæti og lýðræðislegum gildum, stefni nú óðbyr í öfuga átt við allt sem þeir hafa boðað? Kjör og aðstæður eldra fólks á Íslandi eru til skammar. Efri árin eiga að vera gæðaár, ekki fátæktargildra né kvíðaefni. Brýnt er að ráðherra axli ábyrgð, virði lýðræðislega ferla og standi við gefin fyrirmæli Alþingis um stofnun embættis hagsmunafulltrúa aldraðra. Höfundar eru þingmenn Flokks fólksins.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun