Tók meira en tuttugu mínútur að spila síðustu tvær mínútur leiksins Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. mars 2024 09:29 Ben Affleck og Jennifer Lopez létu sér leiðast í rúmar tuttugu mínútur meðan leikurinn tafðist Kevork Djansezian/Getty Images) Vegna ítrekaðra endurskoðana dómara og bilana í skotklukku tók meira en tuttugu mínútur að spila síðustu tvær mínútur leiksins þegar Golden State Warriors unnu 128-121 gegn Los Angeles Lakers í nótt. Tafirnir hófust þegar 1 mínúta og 50 sekúndur voru eftir af fjórða leikhluta, Warriors þá yfir 124-120. Darvin Ham, þjálfari Lakers, andmælti ákvörðun dómara að láta Warriors fá innkast eftir að Jaxson Hayes og Andrew Wiggins börðust um boltann. Þegar það atvik var í skoðun tóku dómararnir eftir því að þriggja stiga skot Lebron James stuttu áður, þegar 2 mínútur og 7 sekúndur voru eftir, átti að vera dæmt ógilt. Lakers fengu því innkastið en misstu þrjú stig. Dómari leiksins útskýrði að vinstri fótur Lebron James hafi verið útaf vellinum þegar hann skaut úr horninu. Stuttu síðar vildi Lakers liðið meina að Draymond Green hafi skotið ólöglegum þrist fyrir Warriors. Darvin Ham andmælti aftur ákvörðun dómara og hafði rétt fyrir sér, Lakers fékk boltann. Þá gerðist það fjórum sinnum í röð að Lakers reyndu að spila boltanum inn en skotklukka leiksins var ekki að starfa sem skyldi. Áhorfendur voru orðnir ansi þreyttir á biðinni, bauluðu og mótmæltu hástöfum. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Á endanum var gripið til þess ráðs að vallarþulur taldi niður skotklukkuna í hátalarakerfi svo leikurinn gæti haldið áfram. Þrátt fyrir langa bið voru Lakers ekki búnir að útfæra góða sókn, misstu boltann frá sér og Warriors tók forystuna 126-117 þegar 1 mínúta og 7 sekúndur voru eftir af leiknum. Þrátt fyrir tæknilega örðugleika tókst loks að klára leikinn eftir rúmlega tuttugu mínútna bið, lokatölur 128-121 sigur Warriors. Með þessum sigri skiptu Warriors og Lakers um deildarsæti, þeir núna í 9. sæti með 35 sigra og 31 tap og Lakers í 10. sæti Vestursins með 36 sigra og 32 töp. NBA Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Tafirnir hófust þegar 1 mínúta og 50 sekúndur voru eftir af fjórða leikhluta, Warriors þá yfir 124-120. Darvin Ham, þjálfari Lakers, andmælti ákvörðun dómara að láta Warriors fá innkast eftir að Jaxson Hayes og Andrew Wiggins börðust um boltann. Þegar það atvik var í skoðun tóku dómararnir eftir því að þriggja stiga skot Lebron James stuttu áður, þegar 2 mínútur og 7 sekúndur voru eftir, átti að vera dæmt ógilt. Lakers fengu því innkastið en misstu þrjú stig. Dómari leiksins útskýrði að vinstri fótur Lebron James hafi verið útaf vellinum þegar hann skaut úr horninu. Stuttu síðar vildi Lakers liðið meina að Draymond Green hafi skotið ólöglegum þrist fyrir Warriors. Darvin Ham andmælti aftur ákvörðun dómara og hafði rétt fyrir sér, Lakers fékk boltann. Þá gerðist það fjórum sinnum í röð að Lakers reyndu að spila boltanum inn en skotklukka leiksins var ekki að starfa sem skyldi. Áhorfendur voru orðnir ansi þreyttir á biðinni, bauluðu og mótmæltu hástöfum. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Á endanum var gripið til þess ráðs að vallarþulur taldi niður skotklukkuna í hátalarakerfi svo leikurinn gæti haldið áfram. Þrátt fyrir langa bið voru Lakers ekki búnir að útfæra góða sókn, misstu boltann frá sér og Warriors tók forystuna 126-117 þegar 1 mínúta og 7 sekúndur voru eftir af leiknum. Þrátt fyrir tæknilega örðugleika tókst loks að klára leikinn eftir rúmlega tuttugu mínútna bið, lokatölur 128-121 sigur Warriors. Með þessum sigri skiptu Warriors og Lakers um deildarsæti, þeir núna í 9. sæti með 35 sigra og 31 tap og Lakers í 10. sæti Vestursins með 36 sigra og 32 töp.
NBA Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira