Dóttirin hætt komin eftir að hárið flæktist utan um háls hennar Bjarki Sigurðsson skrifar 17. mars 2024 19:15 Sjöfn Steinsen segir dagana eftir slysið hafa verið afar erfiða. Vísir/Steingrímur Dúi Móðir sjö mánaða stúlku sem hefði getað dáið eftir að hár móðurinnar flæktist um háls barnsins á meðan þær mæðgur sváfu er enn í áfalli. Ef ekki hefði verið fyrir nágrannana hefði geta farið mun verr. Sjöfn Steinsen er 32 ára kennari í Kópavogi og eiga hún og kærasti hennar, Árni Traustason, fimm börn. Yngst þeirra er Sóldís Emma sem er sjö mánaða gömul. Sóldís sefur alla jafna ekki uppi í hjá foreldrum sínum en á aðfaranótt föstudags lagði Sjöfn hana þangað um nóttina eftir að hún hafði vaknað. Sjöfn sofnaði svo aftur með Sóldísi rétt við hliðina á sér. Klippa: Með hárið vafið um hálsinn „Við vöknum oftast milli níu og tíu og ég vakna, heyri bara hræðileg hljóð við hverja hreyfingu,“ segir Sjöfn. Hárið flækt um hálsinn Á meðan Sjöfn svaf hafði Sóldís flækt sig í hárinu á móður sinni og var það vafið um hálsinn á henni. Sjöfn reyndi að teygja sig í símann sinn en fann hvernig hárið þrengdi að hálsinum á Sóldísi í hvert sinn sem hún hreyfði sig. Sjöfn Steinsen og Sóldís. „Svo allt í einu kom þessi hugsun upp. Bara ef ég yrði mikið lengur hér væri ég að fara að drepa barnið mitt með hárinu. Þá væri hún bara að fara að hætta að anda,“ segir Sjöfn. Klippti hana lausa Hún endaði á því að hlaupa yfir til nágranna sinna og hélt á dóttur sinni alveg upp við hnakkann á sér. „Hún byrjar að reyna að bjarga henni úr hárinu á mér. Og ég var að reyna það þannig ég vissi að það væri ekki að fara að ganga. Þannig ég segi henni að klippa á mér hárið núna. Hún nær í skæri og byrjar bara að klippa,“ segir Sjöfn. Sóldís er sjö mánaða gömul. Hún nær þá að klippa hana úr og leysa flækjuna? „Já, en það tók smá tíma. Þetta var bara pínu erfitt því hún sér hana ekki. Hárið var bara fyrir henni,“ segir Sjöfn. Erfiðir dagar eftir slysið Þau hringdu á sjúkrabíl og sjúkraflutningamenn skoðuðu Sóldísi og mátu sem svo að það væri í lagi með hana. Og tveimur dögum síðar er Sóldís strax búin að ná sér af áfallinu en Sjöfn er enn að átta sig á því að þetta hafi gerst. „Mér finnst mjög mikilvægt að tala um svona þó að þetta sé furðulegt slys sem maður myndi aldrei halda að myndi gerast,“ segir Sjöfn. „Þetta er ekki bara eitthvað sem gerist fyrir mig. Þetta gerist fyrir barnið mitt. Það er alltaf erfiðara. Þannig, já, ég er búin að eiga frekar erfitt.“ Börn og uppeldi Kópavogur Hár og förðun Slysavarnir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
Sjöfn Steinsen er 32 ára kennari í Kópavogi og eiga hún og kærasti hennar, Árni Traustason, fimm börn. Yngst þeirra er Sóldís Emma sem er sjö mánaða gömul. Sóldís sefur alla jafna ekki uppi í hjá foreldrum sínum en á aðfaranótt föstudags lagði Sjöfn hana þangað um nóttina eftir að hún hafði vaknað. Sjöfn sofnaði svo aftur með Sóldísi rétt við hliðina á sér. Klippa: Með hárið vafið um hálsinn „Við vöknum oftast milli níu og tíu og ég vakna, heyri bara hræðileg hljóð við hverja hreyfingu,“ segir Sjöfn. Hárið flækt um hálsinn Á meðan Sjöfn svaf hafði Sóldís flækt sig í hárinu á móður sinni og var það vafið um hálsinn á henni. Sjöfn reyndi að teygja sig í símann sinn en fann hvernig hárið þrengdi að hálsinum á Sóldísi í hvert sinn sem hún hreyfði sig. Sjöfn Steinsen og Sóldís. „Svo allt í einu kom þessi hugsun upp. Bara ef ég yrði mikið lengur hér væri ég að fara að drepa barnið mitt með hárinu. Þá væri hún bara að fara að hætta að anda,“ segir Sjöfn. Klippti hana lausa Hún endaði á því að hlaupa yfir til nágranna sinna og hélt á dóttur sinni alveg upp við hnakkann á sér. „Hún byrjar að reyna að bjarga henni úr hárinu á mér. Og ég var að reyna það þannig ég vissi að það væri ekki að fara að ganga. Þannig ég segi henni að klippa á mér hárið núna. Hún nær í skæri og byrjar bara að klippa,“ segir Sjöfn. Sóldís er sjö mánaða gömul. Hún nær þá að klippa hana úr og leysa flækjuna? „Já, en það tók smá tíma. Þetta var bara pínu erfitt því hún sér hana ekki. Hárið var bara fyrir henni,“ segir Sjöfn. Erfiðir dagar eftir slysið Þau hringdu á sjúkrabíl og sjúkraflutningamenn skoðuðu Sóldísi og mátu sem svo að það væri í lagi með hana. Og tveimur dögum síðar er Sóldís strax búin að ná sér af áfallinu en Sjöfn er enn að átta sig á því að þetta hafi gerst. „Mér finnst mjög mikilvægt að tala um svona þó að þetta sé furðulegt slys sem maður myndi aldrei halda að myndi gerast,“ segir Sjöfn. „Þetta er ekki bara eitthvað sem gerist fyrir mig. Þetta gerist fyrir barnið mitt. Það er alltaf erfiðara. Þannig, já, ég er búin að eiga frekar erfitt.“
Börn og uppeldi Kópavogur Hár og förðun Slysavarnir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira