Hræðsla er hjálplegur þjónn, en hræðilegt yfirvald Jón Þór Ólafsson skrifar 18. mars 2024 09:00 Í stórmyndunum Dune sjáum við aðalpersónur nota einskonar möntru eða þulu til að beina athyglinni að hræðslu til að losna við hana: 1. I must not fear. Fear is the mind-killer. Fear is the little-death that brings total obliteration. Ég má ekki að hræðast. Hræðsla deyðir hugann. Hræðsla er litli-dauðinn sem ber með sér gjöreyðingu. 2. I will face my fear. I will permit it to pass over me and through me. Ég mun horfast í augu við mína hræðslu. Ég mun leyfa henni að fara um mig og í gegnum mig. 3. And when it has gone past, I will turn the inner eye to see its path. Where the fear has gone there will be nothing. Only I will remain. Og þegar hún er farin fram hjá, mun ég beina innra auganu til að sjá farveg hennar. Þar sem hræðslan fór um verður ekkert. Aðeins ég held áfram að vera. Þulan er kölluð „Litanía gegn hræðslu,“ en „litanía“ er grískt orð yfir einlæga bæn, sem á vel við þar sem hermenn í Grikklandi til forna báðu Fóbos, guðs hræðslunnar, að herja frekar á andstæðinga sína en sig. Til eru vísindalega studdar meðferðir innan sálfræðinnar til að fá Fóbos til að hætta að herja á þig, og þær hafa samhljóm með „þulunni gegn hræðslu“ í Dune: Fyrst þarf getu til að stjórna hve mikil hræðsla er upplifuð, svo hún taki ekki yfir taugakerfið. Næst er að horfast í augu við hræðsluna, án þess að hún verði of mikil. Að lokum þegar hræðslan er liðin hjá þá lærir bæði taugakerfið sjálfkrafa og við vitsmunalega að hræðast minna. Berskjöldunarmeðferðir eru vísindalega studdar meðferðir sem virka gegn kvíða (hræðslu), og ein meðferðin getur á þremur klukkustundum frelsað fólk undan fóbíum (já, það orð kemur frá guði hæðslunnar). Meðferðin virkar með því að: Fyrst er fóbíunni skipt í litlar upplifanir eftir því hve erfiðar þær eru. Næst er athyglin sett á minnst hræðilegustu upplifunina þar til hún er auðveld, og aðeins þá skoðað næstu. Að lokum hefur taugakerfið lært að virkja ekki hræðslu viðbrögðin við erfiðustu upplifuninni og Fóbos hættur að herja á þig með þá hræðslu. Meðferðin byggir á mjög vel rannsökuðum ferlum hegðunarsálfræði sem sýna að hræðsla sem er lærð er hægt að aflæra. Taugasálfræðin sýnir okkur svo hvernig framheilinn lærir sjálfkrafa að koma í veg fyrir hræðsluviðbrögð við því sem þú áður hræddist. Núvitund er önnur vísindalega studd aðferð og meðferð innan sálfræðinnar til að stjórna athyglinni áður en hræðslan tekur hana yfir og festir taugakerfið í vítahring hræðsluviðbragða. Núvitund þjálfar fyrst getuna til að beina athyglinni í burtu frá hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) sem skapar örygga upplifun svo hræðslan taki ekki yfir. Með getuna til að minnka þannig hræðsluviðbrögðin þegar þau verða of óþægileg er óhætt að beina athyglinni tímabundið að erfiðum hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) og öðlast þannig bæði sjálfvirka getu til að bregðast ekki við hræðslu, og innsæi hvaðan hræðslan kemur, hvernig hún virkar innra með manni og hvað gerist þegar hún hverfur. Hræðslukerfið okkar er mjög hjálplegur þjónn, en hræðilegt yfirvald. Óska þér öryggis til að sækja frelsið þitt frá Fóbos og lifa frjálsari og í meiri friði. Höfundur er sálfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í stórmyndunum Dune sjáum við aðalpersónur nota einskonar möntru eða þulu til að beina athyglinni að hræðslu til að losna við hana: 1. I must not fear. Fear is the mind-killer. Fear is the little-death that brings total obliteration. Ég má ekki að hræðast. Hræðsla deyðir hugann. Hræðsla er litli-dauðinn sem ber með sér gjöreyðingu. 2. I will face my fear. I will permit it to pass over me and through me. Ég mun horfast í augu við mína hræðslu. Ég mun leyfa henni að fara um mig og í gegnum mig. 3. And when it has gone past, I will turn the inner eye to see its path. Where the fear has gone there will be nothing. Only I will remain. Og þegar hún er farin fram hjá, mun ég beina innra auganu til að sjá farveg hennar. Þar sem hræðslan fór um verður ekkert. Aðeins ég held áfram að vera. Þulan er kölluð „Litanía gegn hræðslu,“ en „litanía“ er grískt orð yfir einlæga bæn, sem á vel við þar sem hermenn í Grikklandi til forna báðu Fóbos, guðs hræðslunnar, að herja frekar á andstæðinga sína en sig. Til eru vísindalega studdar meðferðir innan sálfræðinnar til að fá Fóbos til að hætta að herja á þig, og þær hafa samhljóm með „þulunni gegn hræðslu“ í Dune: Fyrst þarf getu til að stjórna hve mikil hræðsla er upplifuð, svo hún taki ekki yfir taugakerfið. Næst er að horfast í augu við hræðsluna, án þess að hún verði of mikil. Að lokum þegar hræðslan er liðin hjá þá lærir bæði taugakerfið sjálfkrafa og við vitsmunalega að hræðast minna. Berskjöldunarmeðferðir eru vísindalega studdar meðferðir sem virka gegn kvíða (hræðslu), og ein meðferðin getur á þremur klukkustundum frelsað fólk undan fóbíum (já, það orð kemur frá guði hæðslunnar). Meðferðin virkar með því að: Fyrst er fóbíunni skipt í litlar upplifanir eftir því hve erfiðar þær eru. Næst er athyglin sett á minnst hræðilegustu upplifunina þar til hún er auðveld, og aðeins þá skoðað næstu. Að lokum hefur taugakerfið lært að virkja ekki hræðslu viðbrögðin við erfiðustu upplifuninni og Fóbos hættur að herja á þig með þá hræðslu. Meðferðin byggir á mjög vel rannsökuðum ferlum hegðunarsálfræði sem sýna að hræðsla sem er lærð er hægt að aflæra. Taugasálfræðin sýnir okkur svo hvernig framheilinn lærir sjálfkrafa að koma í veg fyrir hræðsluviðbrögð við því sem þú áður hræddist. Núvitund er önnur vísindalega studd aðferð og meðferð innan sálfræðinnar til að stjórna athyglinni áður en hræðslan tekur hana yfir og festir taugakerfið í vítahring hræðsluviðbragða. Núvitund þjálfar fyrst getuna til að beina athyglinni í burtu frá hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) sem skapar örygga upplifun svo hræðslan taki ekki yfir. Með getuna til að minnka þannig hræðsluviðbrögðin þegar þau verða of óþægileg er óhætt að beina athyglinni tímabundið að erfiðum hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) og öðlast þannig bæði sjálfvirka getu til að bregðast ekki við hræðslu, og innsæi hvaðan hræðslan kemur, hvernig hún virkar innra með manni og hvað gerist þegar hún hverfur. Hræðslukerfið okkar er mjög hjálplegur þjónn, en hræðilegt yfirvald. Óska þér öryggis til að sækja frelsið þitt frá Fóbos og lifa frjálsari og í meiri friði. Höfundur er sálfræðinemi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar