Eldri borgarar fá lítið út úr kjarasamningunum Kári Jónasson skrifar 18. mars 2024 09:31 Nýlokið er gerð nýrra kjarasamninga fyrir stóran hluta félaga innan ASÍ sem kunnugt er. Þessir kjarasamningar eiga að marka tímamót að mati þeirra sem að þeim standa, einkum fyrir barnafjölskyldur, og svo bættist ræstingafólk reyndar í hópinn á síðustu metrunum. En kíkjum nú aðeins á innihald samninganna, með tilliti til stöðu eldri borgara. Samkvæmt nýjustu tölum eru hér á landi um 50 þúsund manns 67 ára og eldri. Margir þeirra láta af störfum á þeim aldri, en sumir halda áfram til sjötugs. Þá er talið að um 3 % þeirra sem eru 70 ára og eldri stundi launuð störf. Ekkert fyrir 50 þúsund manns Við ljótum að fagna því að að samið hefur verið um kaup og kjör fyrir á annað hundrað félagsmanna innan ASÍ en við nánari skoðun kemur í ljós að lítið fer fyrir því að rétta hlut stórs hluta landsmanna. Þar á ég við eldri borgara. Öll munum við njóta lægri vaxta og minnkandi verðbólgu, og margir sjá fyrir sér bjartari tíma varðandi húsnæðismál. En ég hef ekki komið auga eitt einasta atriði sem snýr sérstaklega að þessum stóra hópi landsmanna – fimmtíu þúsund manns. Nú er það svo að fyrir þessa kjarasamninga var rætt við fulltrúa verkalýðssamtaka og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að muna nú eftir "garminum honum Katli", en það hefur greinilega ekki borið árangur. Eldri borgarar eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, og verða bara að taka því sem þeim er skammtað úr hnefa. Það eru allt of margir í okkar hópi sem sannarlega ættu betra skilið, en líka margir sem hafa vel til hnífs og skeiðar. Hvað er til ráða. Öflug mótmæli - í anda óánægðra evrópskra bænda- fleiri fundarályktanir - eða bara sitja með hendur í skauti. Já ég spyr. Eldri borgarar ódýrt vinnuafl Þegar menn ná 70 ára aldri hætta þeir að greiða í lífeyrissjóð, þótt þeir haldi áfram að vinna. Á sama tíma hætta vinnuveitendur að greiða mótframlag sitt fyrir viðkomandi starfsmann, og spara sér þannig ákveðna upphæð. Það virðist sanngirnismál að þessum reglum verði breytt. Það er sérstakur taxti fyrir unglinga hjá mörgum félögum, hversvegna ekki sérstakan taxta fyrir þá sem eru 70 ára og eldri. ? Þá mætti líka hugsa sér að greitt yrði aukalega í séreignasjóði, svo dæmi sé tekið Hvað er til ráða? Svo virðist sem litlar líkur sé á því að hlutur eldri borgara verði réttur í þeirri kjarasamningabylgju sem nú gengur yfir, en við skulum þó ekki gefa upp vonina. Enn hafa mörg lítil félög ekki gengið frá nýjum samningum og svo er allur ríkis og sveitastjórnargeirinn eftir, og kannski vakna einhverjir forystumenn innan raða BHM og BSRB. Eigum við ekki bara að vona það.! Þá er nýr ráðherra í fjármálaráðuneytinu og kannski ná eldri borgarar eyrum hans við fjárlagagerðina, sem er handan við hornið. Ef ekkert breytist neyðast eldri borgarar kannski til að efna til áhrifaríkra mótmæla, því það virðist vera útséð um að ná nokkrum árangri með sífelldum ályktunum, viðtölum við verkalýðsforingja og stjórnmálamenn og öflugum málflutningi. Enn á ný er minnt á að fulltrúar eldri borgara eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, en það myndi breyta miklu ef svo væri. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Kjaraviðræður 2023-24 Eldri borgarar Kjaramál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Nýlokið er gerð nýrra kjarasamninga fyrir stóran hluta félaga innan ASÍ sem kunnugt er. Þessir kjarasamningar eiga að marka tímamót að mati þeirra sem að þeim standa, einkum fyrir barnafjölskyldur, og svo bættist ræstingafólk reyndar í hópinn á síðustu metrunum. En kíkjum nú aðeins á innihald samninganna, með tilliti til stöðu eldri borgara. Samkvæmt nýjustu tölum eru hér á landi um 50 þúsund manns 67 ára og eldri. Margir þeirra láta af störfum á þeim aldri, en sumir halda áfram til sjötugs. Þá er talið að um 3 % þeirra sem eru 70 ára og eldri stundi launuð störf. Ekkert fyrir 50 þúsund manns Við ljótum að fagna því að að samið hefur verið um kaup og kjör fyrir á annað hundrað félagsmanna innan ASÍ en við nánari skoðun kemur í ljós að lítið fer fyrir því að rétta hlut stórs hluta landsmanna. Þar á ég við eldri borgara. Öll munum við njóta lægri vaxta og minnkandi verðbólgu, og margir sjá fyrir sér bjartari tíma varðandi húsnæðismál. En ég hef ekki komið auga eitt einasta atriði sem snýr sérstaklega að þessum stóra hópi landsmanna – fimmtíu þúsund manns. Nú er það svo að fyrir þessa kjarasamninga var rætt við fulltrúa verkalýðssamtaka og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að muna nú eftir "garminum honum Katli", en það hefur greinilega ekki borið árangur. Eldri borgarar eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, og verða bara að taka því sem þeim er skammtað úr hnefa. Það eru allt of margir í okkar hópi sem sannarlega ættu betra skilið, en líka margir sem hafa vel til hnífs og skeiðar. Hvað er til ráða. Öflug mótmæli - í anda óánægðra evrópskra bænda- fleiri fundarályktanir - eða bara sitja með hendur í skauti. Já ég spyr. Eldri borgarar ódýrt vinnuafl Þegar menn ná 70 ára aldri hætta þeir að greiða í lífeyrissjóð, þótt þeir haldi áfram að vinna. Á sama tíma hætta vinnuveitendur að greiða mótframlag sitt fyrir viðkomandi starfsmann, og spara sér þannig ákveðna upphæð. Það virðist sanngirnismál að þessum reglum verði breytt. Það er sérstakur taxti fyrir unglinga hjá mörgum félögum, hversvegna ekki sérstakan taxta fyrir þá sem eru 70 ára og eldri. ? Þá mætti líka hugsa sér að greitt yrði aukalega í séreignasjóði, svo dæmi sé tekið Hvað er til ráða? Svo virðist sem litlar líkur sé á því að hlutur eldri borgara verði réttur í þeirri kjarasamningabylgju sem nú gengur yfir, en við skulum þó ekki gefa upp vonina. Enn hafa mörg lítil félög ekki gengið frá nýjum samningum og svo er allur ríkis og sveitastjórnargeirinn eftir, og kannski vakna einhverjir forystumenn innan raða BHM og BSRB. Eigum við ekki bara að vona það.! Þá er nýr ráðherra í fjármálaráðuneytinu og kannski ná eldri borgarar eyrum hans við fjárlagagerðina, sem er handan við hornið. Ef ekkert breytist neyðast eldri borgarar kannski til að efna til áhrifaríkra mótmæla, því það virðist vera útséð um að ná nokkrum árangri með sífelldum ályktunum, viðtölum við verkalýðsforingja og stjórnmálamenn og öflugum málflutningi. Enn á ný er minnt á að fulltrúar eldri borgara eiga ekki fulltrúa við kjarasamningaborðið, en það myndi breyta miklu ef svo væri. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður og leiðsögumaður.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun