Vannýtt tækifæri Kristín Fríða Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2024 08:00 Háskóli Íslands hefur farið fögrum orðum um áherslur sínar í umhverfis- og loftslagsmálum. Ein af fjórum áherslunum í stefnu skólans til 2026 snýr að „Sjálfbærni og fjölbreytileika.“ Þessu höfum við í Röskvu fagnað enda höfum við krafist þess að háskólinn taki þessum málum föstum tökum. Háskólinn getur haft gríðarleg áhrif út á við með sín tengsl við fjölmarga kima samfélagsins og er auk þess ein af fjölmennustu stofnunum landsins. Skólann sækja tæplega fjórtán þúsund stúdentar og þar starfa um tvö þúsund manns. Því er gríðarlega stórt sóknarfæri til að móta háskólaumhverfið þannig að stærri hópur fólks geti nýtt sér vistvænni samgöngumáta. Í sjálfbærniskýrslu HÍ 2022 er lögð áhersla á mikilvægi þess að sett séu metnaðarfull markmið og tímaáætlun í samgöngumálum sem auðveldar starfsfólki og nemendum að nota vistvæna samgöngumáta og innleiða hvata til að draga úr bílferðum. Þrátt fyrir þessa viðleitni kastaði háskólinn frá sér einstaklega góðu tækifæri til þess að skapa jákvæða hvata fyrir fólk til að nýta sér almenningssamgöngur þegar horfið var frá áformum um U-passa. U-passi að erlendri fyrirmynd er í grunninn ódýrt samgöngukort ætlað stúdentum og veitir aðgang að fjölbreyttum almenningssamgöngum sem og öðrum vistvænum ferðamátum á borð við deilibíla og rafskútur. Ýmsar útfærslur af slíkum pössum bjóðast til að mynda stúdentum víða í Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku og Noregi. Röskva hefur lengi barist fyrir því að teknir séu upp slíkir passar hér á landi og fulltrúar Röskvu hafa sótt málið hart á fjölda funda með háskólayfirvöldum, fulltrúum strætó og fleiri hagaðilum. Sigurinn virtist í höfn þegar rektor gaf fulltrúum Röskvu munnlegt loforð í mars í fyrra um að U-passi yrði tekinn upp áður en gjaldtaka hæfist á bílastæðum við skólann. Á háskólaþingi síðastliðinn janúar var útfærsla á U-passanum síðan kynnt, sem fæli í sér aðgang að Strætó fyrir 30.000 krónur á ári. Þrátt fyrir að sú útfærsla gangi ekki nógu langt, hefði hún þó verið skref í rétta átt. Því miður var fallið var frá þeim áformum vegna kostnaðar. Röskva telur ekki síður mikilvægt að komið sé til móts við þá hópa sem hafa hvorki aðgengi né gagn af þess lags almenningssamgöngum, svo sem fólk með hreyfihömlun og fólk á landsbyggðinni. Réttlát umskipti (e. just transition) þegar kemur að samgöngu- og umhverfismálum skipta höfuðmáli og það er lykilatriði að staðið sé rétt að stórtækum breytingum svo að þær hafi ekki hlutfallslega óhófleg áhrif á ákveðna hópa. Það að háskólinn hafi ekki fjárhagslega burði til að standa straum af kostnaði við verkefnið er afleiðing sinnuleysis stjórnvalda þegar kemur að fjármögnun skólans. Staðan er þó sú að umferðarþungi í Vatnsmýrinni verður hreinlega of mikill á næstu árum þegar nýr Landspítali verður tekinn í notkun og menntavísindasvið færir starfsemi sína í Vatnsmýrina samhlið frekari uppbyggingu á svæðinu. Ljóst er að ekki er hægt að fresta mótvægisaðgerðum frekar, þar sem umferðarþungi mun bara koma til með að aukast og lausum bílastæðum mun bara halda áfram að fækka. Röskva mun halda áfram að berjast fyrir bættu aðgengi stúdenta að fjölbreyttum samgöngum til að tryggja aðgengi, og þar með jafnrétti allra til náms. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Verkfræði- og Náttúruvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Umhverfismál Samgöngur Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands hefur farið fögrum orðum um áherslur sínar í umhverfis- og loftslagsmálum. Ein af fjórum áherslunum í stefnu skólans til 2026 snýr að „Sjálfbærni og fjölbreytileika.“ Þessu höfum við í Röskvu fagnað enda höfum við krafist þess að háskólinn taki þessum málum föstum tökum. Háskólinn getur haft gríðarleg áhrif út á við með sín tengsl við fjölmarga kima samfélagsins og er auk þess ein af fjölmennustu stofnunum landsins. Skólann sækja tæplega fjórtán þúsund stúdentar og þar starfa um tvö þúsund manns. Því er gríðarlega stórt sóknarfæri til að móta háskólaumhverfið þannig að stærri hópur fólks geti nýtt sér vistvænni samgöngumáta. Í sjálfbærniskýrslu HÍ 2022 er lögð áhersla á mikilvægi þess að sett séu metnaðarfull markmið og tímaáætlun í samgöngumálum sem auðveldar starfsfólki og nemendum að nota vistvæna samgöngumáta og innleiða hvata til að draga úr bílferðum. Þrátt fyrir þessa viðleitni kastaði háskólinn frá sér einstaklega góðu tækifæri til þess að skapa jákvæða hvata fyrir fólk til að nýta sér almenningssamgöngur þegar horfið var frá áformum um U-passa. U-passi að erlendri fyrirmynd er í grunninn ódýrt samgöngukort ætlað stúdentum og veitir aðgang að fjölbreyttum almenningssamgöngum sem og öðrum vistvænum ferðamátum á borð við deilibíla og rafskútur. Ýmsar útfærslur af slíkum pössum bjóðast til að mynda stúdentum víða í Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku og Noregi. Röskva hefur lengi barist fyrir því að teknir séu upp slíkir passar hér á landi og fulltrúar Röskvu hafa sótt málið hart á fjölda funda með háskólayfirvöldum, fulltrúum strætó og fleiri hagaðilum. Sigurinn virtist í höfn þegar rektor gaf fulltrúum Röskvu munnlegt loforð í mars í fyrra um að U-passi yrði tekinn upp áður en gjaldtaka hæfist á bílastæðum við skólann. Á háskólaþingi síðastliðinn janúar var útfærsla á U-passanum síðan kynnt, sem fæli í sér aðgang að Strætó fyrir 30.000 krónur á ári. Þrátt fyrir að sú útfærsla gangi ekki nógu langt, hefði hún þó verið skref í rétta átt. Því miður var fallið var frá þeim áformum vegna kostnaðar. Röskva telur ekki síður mikilvægt að komið sé til móts við þá hópa sem hafa hvorki aðgengi né gagn af þess lags almenningssamgöngum, svo sem fólk með hreyfihömlun og fólk á landsbyggðinni. Réttlát umskipti (e. just transition) þegar kemur að samgöngu- og umhverfismálum skipta höfuðmáli og það er lykilatriði að staðið sé rétt að stórtækum breytingum svo að þær hafi ekki hlutfallslega óhófleg áhrif á ákveðna hópa. Það að háskólinn hafi ekki fjárhagslega burði til að standa straum af kostnaði við verkefnið er afleiðing sinnuleysis stjórnvalda þegar kemur að fjármögnun skólans. Staðan er þó sú að umferðarþungi í Vatnsmýrinni verður hreinlega of mikill á næstu árum þegar nýr Landspítali verður tekinn í notkun og menntavísindasvið færir starfsemi sína í Vatnsmýrina samhlið frekari uppbyggingu á svæðinu. Ljóst er að ekki er hægt að fresta mótvægisaðgerðum frekar, þar sem umferðarþungi mun bara koma til með að aukast og lausum bílastæðum mun bara halda áfram að fækka. Röskva mun halda áfram að berjast fyrir bættu aðgengi stúdenta að fjölbreyttum samgöngum til að tryggja aðgengi, og þar með jafnrétti allra til náms. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Verkfræði- og Náttúruvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun