Eflum fjármálalæsi barna og ungmenna Bryndís Lára Halldórsdóttir skrifar 19. mars 2024 12:31 Nú þegar dregur úr notkun reiðufjár til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu er eðlilegt að erfiðara verði að skilja og ná utan um virði peninga og að fjármálalæsi minnki. Frammi fyrir þessari áskorun stöndum við með börnunum okkar. Í grunninn snýst fjármálalæsi um að átta sig á að við þénum ákveðið mikið, notum hluta af því og getum lagt það sem eftir er fyrir og hvernig við höfum stjórn á þessu ferli. Með því að fólk notar reiðufé í minna mæli minnkar tilfinningin fyrir því hvað vara eða þjónusta kostar. Við viljum kenna börnunum okkar að fara með peninga, skilja muninn á því sem þau þarfnast og því sem þau langar í, hvernig þau geta sparað og hvernig þau geta notað sparnaðinn. Það geta verið smærri markmið á borð við að safna fyrir fötum, tækjum eða ferðalagi, eða langtímamarkmið eins og að safna fyrir fasteign eða að prófa sig áfram með fjárfestingar, t.a.m. að stofna sparnað í sjóðum eða til að hjálpa öðrum. Við viljum kenna þeim að taka ábyrgð og að skilja að þegar þau hafa klárað peninginn þá sé hann búinn og að vinna þurfi sér inn meiri peninga. Að mínu mati er besta leiðin til að læra á peninga að fá frá unga aldri að prófa sig áfram með stuðningi foreldra eða forráðamanna. Vikupeningur og vasapeningar Ein leið til að ýta undir fjármálalæsi barna okkar er að gefa þeim vikupeninga sem er peningur sem á að duga þeim á umsömdu tímabili. Upphæð og tími eru háð aldri og þroska barns. Svo má nýta tækifærið til að útskýra að ef eitthvað er eftir í lok tímabilsins þá geti þau lagt þá upphæð til hliðar á sparnaðarreikning og safnað sér fyrir einhverju stærra, eins og leik Playstation eða jafnvel sett sér það að markmiði fyrir fram að eiga afgang til þess að leggja fyrir. Með tíð og tíma er markmiðið að barnið læri að forgangsraða og ákveða hvernig það nýtir fjármuni. Önnur leið er að setja börnum einföld verkefni sem samræmast aldri og þroska í skiptum fyrir vasapeninga. Sniðugt getur verið að ákveðin verkefni heimilisins, t.d. að ganga frá eftir matartíma eða fara út með ruslið séu verkefni sem allir sinni, meðan sé hægt að fá auka vasapening fyrir að sinna öðrum verkefnum, eins og að fara út að ganga með hundinn, taka til í herberginu sínu eða ryksuga. Markmiðið er þá að börnin læri að vinna sér inn peninga og nota á ábyrgan hátt. Munurinn á að vanta og langa Eitt það fyrsta sem við getum kennt börnunum okkar er munurinn á því að langa í eitthvað og að þurfa á einhverju að halda og að forgangsraða því sem okkur vantar í raun. Þarfir okkar eru nokkuð stöðugar sama hvaða æviskeiði við erum á, en langanir breytast meira með árunum. Börn líta upp til foreldra sinna svo þetta er líka kjörið tækifæri til að sýna gott fordæmi. Útskýrum fyrir þeim að við séum að safna okkur fyrir einhverju og látum þau vita þegar markmiðinu er náð. Einnig er hægt að leika sér með þetta og fara með þeim um heimilið og velta vöngum yfir hvað það sé sem fjölskylda þarf á að halda og hvað séu þægindi eða skemmtilegt að eiga. Svo þegar börnin okkar tala um að þau langi í eitthvað nýtt er líka tilvalið að fara yfir það með þeim hvort þau langi í nýjan hlut eða þurfi á honum að halda og aðstoða þau við að taka ákvörðun út frá því. Með því að kenna börnunum okkar að skilja virði og fara með peninga strax í æsku eflum við þau til framtíðar og ýtum undir að þau verði vel í stakk búin til að taka stærri og viðameiri fjárhagsákvarðanir þegar fram líða stundir. Höfundur er vörueigandi fyrir unga viðskiptavini hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Nú þegar dregur úr notkun reiðufjár til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu er eðlilegt að erfiðara verði að skilja og ná utan um virði peninga og að fjármálalæsi minnki. Frammi fyrir þessari áskorun stöndum við með börnunum okkar. Í grunninn snýst fjármálalæsi um að átta sig á að við þénum ákveðið mikið, notum hluta af því og getum lagt það sem eftir er fyrir og hvernig við höfum stjórn á þessu ferli. Með því að fólk notar reiðufé í minna mæli minnkar tilfinningin fyrir því hvað vara eða þjónusta kostar. Við viljum kenna börnunum okkar að fara með peninga, skilja muninn á því sem þau þarfnast og því sem þau langar í, hvernig þau geta sparað og hvernig þau geta notað sparnaðinn. Það geta verið smærri markmið á borð við að safna fyrir fötum, tækjum eða ferðalagi, eða langtímamarkmið eins og að safna fyrir fasteign eða að prófa sig áfram með fjárfestingar, t.a.m. að stofna sparnað í sjóðum eða til að hjálpa öðrum. Við viljum kenna þeim að taka ábyrgð og að skilja að þegar þau hafa klárað peninginn þá sé hann búinn og að vinna þurfi sér inn meiri peninga. Að mínu mati er besta leiðin til að læra á peninga að fá frá unga aldri að prófa sig áfram með stuðningi foreldra eða forráðamanna. Vikupeningur og vasapeningar Ein leið til að ýta undir fjármálalæsi barna okkar er að gefa þeim vikupeninga sem er peningur sem á að duga þeim á umsömdu tímabili. Upphæð og tími eru háð aldri og þroska barns. Svo má nýta tækifærið til að útskýra að ef eitthvað er eftir í lok tímabilsins þá geti þau lagt þá upphæð til hliðar á sparnaðarreikning og safnað sér fyrir einhverju stærra, eins og leik Playstation eða jafnvel sett sér það að markmiði fyrir fram að eiga afgang til þess að leggja fyrir. Með tíð og tíma er markmiðið að barnið læri að forgangsraða og ákveða hvernig það nýtir fjármuni. Önnur leið er að setja börnum einföld verkefni sem samræmast aldri og þroska í skiptum fyrir vasapeninga. Sniðugt getur verið að ákveðin verkefni heimilisins, t.d. að ganga frá eftir matartíma eða fara út með ruslið séu verkefni sem allir sinni, meðan sé hægt að fá auka vasapening fyrir að sinna öðrum verkefnum, eins og að fara út að ganga með hundinn, taka til í herberginu sínu eða ryksuga. Markmiðið er þá að börnin læri að vinna sér inn peninga og nota á ábyrgan hátt. Munurinn á að vanta og langa Eitt það fyrsta sem við getum kennt börnunum okkar er munurinn á því að langa í eitthvað og að þurfa á einhverju að halda og að forgangsraða því sem okkur vantar í raun. Þarfir okkar eru nokkuð stöðugar sama hvaða æviskeiði við erum á, en langanir breytast meira með árunum. Börn líta upp til foreldra sinna svo þetta er líka kjörið tækifæri til að sýna gott fordæmi. Útskýrum fyrir þeim að við séum að safna okkur fyrir einhverju og látum þau vita þegar markmiðinu er náð. Einnig er hægt að leika sér með þetta og fara með þeim um heimilið og velta vöngum yfir hvað það sé sem fjölskylda þarf á að halda og hvað séu þægindi eða skemmtilegt að eiga. Svo þegar börnin okkar tala um að þau langi í eitthvað nýtt er líka tilvalið að fara yfir það með þeim hvort þau langi í nýjan hlut eða þurfi á honum að halda og aðstoða þau við að taka ákvörðun út frá því. Með því að kenna börnunum okkar að skilja virði og fara með peninga strax í æsku eflum við þau til framtíðar og ýtum undir að þau verði vel í stakk búin til að taka stærri og viðameiri fjárhagsákvarðanir þegar fram líða stundir. Höfundur er vörueigandi fyrir unga viðskiptavini hjá Íslandsbanka.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun