Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 19. mars 2024 19:05 Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu. Vísir/Vilhelm Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu segir stöðuna á byggingu varnargarðanna góða. „Við erum aðallega að vinna núna vestan við bæinn í varnargörðunum sem koma í beinu framhaldi af görðunum sem beindu hrauninu vestur fyrir bæinn í eldgosinu í janúar.“ Hann segir að þunginn að flotanum vinni nú að byggingu tveggja varnargarða. Annar þeirra fylgi Nesveginum og hinn verji ratsjárstöðina og fjarskiptastöðina. „Þar á milli verður nokkuð umfangsmikil lægð sem við áformum að taki við hraunrennsli ef það kemur hérna megin.“ Fólk hafði áhyggjur af Suðurstrandarveginum á tímabili, hvernig lítur það út? „Það lítur ágætlega út eins og staðan er núna. Hraunið er allt að safnast fyrir þarna upp frá en svo vitum við ekkert. Ef þetta fer að halda áfram þá getur þetta auðvitað farið að labba sér áfram þarna niður eftir. Það er bara staða sem við verðum að bíða eftir og sjá hvað gerist,“ segir Jón Haukur. Samhliða þeirri vinnu er verið að leggja nýjan Grindavíkurveg sem krækir fyrir hraunið sem rann í janúar og kemur upp í náttúrulega hækkun milli áðurnefndra varnargarða. „Þannig verður það vonandi til frambúðar, að vegurinn fer um þennan lágpunkt og hækkar sig síðan upp á milli varnargarðanna og inn í bæinn. Þannig losnum við við það að þurfa að vera með tækjaflotann alltaf standandi yfir þessu ef það kemur til einhvers atburðar.“ Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu segir stöðuna á byggingu varnargarðanna góða. „Við erum aðallega að vinna núna vestan við bæinn í varnargörðunum sem koma í beinu framhaldi af görðunum sem beindu hrauninu vestur fyrir bæinn í eldgosinu í janúar.“ Hann segir að þunginn að flotanum vinni nú að byggingu tveggja varnargarða. Annar þeirra fylgi Nesveginum og hinn verji ratsjárstöðina og fjarskiptastöðina. „Þar á milli verður nokkuð umfangsmikil lægð sem við áformum að taki við hraunrennsli ef það kemur hérna megin.“ Fólk hafði áhyggjur af Suðurstrandarveginum á tímabili, hvernig lítur það út? „Það lítur ágætlega út eins og staðan er núna. Hraunið er allt að safnast fyrir þarna upp frá en svo vitum við ekkert. Ef þetta fer að halda áfram þá getur þetta auðvitað farið að labba sér áfram þarna niður eftir. Það er bara staða sem við verðum að bíða eftir og sjá hvað gerist,“ segir Jón Haukur. Samhliða þeirri vinnu er verið að leggja nýjan Grindavíkurveg sem krækir fyrir hraunið sem rann í janúar og kemur upp í náttúrulega hækkun milli áðurnefndra varnargarða. „Þannig verður það vonandi til frambúðar, að vegurinn fer um þennan lágpunkt og hækkar sig síðan upp á milli varnargarðanna og inn í bæinn. Þannig losnum við við það að þurfa að vera með tækjaflotann alltaf standandi yfir þessu ef það kemur til einhvers atburðar.“
Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira