Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2024 19:37 Á morgun er hálfur mánuður frá því forystufólk breiðfylkingar stéttarfélaga og Fagfélögin skrifuðu undir kjarasamninga til fjögurra ára. Markmið samninganna er að ná niður verðbólgu og vöxtum. Vísir/Vilhelm Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. Meginvextir Seðlabankans hafa verið fastir í 9,25 prósentum frá því í lok ágúst í fyrra og verðbólga hefur einungis minnkað um eitt prósentustig síðan þá. Nýgerðum kjarasamingum fyrir nær allan almenna vinnumarkaðinn með hófsömum launahækkunum næstu fjögur árin er ætlað að vinna á verðbólgunni og þar með skapa forsendur fyrir lækkun vaxta. Það hefur því sjálfsagt valdið mörgum vonbrigðum að Seðlabankinn skyldi ekki lækka meginvexti sína í dag og ákveðið að halda þeim óbreyttum í 9,25 prósentum. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að verðbólga hafi lækkað lítillega í febrúar, hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn yfir markmiði eins og verðbólguvæntingarnar, sem gæti bent til að verðbólga verði enn þrálát. Einnig gætu aðgerðir í ríkisfjármálum aukið eftirspurn og verðbólguþrýsting. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mikilvægt að fyrirtæki velti ekki launahækkunum út í verðlagið. Allir verði að leggjast á eitt um að ná niður verðbólgunni svo hægt verði að lækka vexti.Stöð 2/Arnar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir fleira þurfa að koma til en hófsama kjarasamninga á almenna markaðnum. Enn eigi eftir að semja við tugþúsundir opinberra starfsmanna og ríkisstjórnin eigi eftir að birta fjármálaáætlun sína. Þá þurfi fyrirtækin að axla sína ábyrgð. Eru vísbendingar um að atvinnulífið ætli að setja þessar launahækkanir beint út í verðlagið? „Ég veit það ekki en það var alla vega það sem gerðist síðast,” áréttar Ásgeir. Seðlabankinn hafi það verkefni að ná verðbólgunni niður sem væri alger forsenda þess að lækka vexti. Vonandi sjáist merki þess á næstu vikum og mánuðum. „Við álítum að við séum að styðja við þessa samninga með því að ná verðstöðugleika. Tryggja að við getum þá lækkað vexti vel og mynduglega þegar rétti tíminn kemur,“ segir seðlabankastjóri. Á þessari mynd sést þróun vaxta og verðbólgu frá árinu 2020. Í dag eru meginvextir Seðlabankans 9,25 prósent og verðbólgan er 6,6 prósent. Raunvextir eru því 2,65 prósent.Grafík/Sara Gríðarlegur hagvöxtur hefur verið á undanförnum þremur árum. Íslendingar ná engan veginn að anna eftirspurn eftir vinnuafli og hingað koma tugir þúsunda til að vinna. Þetta þrýstir á húsnæðismarkaðinn og raunar alla innviði landsins eins og heilbrigðiskerfi og menntakerfi. „Það er margt jákvætt að gerast í þessu landi. Þrátt fyrir allt erum við frumkvöðlaþjóð. Það eru greinar sem hafa vaxið mjög hratt eins og til dæmis ferðaþjónustan. Við höfum líka verið að taka við mjög miklu erlendu vinnuafli. En það er bara mjög erfitt að ætla að vaxa svona hratt,” segir Ásgeir. Þjóðina standi því frammi fyrir miklum áskorunum. „Við erum á réttri leið. Þetta er að takast hjá okkur. Við erum að ná verðbólgu niður. Mér finnst hugsunin í kjarasamningunum mjög góð. Mér finnst aðilar vinnumarkaðarins vera að hugsa um rétta hluti. Þetta er langtíma samningur. Það skiptir okkur máli að þetta gangi eftir eins og markmiðin eru og ég trúi því að við séum að ná utanum vandann sem þjóð,” segir Ásgeir Jónsson. Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur ASÍ Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Eflingarfólk samþykkir kjarasamning með miklum meirihluta Um 76 prósent þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddi atkvæði um Stöðugleikasamninginn svokalla greiddi atkvæði með samþykkt samningsins. Um 13 prósent greiddi atkvæði gegn samþykkt samningsins og 10 prósent skilaði auðu. Kosningaþátttakan var tíu prósent. 20. mars 2024 12:29 Verðbólga enn of mikil til að lækka vexti að mati Seðlabanka Björninn er ekki unninn í baráttunni við verðbólguna þótt samið hafi verið um hóflegar launahækkanir að mati Seðlabankans. Enn þurfi að draga úr þenslu og tryggja að launahækkunum verði ekki velt út í verðlagið. 20. mars 2024 12:03 Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. 20. mars 2024 10:22 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans hafa verið fastir í 9,25 prósentum frá því í lok ágúst í fyrra og verðbólga hefur einungis minnkað um eitt prósentustig síðan þá. Nýgerðum kjarasamingum fyrir nær allan almenna vinnumarkaðinn með hófsömum launahækkunum næstu fjögur árin er ætlað að vinna á verðbólgunni og þar með skapa forsendur fyrir lækkun vaxta. Það hefur því sjálfsagt valdið mörgum vonbrigðum að Seðlabankinn skyldi ekki lækka meginvexti sína í dag og ákveðið að halda þeim óbreyttum í 9,25 prósentum. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að verðbólga hafi lækkað lítillega í febrúar, hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn yfir markmiði eins og verðbólguvæntingarnar, sem gæti bent til að verðbólga verði enn þrálát. Einnig gætu aðgerðir í ríkisfjármálum aukið eftirspurn og verðbólguþrýsting. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mikilvægt að fyrirtæki velti ekki launahækkunum út í verðlagið. Allir verði að leggjast á eitt um að ná niður verðbólgunni svo hægt verði að lækka vexti.Stöð 2/Arnar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir fleira þurfa að koma til en hófsama kjarasamninga á almenna markaðnum. Enn eigi eftir að semja við tugþúsundir opinberra starfsmanna og ríkisstjórnin eigi eftir að birta fjármálaáætlun sína. Þá þurfi fyrirtækin að axla sína ábyrgð. Eru vísbendingar um að atvinnulífið ætli að setja þessar launahækkanir beint út í verðlagið? „Ég veit það ekki en það var alla vega það sem gerðist síðast,” áréttar Ásgeir. Seðlabankinn hafi það verkefni að ná verðbólgunni niður sem væri alger forsenda þess að lækka vexti. Vonandi sjáist merki þess á næstu vikum og mánuðum. „Við álítum að við séum að styðja við þessa samninga með því að ná verðstöðugleika. Tryggja að við getum þá lækkað vexti vel og mynduglega þegar rétti tíminn kemur,“ segir seðlabankastjóri. Á þessari mynd sést þróun vaxta og verðbólgu frá árinu 2020. Í dag eru meginvextir Seðlabankans 9,25 prósent og verðbólgan er 6,6 prósent. Raunvextir eru því 2,65 prósent.Grafík/Sara Gríðarlegur hagvöxtur hefur verið á undanförnum þremur árum. Íslendingar ná engan veginn að anna eftirspurn eftir vinnuafli og hingað koma tugir þúsunda til að vinna. Þetta þrýstir á húsnæðismarkaðinn og raunar alla innviði landsins eins og heilbrigðiskerfi og menntakerfi. „Það er margt jákvætt að gerast í þessu landi. Þrátt fyrir allt erum við frumkvöðlaþjóð. Það eru greinar sem hafa vaxið mjög hratt eins og til dæmis ferðaþjónustan. Við höfum líka verið að taka við mjög miklu erlendu vinnuafli. En það er bara mjög erfitt að ætla að vaxa svona hratt,” segir Ásgeir. Þjóðina standi því frammi fyrir miklum áskorunum. „Við erum á réttri leið. Þetta er að takast hjá okkur. Við erum að ná verðbólgu niður. Mér finnst hugsunin í kjarasamningunum mjög góð. Mér finnst aðilar vinnumarkaðarins vera að hugsa um rétta hluti. Þetta er langtíma samningur. Það skiptir okkur máli að þetta gangi eftir eins og markmiðin eru og ég trúi því að við séum að ná utanum vandann sem þjóð,” segir Ásgeir Jónsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur ASÍ Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Eflingarfólk samþykkir kjarasamning með miklum meirihluta Um 76 prósent þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddi atkvæði um Stöðugleikasamninginn svokalla greiddi atkvæði með samþykkt samningsins. Um 13 prósent greiddi atkvæði gegn samþykkt samningsins og 10 prósent skilaði auðu. Kosningaþátttakan var tíu prósent. 20. mars 2024 12:29 Verðbólga enn of mikil til að lækka vexti að mati Seðlabanka Björninn er ekki unninn í baráttunni við verðbólguna þótt samið hafi verið um hóflegar launahækkanir að mati Seðlabankans. Enn þurfi að draga úr þenslu og tryggja að launahækkunum verði ekki velt út í verðlagið. 20. mars 2024 12:03 Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. 20. mars 2024 10:22 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Sjá meira
Eflingarfólk samþykkir kjarasamning með miklum meirihluta Um 76 prósent þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddi atkvæði um Stöðugleikasamninginn svokalla greiddi atkvæði með samþykkt samningsins. Um 13 prósent greiddi atkvæði gegn samþykkt samningsins og 10 prósent skilaði auðu. Kosningaþátttakan var tíu prósent. 20. mars 2024 12:29
Verðbólga enn of mikil til að lækka vexti að mati Seðlabanka Björninn er ekki unninn í baráttunni við verðbólguna þótt samið hafi verið um hóflegar launahækkanir að mati Seðlabankans. Enn þurfi að draga úr þenslu og tryggja að launahækkunum verði ekki velt út í verðlagið. 20. mars 2024 12:03
Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. 20. mars 2024 10:22
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels