Næstbestur í heimi í CrossFit Open en ætlar að fella risann af stallinum í haust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2024 10:30 Breki Þórðarson hefur sett stefnuna á heimsmeistaratitil í haust. @brekibjola Íslenski CrossFit kappinn Breki Þórðarson fagnar góðum árangri sínum í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Þriðju og síðustu vikunni af CrossFit Open er lokið og allir þátttakendur hafa skilað inn sínum æfingum. Breki var með á síðustu heimsleikum en hann keppir í flokki fatlaðra. Hann endaði í fimmta sæti í sínum flokki á heimsleikunum en byrjað nýtt tímabil af krafti. Breki náð næstbestum árangri í heimi í sínum fötlunarflokki og heldur því áfram að hækka sig. Hann varð fjórði besti á CrossFit Open í fyrra og í ellefta sætinu á sínu fyrsta CrossFit Open árið 2022. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „The Open er nú að baki og ég náði mínum besta árangri frá upphafi með því að taka annað sætið. Mjög ánægður með það,“ skrifaði Breki Þórðarson á samfélagsmiðla sína. „Ég hef verið frekar stefnulaus í æfingum mínum síðustu mánuði. Eftir að ég náði markmiðum mínum að komast inn á heimsleikana þá var ég ekki viss um hvert næstu skref yrðu hjá mér,“ skrifaði Breki. „Ég hef aftur á móti ákveðið það núna að setja það sem mitt markmið að fella risann Casey Acree af stalli. Hann hefur kennt mér svo mikið um þessa íþrótt en ég ætla að vinna hann og verða sá hraustasti í heimi í september,“ skrifaði Breki. „Ég þarf auðvitað að byrja á því að komast á heimsleikana. Ég ætla því að byrja á því að einbeita mér að því,“ skrifaði Breki. Það má sjá færslu hans hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Breki Þo rðarson (@brekibjola) CrossFit Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Þriðju og síðustu vikunni af CrossFit Open er lokið og allir þátttakendur hafa skilað inn sínum æfingum. Breki var með á síðustu heimsleikum en hann keppir í flokki fatlaðra. Hann endaði í fimmta sæti í sínum flokki á heimsleikunum en byrjað nýtt tímabil af krafti. Breki náð næstbestum árangri í heimi í sínum fötlunarflokki og heldur því áfram að hækka sig. Hann varð fjórði besti á CrossFit Open í fyrra og í ellefta sætinu á sínu fyrsta CrossFit Open árið 2022. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „The Open er nú að baki og ég náði mínum besta árangri frá upphafi með því að taka annað sætið. Mjög ánægður með það,“ skrifaði Breki Þórðarson á samfélagsmiðla sína. „Ég hef verið frekar stefnulaus í æfingum mínum síðustu mánuði. Eftir að ég náði markmiðum mínum að komast inn á heimsleikana þá var ég ekki viss um hvert næstu skref yrðu hjá mér,“ skrifaði Breki. „Ég hef aftur á móti ákveðið það núna að setja það sem mitt markmið að fella risann Casey Acree af stalli. Hann hefur kennt mér svo mikið um þessa íþrótt en ég ætla að vinna hann og verða sá hraustasti í heimi í september,“ skrifaði Breki. „Ég þarf auðvitað að byrja á því að komast á heimsleikana. Ég ætla því að byrja á því að einbeita mér að því,“ skrifaði Breki. Það má sjá færslu hans hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. View this post on Instagram A post shared by Breki Þo rðarson (@brekibjola)
CrossFit Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira