Þverneitar að hafa freistast til að fegra ferilskrána Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2024 06:11 Það stendur ekki á Höllu að svara spurningum um námsferil sinn. Hún sé stolt af náminu sínu og störfum og meira en tilbúin til að ræða þau við hvern sem er. „Alls ekki! Því skyldi ég gera það?“ svarar Halla Tómasdóttir athafnamanneskja og forsetaframbjóðandi ákveðið, spurð að því hvort hún hafi freistast til þess að fegra ferilskrána. Tilefni spurningarinnar eru vangaveltur á samfélagsmiðlum og ábendingar sem bárust fréttastofu þess efnis að það væri maðkur í mysu Höllu og að hún hefði orðið tvísaga um námsferil sinn. „Nei, hún er bara mjög sterk og stendur alveg fyrir sínu,“ ítrekar Halla um ferilskrána og bætir því strax við að hún fagni því að náms- og starfsferill hennar sé rýndur í þaula. Það sem þykir orka tvímælis er að í viðtölum hefur Halla ýmist verið sögð hafa útskrifast frá Auburn University í Alabama eða frá Auburn University at Montgomery. Þegar greint var frá því að hún hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs árið 2006 var til að mynda talað um Auburn University at Montgomery í fjölmiðlum en í viðtölum í kringum forsetaframboð Höllu árið 2016 um Auburn University. Sama stjórn er yfir skólunum en þeir eru engu að síður aðskildar rekstrareiningar og Auburn University þykir nokkuð virðuglegri en hinn; hann hefur verið í 90. til 110. sæti á listum yfir bestu háskóla Bandaríkjanna og í 500. til 600. sæti á listum yfir bestu háskóla heims. Auburn University at Montgomery ratar hins vegar ekki á lista yfir höfuð og þá er töluverður munur á inntökuhlutfallinu en yfir 90 prósent umsækjenda komast inn í Auburn University at Montgomery á meðan aðeins um 45 prósent komast inn í Auburn University. Það hjálpar heldur ekki til að þar til í gær, eftir að fréttastofu sendi Höllu skriflega fyrirspurn, stóð á námsferilskrá Höllu á LinkedIn að hún hefði útskrifast frá Auburn University. Námið betra og fótboltinn evrópskur! „Ég hef örugglega alltaf sagt Auburn University Montgomery af því að ég er mjög stolt af því að hafa verið þar; ég var framkvæmdastjóri fyrir fótboltaliðið og er bara mjög stolt af þeim skóla. Þeir voru eiginlega fyrstir til að vera með ekki amerískan fótbolta heldur evrópskan fótbolta,“ segir Halla og þverneitar fyrir að hafa gefið það viljandi í skyn að hún hafi útskrifast úr hinum skólanum. Hins vegar gerist það að menn sleppa einfaldlega „Montgomery“, haldi að það sé bara staðsetningin og láti liggja á milli hluta. Netverjar hafa gert sér mat úr því að Halla hafi ýmist sagst vera með MIM gráðu eða MBA gráðu frá Thunderbird School of Global Management. Halla segir ástæðuna einfalda; nafninu á náminu hafi einfaldlega verið breytt og öllum sem höfðu útskrifast með MIM verið sent nýtt prófskírteini.Getty „Ég hef ekkert verið að reyna að segja að ég hafi verið í Auburn University frekar en Auburn University at Montgomery. Á öllum mínum ferilskrám og alls staðar hef ég alltaf haft það,“ segir Halla. En hvað þá með LinkedIn? „Hólmfríður, ég er nú bara svo tæknilega léleg að þegar ég gerði þessa LinkedIn síðu, sem er örugglega fyrir fimmtán árum síðan, þá var Auburn University at Montgomery ekki kominn inn sem valkostur og ég hafði bara ekki kíkt á þetta aftur síðan. Ég er ekkert að reyna að tengjast öðrum skóla en ef þú vilt setja tenginguna við skólann eða vinnustað, þá þarf hann að vera til í kerfinu.“ Halla er mjög viljug til svara og spyr ítrekað hvort það sé eitthvað fleira sem blaðamanni leikur forvitni á að vita. Þá er henni mjög í mun að halda uppi heiðri Auburn University at Montgomery, sem hún segir alls ekkert síðri skóla þegar blaðamaður reynir að halda því fram. Auburn University at Montgomery hafi verið metinn betri í stjórnun og mannauðssmálum, sem var það nám sem Halla stundaði, en auk þess hafi skólinn haft annað umfram systurskólann. „Ég hef aldrei haft neina ástæðu til að tengja mig frekar við Auburn en Auburn University at Montgomery. Ég held að ég hafi flutt nokkra tugi einstaklinga þar inn til að læra og spila fótbolta og er bara mjög stolt af því,“ segir hún glaðlega. Auburn University hafi aðeins boðið upp á amerískan bolta og það hafi ekki heillað. Halla segir ekki annars að vænta í „lágtraustssamfélagi“ en að þess sé freistað að grafa undan forsetaframbjóðendum. „Ég bara fagna því að það sé haft samband við mann og maður fái að segja sjálfur frá frekar en að það sé kannski einhver orðrómur sem er farið eftir.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Tilefni spurningarinnar eru vangaveltur á samfélagsmiðlum og ábendingar sem bárust fréttastofu þess efnis að það væri maðkur í mysu Höllu og að hún hefði orðið tvísaga um námsferil sinn. „Nei, hún er bara mjög sterk og stendur alveg fyrir sínu,“ ítrekar Halla um ferilskrána og bætir því strax við að hún fagni því að náms- og starfsferill hennar sé rýndur í þaula. Það sem þykir orka tvímælis er að í viðtölum hefur Halla ýmist verið sögð hafa útskrifast frá Auburn University í Alabama eða frá Auburn University at Montgomery. Þegar greint var frá því að hún hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs árið 2006 var til að mynda talað um Auburn University at Montgomery í fjölmiðlum en í viðtölum í kringum forsetaframboð Höllu árið 2016 um Auburn University. Sama stjórn er yfir skólunum en þeir eru engu að síður aðskildar rekstrareiningar og Auburn University þykir nokkuð virðuglegri en hinn; hann hefur verið í 90. til 110. sæti á listum yfir bestu háskóla Bandaríkjanna og í 500. til 600. sæti á listum yfir bestu háskóla heims. Auburn University at Montgomery ratar hins vegar ekki á lista yfir höfuð og þá er töluverður munur á inntökuhlutfallinu en yfir 90 prósent umsækjenda komast inn í Auburn University at Montgomery á meðan aðeins um 45 prósent komast inn í Auburn University. Það hjálpar heldur ekki til að þar til í gær, eftir að fréttastofu sendi Höllu skriflega fyrirspurn, stóð á námsferilskrá Höllu á LinkedIn að hún hefði útskrifast frá Auburn University. Námið betra og fótboltinn evrópskur! „Ég hef örugglega alltaf sagt Auburn University Montgomery af því að ég er mjög stolt af því að hafa verið þar; ég var framkvæmdastjóri fyrir fótboltaliðið og er bara mjög stolt af þeim skóla. Þeir voru eiginlega fyrstir til að vera með ekki amerískan fótbolta heldur evrópskan fótbolta,“ segir Halla og þverneitar fyrir að hafa gefið það viljandi í skyn að hún hafi útskrifast úr hinum skólanum. Hins vegar gerist það að menn sleppa einfaldlega „Montgomery“, haldi að það sé bara staðsetningin og láti liggja á milli hluta. Netverjar hafa gert sér mat úr því að Halla hafi ýmist sagst vera með MIM gráðu eða MBA gráðu frá Thunderbird School of Global Management. Halla segir ástæðuna einfalda; nafninu á náminu hafi einfaldlega verið breytt og öllum sem höfðu útskrifast með MIM verið sent nýtt prófskírteini.Getty „Ég hef ekkert verið að reyna að segja að ég hafi verið í Auburn University frekar en Auburn University at Montgomery. Á öllum mínum ferilskrám og alls staðar hef ég alltaf haft það,“ segir Halla. En hvað þá með LinkedIn? „Hólmfríður, ég er nú bara svo tæknilega léleg að þegar ég gerði þessa LinkedIn síðu, sem er örugglega fyrir fimmtán árum síðan, þá var Auburn University at Montgomery ekki kominn inn sem valkostur og ég hafði bara ekki kíkt á þetta aftur síðan. Ég er ekkert að reyna að tengjast öðrum skóla en ef þú vilt setja tenginguna við skólann eða vinnustað, þá þarf hann að vera til í kerfinu.“ Halla er mjög viljug til svara og spyr ítrekað hvort það sé eitthvað fleira sem blaðamanni leikur forvitni á að vita. Þá er henni mjög í mun að halda uppi heiðri Auburn University at Montgomery, sem hún segir alls ekkert síðri skóla þegar blaðamaður reynir að halda því fram. Auburn University at Montgomery hafi verið metinn betri í stjórnun og mannauðssmálum, sem var það nám sem Halla stundaði, en auk þess hafi skólinn haft annað umfram systurskólann. „Ég hef aldrei haft neina ástæðu til að tengja mig frekar við Auburn en Auburn University at Montgomery. Ég held að ég hafi flutt nokkra tugi einstaklinga þar inn til að læra og spila fótbolta og er bara mjög stolt af því,“ segir hún glaðlega. Auburn University hafi aðeins boðið upp á amerískan bolta og það hafi ekki heillað. Halla segir ekki annars að vænta í „lágtraustssamfélagi“ en að þess sé freistað að grafa undan forsetaframbjóðendum. „Ég bara fagna því að það sé haft samband við mann og maður fái að segja sjálfur frá frekar en að það sé kannski einhver orðrómur sem er farið eftir.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira