Kærkomin snjósending fyrir skíðaviku en heldur mikil ófærð Lovísa Arnardóttir skrifar 22. mars 2024 08:50 íbúar Ísafjarðar voru vel klædd og skóuð í morgunsárið. Bæjarstjórinn, Arna Lára Jónsdóttir, tók myndir af þeim á leið í vinnu í morgun. Á myndunum eru Roberta Šoparaitė, Dóra Hlín Gísladóttir, sérfræðingur hjá Kerecis og svo Gylfi Ólafsson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Myndir/Arna Lára Jónsdóttir Ófært er víða á Vestfjörðum og óvissustig í gangi vegna snjóflóðahættu. Vegir eru víða lokaðir og gul veðurviðvörun í gildi til hádegis. Bæjarstjórinn segir snjósendinguna hafa verið kærkomna en ekki ófærðina. „Þetta er að ganga niður. Ég fór út í morgun að moka og finn núna að þetta er orðið rólegra. Allavega hérna á Ísafirði,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, en fréttamaður náði tali af henni í morgun á leið í vinnu. „Ég er að labba í vinnuna. Það er búið að moka vegi í fyrsta forgangi en það eru allar litlar götur enn ófærar þannig það er alveg eins gott að vera á tveimur jafnfljótum,“ segir Arna Lára. Það séu öll moksturstæki úti og að færðin eigi því að lagast eftir því sem líður á daginn. Seinnipartinn í gær var rýmt atvinnuhúsnæði á Ísafirði og sett á óvissustig vegna snjóflóðahættu. Arna Lára segir að þar sé ekki búið að moka en að það búi enginn þar. „Við erum dálítið góð með þetta,“ segir Arna Lára spurð um líðan í þessum mikla snjó. „Það vantaði aðeins upp á snjóinn. Við erum með skíðaviku í næstu viku,“ segir hún en um páska fjölgar iðulega í bænum af bæði skíðafólki og þeim sem heimsækja bæinn vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður. „Við fengum alveg yfirdrifið af snjó þannig það verður hægt að halda góða skíðaviku í næstu viku. Það ættu allir að komast á skíði. Þetta var þannig kærkomin snjósending en smá mikil ófærð sem fylgdi henni.“ Þannig það verður ljúft að koma í næstu viku á Aldrei fór ég suður? „Já, það er hægt að skíða á daginn og fara á tónleika á kvöldin. Alveg eins og við viljum hafa þetta.“ Ísafjarðarbær Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Hús rýmd á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Ákveðið hefur verið að rýma hús á reit 9 undir Seljalandshlíð á Ísafirði frá klukkan 16 í dag, fimmtudag, vegna hættu á snjóflóðum. 21. mars 2024 18:04 Stormur á Vestfjörðum en hægari vindur annars staðar Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma. 21. mars 2024 07:13 Stormur á Vestfjörðum í kvöld og í fyrramálið Gul veðurviðvörun tekur gildi seint í dag á Vestfjörðum. Búist er við norðaustan 13-20 metrum á sekúndu og snjókomu og skafrenningi með slæmu skyggni. „Versnandi færð og varasamt ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. 20. mars 2024 08:34 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Þetta er að ganga niður. Ég fór út í morgun að moka og finn núna að þetta er orðið rólegra. Allavega hérna á Ísafirði,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, en fréttamaður náði tali af henni í morgun á leið í vinnu. „Ég er að labba í vinnuna. Það er búið að moka vegi í fyrsta forgangi en það eru allar litlar götur enn ófærar þannig það er alveg eins gott að vera á tveimur jafnfljótum,“ segir Arna Lára. Það séu öll moksturstæki úti og að færðin eigi því að lagast eftir því sem líður á daginn. Seinnipartinn í gær var rýmt atvinnuhúsnæði á Ísafirði og sett á óvissustig vegna snjóflóðahættu. Arna Lára segir að þar sé ekki búið að moka en að það búi enginn þar. „Við erum dálítið góð með þetta,“ segir Arna Lára spurð um líðan í þessum mikla snjó. „Það vantaði aðeins upp á snjóinn. Við erum með skíðaviku í næstu viku,“ segir hún en um páska fjölgar iðulega í bænum af bæði skíðafólki og þeim sem heimsækja bæinn vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður. „Við fengum alveg yfirdrifið af snjó þannig það verður hægt að halda góða skíðaviku í næstu viku. Það ættu allir að komast á skíði. Þetta var þannig kærkomin snjósending en smá mikil ófærð sem fylgdi henni.“ Þannig það verður ljúft að koma í næstu viku á Aldrei fór ég suður? „Já, það er hægt að skíða á daginn og fara á tónleika á kvöldin. Alveg eins og við viljum hafa þetta.“
Ísafjarðarbær Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Hús rýmd á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Ákveðið hefur verið að rýma hús á reit 9 undir Seljalandshlíð á Ísafirði frá klukkan 16 í dag, fimmtudag, vegna hættu á snjóflóðum. 21. mars 2024 18:04 Stormur á Vestfjörðum en hægari vindur annars staðar Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma. 21. mars 2024 07:13 Stormur á Vestfjörðum í kvöld og í fyrramálið Gul veðurviðvörun tekur gildi seint í dag á Vestfjörðum. Búist er við norðaustan 13-20 metrum á sekúndu og snjókomu og skafrenningi með slæmu skyggni. „Versnandi færð og varasamt ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. 20. mars 2024 08:34 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Hús rýmd á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Ákveðið hefur verið að rýma hús á reit 9 undir Seljalandshlíð á Ísafirði frá klukkan 16 í dag, fimmtudag, vegna hættu á snjóflóðum. 21. mars 2024 18:04
Stormur á Vestfjörðum en hægari vindur annars staðar Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma. 21. mars 2024 07:13
Stormur á Vestfjörðum í kvöld og í fyrramálið Gul veðurviðvörun tekur gildi seint í dag á Vestfjörðum. Búist er við norðaustan 13-20 metrum á sekúndu og snjókomu og skafrenningi með slæmu skyggni. „Versnandi færð og varasamt ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. 20. mars 2024 08:34