Íslenskur ríkisborgararéttur - markmið sem ber að fagna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 22. mars 2024 10:01 Hugmyndin um ríkisborgararétt á sér fornar rætur, nánar tiltekið í borgríkinu Aþenu í Grikklandi til forna, þar sem einstaklingar, reyndar bara frjálsir og fullveðja karlmenn, voru viðurkenndir sem borgarar með ákveðin réttindi og skyldur. Þetta var frávik frá hugmyndinni um fólk sem þegna konunga og harðstjóra og til varð fyrirmynd að kerfi sem viðurkenndi þátttöku og ábyrgð meðlima þess. Það gekk síðan í endurnýjun lífdaga í Rómarveldi þar sem ríkisborgararéttur varð að eftirsóknarverðum gæðum og síðan auðvitað í kjölfar frönsku og bandarísku byltinganna undir áhrifum upplýsingarinnar, með hugmyndinni um borgaralega sjálfsmynd (civic identity). Ríkisborgararéttur nær yfir hugmyndina um að tilheyra samfélagi, þjóð eða ríki. Það er ekki bara lagaleg staða heldur sameiginleg sjálfsmynd, skuldbinding við gildismat og virk þátttaka í málefnum samfélagsins, t.d. í kosningum. Ríkisborgararéttur táknar réttindi og skyldur sem fylgja því að tilheyra pólitískri einingu. Undanfarið hefur fjölgað mjög í hópi þeirra sem hingað flytja í leit að betra lífi og er það ánægjuefni. Við eigum, þegar við loksins setjumst niður við það verkefni að móta okkur innflytjendastefnu, að gera upptöku íslensks ríkisborgararéttar að sérstöku markmiði þeirra sem kjósa að setjast hér að, rétt eins og gert er í Kanada. Þar er frá fyrstu stund frá því einstaklingur lendir á kanadískri grund, unnið að því markvisst að viðkomandi verði - að jafnaði að fimm árum liðnum - að kanadískum ríkisborgara. Þetta ættum við að gera líka. Til þess að svo megi verða þarf það að vera aðlaðandi, sérstaklega fyrir þau sem koma hingað með vegabréf sem veita þeim nánast full réttindi hér, þ.e. aðildarlanda EES, að verða íslenskur ríkisborgari. Það á að vera hátíðleg stund, sem fólk fagnar að fá íslenskan ríkisborgararétt og við eigum að koma á fót fallegri athöfn í kringum það, þar sem fólk mætir með fjölskylduna, uppáklætt og í hátíðarskapi, í stað þess að fólk fái bara tölvupóst og tilkynningu í tölvupósti um aðgang að ísland punktur is, eða hvernig sem þetta gerist í dag. Vegferðin til íslensks ríkisborgararéttar þarf líka að vera skilgreind og þar á færni í íslensku og þekking á sögu og lýðræðisgildum þjóðar og ríkis að skipa sess. Í Kanada er það einnig mjög skýrt, því ríkisborgararéttur er ekki aðeins réttarstaða; það er sameiginleg skuldbinding við þær meginreglur sem binda okkur saman sem samfélag. Hann snýst um að þekkja réttindi okkar, virða skyldur okkar og gildi, efla tilfinningu um einingu í fjölbreytileika og stuðla að velferð og farsæld lýðveldisins Íslands. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Hugmyndin um ríkisborgararétt á sér fornar rætur, nánar tiltekið í borgríkinu Aþenu í Grikklandi til forna, þar sem einstaklingar, reyndar bara frjálsir og fullveðja karlmenn, voru viðurkenndir sem borgarar með ákveðin réttindi og skyldur. Þetta var frávik frá hugmyndinni um fólk sem þegna konunga og harðstjóra og til varð fyrirmynd að kerfi sem viðurkenndi þátttöku og ábyrgð meðlima þess. Það gekk síðan í endurnýjun lífdaga í Rómarveldi þar sem ríkisborgararéttur varð að eftirsóknarverðum gæðum og síðan auðvitað í kjölfar frönsku og bandarísku byltinganna undir áhrifum upplýsingarinnar, með hugmyndinni um borgaralega sjálfsmynd (civic identity). Ríkisborgararéttur nær yfir hugmyndina um að tilheyra samfélagi, þjóð eða ríki. Það er ekki bara lagaleg staða heldur sameiginleg sjálfsmynd, skuldbinding við gildismat og virk þátttaka í málefnum samfélagsins, t.d. í kosningum. Ríkisborgararéttur táknar réttindi og skyldur sem fylgja því að tilheyra pólitískri einingu. Undanfarið hefur fjölgað mjög í hópi þeirra sem hingað flytja í leit að betra lífi og er það ánægjuefni. Við eigum, þegar við loksins setjumst niður við það verkefni að móta okkur innflytjendastefnu, að gera upptöku íslensks ríkisborgararéttar að sérstöku markmiði þeirra sem kjósa að setjast hér að, rétt eins og gert er í Kanada. Þar er frá fyrstu stund frá því einstaklingur lendir á kanadískri grund, unnið að því markvisst að viðkomandi verði - að jafnaði að fimm árum liðnum - að kanadískum ríkisborgara. Þetta ættum við að gera líka. Til þess að svo megi verða þarf það að vera aðlaðandi, sérstaklega fyrir þau sem koma hingað með vegabréf sem veita þeim nánast full réttindi hér, þ.e. aðildarlanda EES, að verða íslenskur ríkisborgari. Það á að vera hátíðleg stund, sem fólk fagnar að fá íslenskan ríkisborgararétt og við eigum að koma á fót fallegri athöfn í kringum það, þar sem fólk mætir með fjölskylduna, uppáklætt og í hátíðarskapi, í stað þess að fólk fái bara tölvupóst og tilkynningu í tölvupósti um aðgang að ísland punktur is, eða hvernig sem þetta gerist í dag. Vegferðin til íslensks ríkisborgararéttar þarf líka að vera skilgreind og þar á færni í íslensku og þekking á sögu og lýðræðisgildum þjóðar og ríkis að skipa sess. Í Kanada er það einnig mjög skýrt, því ríkisborgararéttur er ekki aðeins réttarstaða; það er sameiginleg skuldbinding við þær meginreglur sem binda okkur saman sem samfélag. Hann snýst um að þekkja réttindi okkar, virða skyldur okkar og gildi, efla tilfinningu um einingu í fjölbreytileika og stuðla að velferð og farsæld lýðveldisins Íslands. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar