„Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2024 14:51 Páll Gunnar Pálsson, er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Arnar Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. Í gær voru ný búvörulög samþykkt en með þeim eru nú kjötafurðastöðvar undanþegnar samkeppnislögum en upphaflegt markmið var meðal annars hagræðing í slátrun og kjötvinnslu. Páll Gunnar gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð þingsins í málinu. Lögin sem hafi verið samþykkt í gær hafi verið allt önnur en það frumvarp sem hann skrifaði umsögn um. Frumvarpið hafi tekið gríðarlegum breytingum í meðförum atvinnuveganefndar þingsins. „Með þessu er samkeppnislögum kippt úr sambandi hvað varðar bann við ólögmætu samráði og eftirliti Samkeppniseftirlitsins með samruna. Þessi markaður hefur núna leyfi til að hafa með sér samstarf og grípa til samkeppnishamlandi samruna án afskipta Samkeppniseftirlitsins.“ Páll Gunnar bendir á að í könnun sem Samkeppniseftirlitið lét gera fyrir sig hafi komið í ljós að yfir 90% sauðfjárbænda telji samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvunum vera slæma. „Sú staða mun þá versna. Löggjafinn er búinn að heimila samþjöppun og fyrirtækjastrúktúr á þessum markaði sem býr ekki við neitt aðhald sambærilegt því sem önnur fyrirtæki þurfa að búa við.“ Mögulegar afleiðingar þessa blasi við. „Hagfræðin segir okkur að þetta muni leiða til hærra verðs til neytenda og lakari stöðu bænda, einfaldlega vegna þess að það eru engar varnir lengur til staðar sem tryggja það að ábati af hagræðingu í greininni skili sér til neytenda og bænda.“ Páll Gunnar segir mikilvægt að hafa í huga í þessu samhengi að afurðastöðvar séu nema að óverulegu leyti í eigu bænda í dag, því sé öfugt farið hvað mjólkuriðnaðinn varðar. Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra.Vísir/Arnar Innviðaráðherra segir undanþágur sambærilegar á Norðurlöndum Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi í gær að hann fagnaði málinu, og að með því væri verið að færa löggjöfina nær löggjöfinni á Norðurlöndunum og þá hefði mjólkuriðnaðurinn fengið áþekka undanþágu 2004. „Nú 20 árum síðar erum við að klára verkefnið að láta íslenska bændur eiga möguleika á því að sitja við sama borð og kollegar þeirra á Norðurlöndum og í Evrópu.“ Undanþágur á Norðurlöndum til að styðja bændur en ekki afurðastöðvar Páll Gunnar segir aftur á móti að þessi víðtæka undanþága eigi sér ekki skýr fordæmi. Undanþágan fyrir mjólkurafurðastöðvarnar hafi verið af svipuðum toga en að nýju lögin gangi mun lengra að tvennu leyti: „Annars vegar af því að bændur eiga Mjólkursamsöluna en því er ekki að heilsa í kjötafurðastöðvum og hins vegar því að í mjólkinni þá er opinber verðlagning með ákveðnum hætti en því verður ekki að heilsa í þessu tilviki.“ Svona sé um hnútana búið á Íslandi. „Ef maður lítur út fyrir landssteinana, þá þekkjum við engin dæmi um undanþágur af þessum toga. Alls staðar í kringum okkur er verið að beita samrunareglum til að tryggja hagsmuni bænda og verjast því að það komist á einokun á meðal kjötafurðastöðva og hvergi er gengið svo langt að skapa möguleika á einokun þar sem undanþágur eru, þá snúast þær í Evrópu um það að styrkja bændur og veita þeim meiri samningsstyrk gagnvart viðsemjendum sínum svo sem eins og kjötafurðastöðvum en þessu er öfugt farið hér, hér er verið að veikja stöðu bænda og styrkja stöðu kjötafurðastöðva í því samningssambandi. Og þetta er þess vegna miklu róttækara og lengra gengið heldur en að við þekkjum nokkurs staðar í kringum okkur.“ Nú sé búið að slá vopnin úr höndum Samkeppniseftirlitsins. Það geti ekki með sama hætti varið hagsmuni neytenda og bænda. „Það hryggir okkur vegna þess að Samkeppniseftirlitið vill vera að gagni fyrir þessa hópa og þetta er sorglegt innlegg inn í umræðuna um stöðugt verðlag.“ Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkeppnismál Tengdar fréttir „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd 22. mars 2024 11:43 Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. 22. mars 2024 08:20 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Í gær voru ný búvörulög samþykkt en með þeim eru nú kjötafurðastöðvar undanþegnar samkeppnislögum en upphaflegt markmið var meðal annars hagræðing í slátrun og kjötvinnslu. Páll Gunnar gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð þingsins í málinu. Lögin sem hafi verið samþykkt í gær hafi verið allt önnur en það frumvarp sem hann skrifaði umsögn um. Frumvarpið hafi tekið gríðarlegum breytingum í meðförum atvinnuveganefndar þingsins. „Með þessu er samkeppnislögum kippt úr sambandi hvað varðar bann við ólögmætu samráði og eftirliti Samkeppniseftirlitsins með samruna. Þessi markaður hefur núna leyfi til að hafa með sér samstarf og grípa til samkeppnishamlandi samruna án afskipta Samkeppniseftirlitsins.“ Páll Gunnar bendir á að í könnun sem Samkeppniseftirlitið lét gera fyrir sig hafi komið í ljós að yfir 90% sauðfjárbænda telji samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvunum vera slæma. „Sú staða mun þá versna. Löggjafinn er búinn að heimila samþjöppun og fyrirtækjastrúktúr á þessum markaði sem býr ekki við neitt aðhald sambærilegt því sem önnur fyrirtæki þurfa að búa við.“ Mögulegar afleiðingar þessa blasi við. „Hagfræðin segir okkur að þetta muni leiða til hærra verðs til neytenda og lakari stöðu bænda, einfaldlega vegna þess að það eru engar varnir lengur til staðar sem tryggja það að ábati af hagræðingu í greininni skili sér til neytenda og bænda.“ Páll Gunnar segir mikilvægt að hafa í huga í þessu samhengi að afurðastöðvar séu nema að óverulegu leyti í eigu bænda í dag, því sé öfugt farið hvað mjólkuriðnaðinn varðar. Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra.Vísir/Arnar Innviðaráðherra segir undanþágur sambærilegar á Norðurlöndum Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi í gær að hann fagnaði málinu, og að með því væri verið að færa löggjöfina nær löggjöfinni á Norðurlöndunum og þá hefði mjólkuriðnaðurinn fengið áþekka undanþágu 2004. „Nú 20 árum síðar erum við að klára verkefnið að láta íslenska bændur eiga möguleika á því að sitja við sama borð og kollegar þeirra á Norðurlöndum og í Evrópu.“ Undanþágur á Norðurlöndum til að styðja bændur en ekki afurðastöðvar Páll Gunnar segir aftur á móti að þessi víðtæka undanþága eigi sér ekki skýr fordæmi. Undanþágan fyrir mjólkurafurðastöðvarnar hafi verið af svipuðum toga en að nýju lögin gangi mun lengra að tvennu leyti: „Annars vegar af því að bændur eiga Mjólkursamsöluna en því er ekki að heilsa í kjötafurðastöðvum og hins vegar því að í mjólkinni þá er opinber verðlagning með ákveðnum hætti en því verður ekki að heilsa í þessu tilviki.“ Svona sé um hnútana búið á Íslandi. „Ef maður lítur út fyrir landssteinana, þá þekkjum við engin dæmi um undanþágur af þessum toga. Alls staðar í kringum okkur er verið að beita samrunareglum til að tryggja hagsmuni bænda og verjast því að það komist á einokun á meðal kjötafurðastöðva og hvergi er gengið svo langt að skapa möguleika á einokun þar sem undanþágur eru, þá snúast þær í Evrópu um það að styrkja bændur og veita þeim meiri samningsstyrk gagnvart viðsemjendum sínum svo sem eins og kjötafurðastöðvum en þessu er öfugt farið hér, hér er verið að veikja stöðu bænda og styrkja stöðu kjötafurðastöðva í því samningssambandi. Og þetta er þess vegna miklu róttækara og lengra gengið heldur en að við þekkjum nokkurs staðar í kringum okkur.“ Nú sé búið að slá vopnin úr höndum Samkeppniseftirlitsins. Það geti ekki með sama hætti varið hagsmuni neytenda og bænda. „Það hryggir okkur vegna þess að Samkeppniseftirlitið vill vera að gagni fyrir þessa hópa og þetta er sorglegt innlegg inn í umræðuna um stöðugt verðlag.“
Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkeppnismál Tengdar fréttir „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd 22. mars 2024 11:43 Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. 22. mars 2024 08:20 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17
Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd 22. mars 2024 11:43
Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. 22. mars 2024 08:20