„Hareide var kallaður stuðningsmaður Hamas“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. mars 2024 09:00 Hareide er örugglega ekki á leiðinni til Ísraels á næstunni. vísir/getty Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur ekki verið vinsælasti maðurinn í Ísrael síðustu daga. Hann tjáði sig um ástandið á Gasa í samtali við Vísi og það viðtal fór fljótt á flug í erlendum miðlum og þar á meðal í Ísrael. Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu svo hraustlega að norska þjálfaranum á blaðamannafundi KSÍ daginn fyrir leikinn við Ísrael. „Það mætti segja að hann hafi verið pínu klaufi og það var hiti á honum fyrir leik,“ sagði Aron Guðmundsson íþróttafréttamaður í Besta sætinu sem er hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar. „Það var hart sótt að honum en þetta lukkaðist hjá kallinum. Ísraelarnir ekki par sáttir við hann og hann var kallaður stuðningsmaður Hamas í ísraelskum miðlum. Greinin sem ég las var á lengd við mastersritgerð. Allt grafið upp um Hareide og átti að sýna að Noregur og Ísland hötuðu Ísrael. Ég sé hann ekki fyrir mér fara þangað í frí.“ Klippa: Sigur á Ísrael eftir mikinn storm Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður hafði einnig gluggað í þessa áhugaverðu grein. „Var ekki bara pikkað allt sem hann hefur gert vitlaust í þessari grein? Hann hataði Ísrael og átti hann ekki að hata homma líka? Þetta var algjört rugl.“ Umræðan um þetta mál hefst eftir rúmar sjö mínútur hér að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Hann tjáði sig um ástandið á Gasa í samtali við Vísi og það viðtal fór fljótt á flug í erlendum miðlum og þar á meðal í Ísrael. Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu svo hraustlega að norska þjálfaranum á blaðamannafundi KSÍ daginn fyrir leikinn við Ísrael. „Það mætti segja að hann hafi verið pínu klaufi og það var hiti á honum fyrir leik,“ sagði Aron Guðmundsson íþróttafréttamaður í Besta sætinu sem er hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar. „Það var hart sótt að honum en þetta lukkaðist hjá kallinum. Ísraelarnir ekki par sáttir við hann og hann var kallaður stuðningsmaður Hamas í ísraelskum miðlum. Greinin sem ég las var á lengd við mastersritgerð. Allt grafið upp um Hareide og átti að sýna að Noregur og Ísland hötuðu Ísrael. Ég sé hann ekki fyrir mér fara þangað í frí.“ Klippa: Sigur á Ísrael eftir mikinn storm Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður hafði einnig gluggað í þessa áhugaverðu grein. „Var ekki bara pikkað allt sem hann hefur gert vitlaust í þessari grein? Hann hataði Ísrael og átti hann ekki að hata homma líka? Þetta var algjört rugl.“ Umræðan um þetta mál hefst eftir rúmar sjö mínútur hér að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira