Ólst upp við að spila með plastpoka og vill aftur til Íslands Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. mars 2024 20:02 Strákarnir í Ascent Soccer klæðast margir íslenskum landsliðstreyjum á æfingum í Malaví. vísir/Einar Malavíkst fótboltalið sem vann alla sína leiki á Rey Cup í fyrra vill mæta aftur til leiks í sumar. Leikmaður sem ólst upp við að spila með bolta sem hann bjó til úr plastpokum segist elska Ísland og langar að spila í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni Það er áhugavert að virða fyrir sér æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe, höfuðborg Malaví í Afríku. Á fótboltavelli sem er umkringdur pálmatrjám og framandi gróðri gengur annar hver drengur um í íslenskri landsliðstreyju og ÍR stuttbuxum. Æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe höfuðborg Malaví.vísir/Einar Strákarnir fengu búningana þegar hluti liðsins kom til landsins í fyrra þar sem þeir tóku þátt í Rey Cup mótinu og unnu hvern einasta leik. Einn Íslandsfaranna er Daud sem við hittum í Malaví. „Þetta var í fyrsta sinn sem við höfum flestir farið til útlanda og síðan unnum við mótið. Allir voru svo spenntir og við vorum þvílíkt stoltir af því að vinna bikarinn,“ segir hinn fimmtán ára gamli Daud Major og ánægjan leynir sér ekki. „Mér fannst Ísland alveg frábært og það var æðislegt að fara í Fly over Iceland. Í fyrstu var ég hræddur en varð öruggari eftir því sem leið á.“ Daud Major fór til útlanda í fyrsta sinn í fyrra þegar hann kom á Rey Cup mótið og vann alla sína leiki.vísir/Einar En börnin spila ekki einungis fótbolta hjá liðinu heldur ganga einnig í skóla og markmiðið er að koma sem flestum á þann stað að þau eigi færi á frekari menntun í gegnum fótboltastyrk. Draumurinn eftir það er atvinnumennska. Tækifæri sem þetta er ekki á hverju strái en flest börnin ólust upp við gríðarlega fátækt. Það þekkir Daud af eigin raun. „Í Malaví búum við til fótbolta úr plastpokum. Þegar ég var lítill lékum við okkur með svoleiðis. Maður leggur plastið bara saman og notar síðan eld til þess að festa þá saman,“ segir Daud og lýsir því einnig að hann hafi spilað á moldarvöllum og bara þar sem var hægt að sparka í bolta. Einn á æfingunni var í íslenskri landsliðstreyju, ÍR stuttbuxum og sitt hvorum takkaskónum.vísir/Einar Stefnt er á að fara aftur með liðið á Rey Cup í sumar og þá einnig stúlknalið. Ein þeirra sem langar til Íslands er Victoria sem var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna. „Já mig langar mjög, en ég veit ekki hvort það mun ganga upp,“ segir hin fimmtán ára gamla Victoria Mkwala og bætir við að hún hafi verið ótrúlega stolt af strákunum sem fóru á Rey Cup í fyrra. Minningar frá síðasta móti hanga á æfingasvæðinu - fáni sem segir takk fyrir okkur og annar með íslenskum styrktaraðilum. Þjálfari liðsins segir verið að leita að styrktaraðilum fyrir ferðina í ár. Heldurðu að þið gætuð líka unnið mótið ef þið komið? „Já, ef þú leggur hart að þér geturðu alveg unnið,“ segir Victoria brosandi. Victoria Mkwala var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna.vísir/Einar Fótbolti Malaví Íþróttir barna ReyCup Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Það er áhugavert að virða fyrir sér æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe, höfuðborg Malaví í Afríku. Á fótboltavelli sem er umkringdur pálmatrjám og framandi gróðri gengur annar hver drengur um í íslenskri landsliðstreyju og ÍR stuttbuxum. Æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe höfuðborg Malaví.vísir/Einar Strákarnir fengu búningana þegar hluti liðsins kom til landsins í fyrra þar sem þeir tóku þátt í Rey Cup mótinu og unnu hvern einasta leik. Einn Íslandsfaranna er Daud sem við hittum í Malaví. „Þetta var í fyrsta sinn sem við höfum flestir farið til útlanda og síðan unnum við mótið. Allir voru svo spenntir og við vorum þvílíkt stoltir af því að vinna bikarinn,“ segir hinn fimmtán ára gamli Daud Major og ánægjan leynir sér ekki. „Mér fannst Ísland alveg frábært og það var æðislegt að fara í Fly over Iceland. Í fyrstu var ég hræddur en varð öruggari eftir því sem leið á.“ Daud Major fór til útlanda í fyrsta sinn í fyrra þegar hann kom á Rey Cup mótið og vann alla sína leiki.vísir/Einar En börnin spila ekki einungis fótbolta hjá liðinu heldur ganga einnig í skóla og markmiðið er að koma sem flestum á þann stað að þau eigi færi á frekari menntun í gegnum fótboltastyrk. Draumurinn eftir það er atvinnumennska. Tækifæri sem þetta er ekki á hverju strái en flest börnin ólust upp við gríðarlega fátækt. Það þekkir Daud af eigin raun. „Í Malaví búum við til fótbolta úr plastpokum. Þegar ég var lítill lékum við okkur með svoleiðis. Maður leggur plastið bara saman og notar síðan eld til þess að festa þá saman,“ segir Daud og lýsir því einnig að hann hafi spilað á moldarvöllum og bara þar sem var hægt að sparka í bolta. Einn á æfingunni var í íslenskri landsliðstreyju, ÍR stuttbuxum og sitt hvorum takkaskónum.vísir/Einar Stefnt er á að fara aftur með liðið á Rey Cup í sumar og þá einnig stúlknalið. Ein þeirra sem langar til Íslands er Victoria sem var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna. „Já mig langar mjög, en ég veit ekki hvort það mun ganga upp,“ segir hin fimmtán ára gamla Victoria Mkwala og bætir við að hún hafi verið ótrúlega stolt af strákunum sem fóru á Rey Cup í fyrra. Minningar frá síðasta móti hanga á æfingasvæðinu - fáni sem segir takk fyrir okkur og annar með íslenskum styrktaraðilum. Þjálfari liðsins segir verið að leita að styrktaraðilum fyrir ferðina í ár. Heldurðu að þið gætuð líka unnið mótið ef þið komið? „Já, ef þú leggur hart að þér geturðu alveg unnið,“ segir Victoria brosandi. Victoria Mkwala var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna.vísir/Einar
Fótbolti Malaví Íþróttir barna ReyCup Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira