„Bróðir Trossards“ dæmir úrslitaleik Íslands gegn Úkraínu Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 13:30 Clement Turpin hefur dæmt marga stórleiki og verður með flautuna þegar Ísland eða Úkraína tryggir sér sæti á EM á þriðjudaginn. Getty/Stuart MacFarlane Hinn virti, franski dómari Clément Turpin mun sjá um að dæma úrslitaleik Íslands og Úkraínu um sæti á EM karla í fótbolta, í Póllandi á þriðjudagskvöld. Hann dæmdi víti á Ísland í leik við Úkraínu haustið 2016. Turpin er 41 árs og hefur þegar dæmt leiki á fjórum stórmótum; EM 2016 og 2021, og HM 2018 og 2022, eða alls níu leiki á stórmótum. Hann dæmir í frönsku 1. deildinni og hefur einnig dæmt fjölda leikja í Evrópukeppnum félagsliða. Síðast dæmdi hann leik Arsenal og Porto í Meistaradeild Evrópu, þegar fjöldi fólks grínaðist með það að hann hlyti að vera bróðir Leandro Trossard, leikmanns Arsenal, því svo líkir væru þeir. UEFA appointed Trossard s twin brother as referee for Arsenal vs Porto. This should be Investigated by European Courts! pic.twitter.com/Rp51fPe05Q— City Chief (@City_Chief) March 12, 2024 Hann dæmdi einnig til að mynda úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir tveimur árum, þegar Real Madrid vann Liverpool 1-0. Dæmdi víti á Arnór Ingva Turpin sá um dómgæsluna síðast þegar Úkraína átti heimaleik við Ísland, í undankeppninni fyrir HM 2018. Sá leikur fór 1-1 eftir að Alfreð Finnbogason kom Íslandi snemma yfir en Andriy Yarmolenko jafnaði metin. Turpin dæmdi vítaspyrnu á Ísland tæpum tíu mínútum fyrir leikslok, eftir brot Arnórs Ingva Traustasonar á Bohdan Butko, en Yevhen Konoplyanka skaut í stöngina úr vítinu. Hann dæmdi svo aftur leik hjá Úkraínu fyrir fimm árum, í markalausu jafntefli við Portúgal í undankeppni EM þar sem gula spjaldið fór aðeins einu sinni á loft. Turpin verður með franskt dómarateymi með sér og mun Jerome Brisard sjá um hlutverk myndbandsdómara. Leikurinn fer fram á Wroclaw-leikvanginum í samnefndri borg, á þriðjudag eins og fyrr segir, og hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Verði jafnt eftir 90 mínútur tekur við framlenging og svo mögulega vítaspyrnukeppni, þar til að annað liðið tryggir sér sæti á EM í Þýskalandi. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Full vél af fólki ætlar að koma Íslandi á EM Það seldist strax upp í sérstaka ferð Icelandair frá Íslandi til Wroclaw í Póllandi á þriðjudaginn, fyrir þá Íslendinga sem vilja styðja strákana okkar í úrslitaleiknum við Úkraínu um sæti á EM í fótbolta. 24. mars 2024 11:15 „Kitlar Åge örugglega að kalla í Gylfa“ Gylfi Þór Sigurðsson var ekki kallaður í íslenska landsliðið fyrir mikilvæga verkefnið sem það stendur nú í. Liðið er einum leik frá EM-sæti. 24. mars 2024 08:01 „Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka“ „Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn. 24. mars 2024 08:01 „Liðsheildin er það sem mun gera gæfumuninn“ „Það er búið að vera mjög góð stemning í liðinu og var það einnig fyrir Ísraelsleikinn,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins. Liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. 24. mars 2024 07:00 Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Sjá meira
Turpin er 41 árs og hefur þegar dæmt leiki á fjórum stórmótum; EM 2016 og 2021, og HM 2018 og 2022, eða alls níu leiki á stórmótum. Hann dæmir í frönsku 1. deildinni og hefur einnig dæmt fjölda leikja í Evrópukeppnum félagsliða. Síðast dæmdi hann leik Arsenal og Porto í Meistaradeild Evrópu, þegar fjöldi fólks grínaðist með það að hann hlyti að vera bróðir Leandro Trossard, leikmanns Arsenal, því svo líkir væru þeir. UEFA appointed Trossard s twin brother as referee for Arsenal vs Porto. This should be Investigated by European Courts! pic.twitter.com/Rp51fPe05Q— City Chief (@City_Chief) March 12, 2024 Hann dæmdi einnig til að mynda úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir tveimur árum, þegar Real Madrid vann Liverpool 1-0. Dæmdi víti á Arnór Ingva Turpin sá um dómgæsluna síðast þegar Úkraína átti heimaleik við Ísland, í undankeppninni fyrir HM 2018. Sá leikur fór 1-1 eftir að Alfreð Finnbogason kom Íslandi snemma yfir en Andriy Yarmolenko jafnaði metin. Turpin dæmdi vítaspyrnu á Ísland tæpum tíu mínútum fyrir leikslok, eftir brot Arnórs Ingva Traustasonar á Bohdan Butko, en Yevhen Konoplyanka skaut í stöngina úr vítinu. Hann dæmdi svo aftur leik hjá Úkraínu fyrir fimm árum, í markalausu jafntefli við Portúgal í undankeppni EM þar sem gula spjaldið fór aðeins einu sinni á loft. Turpin verður með franskt dómarateymi með sér og mun Jerome Brisard sjá um hlutverk myndbandsdómara. Leikurinn fer fram á Wroclaw-leikvanginum í samnefndri borg, á þriðjudag eins og fyrr segir, og hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Verði jafnt eftir 90 mínútur tekur við framlenging og svo mögulega vítaspyrnukeppni, þar til að annað liðið tryggir sér sæti á EM í Þýskalandi.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Full vél af fólki ætlar að koma Íslandi á EM Það seldist strax upp í sérstaka ferð Icelandair frá Íslandi til Wroclaw í Póllandi á þriðjudaginn, fyrir þá Íslendinga sem vilja styðja strákana okkar í úrslitaleiknum við Úkraínu um sæti á EM í fótbolta. 24. mars 2024 11:15 „Kitlar Åge örugglega að kalla í Gylfa“ Gylfi Þór Sigurðsson var ekki kallaður í íslenska landsliðið fyrir mikilvæga verkefnið sem það stendur nú í. Liðið er einum leik frá EM-sæti. 24. mars 2024 08:01 „Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka“ „Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn. 24. mars 2024 08:01 „Liðsheildin er það sem mun gera gæfumuninn“ „Það er búið að vera mjög góð stemning í liðinu og var það einnig fyrir Ísraelsleikinn,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins. Liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. 24. mars 2024 07:00 Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Sjá meira
Full vél af fólki ætlar að koma Íslandi á EM Það seldist strax upp í sérstaka ferð Icelandair frá Íslandi til Wroclaw í Póllandi á þriðjudaginn, fyrir þá Íslendinga sem vilja styðja strákana okkar í úrslitaleiknum við Úkraínu um sæti á EM í fótbolta. 24. mars 2024 11:15
„Kitlar Åge örugglega að kalla í Gylfa“ Gylfi Þór Sigurðsson var ekki kallaður í íslenska landsliðið fyrir mikilvæga verkefnið sem það stendur nú í. Liðið er einum leik frá EM-sæti. 24. mars 2024 08:01
„Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka“ „Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn. 24. mars 2024 08:01
„Liðsheildin er það sem mun gera gæfumuninn“ „Það er búið að vera mjög góð stemning í liðinu og var það einnig fyrir Ísraelsleikinn,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins. Liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. 24. mars 2024 07:00