„Það breytti alveg planinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. mars 2024 07:30 Gylfi er spenntur fyrir sumrinu og einblínir á það að ná sér góðum af meiðslum. Vísir/Hulda Margrét Útilokun Gylfa Þórs Sigurðssonar frá yfirstandandi landsliðsverkefni hafði mikið að segja um samning hans við Val. Hann er spenntur fyrir komandi leiktíð í Bestu deildinni sem fer senn að bresta á. Gylfi Þór fékk þau skilaboð einhverjum vikum fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni að hann yrði ekki hluti af hópi Íslands. Það voru honum vonbrigði þar sem hann sinnti endurhæfingu af miklum krafti með það fyrir augum að taka þátt í umspilinu. Eftir símtalið frá landsliðsþjálfaranum fóru af stað þreifingar við lið hér heima og Valur varð fyrir valinu. „Það breytti alveg planinu, þannig séð. Ég þurfti alveg að endurhugsa þetta og virkilega hugsa bæði til skemmri og lengri tíma hvað ég ætlaði að gera. En eftir það fóru hlutirnir að ganga hratt,“ segir Gylfi, sem fékk tilboð annars staðar frá hér heima. „Yfir langan tíma hafði Valur verið í sambandi, í einhverja tólf mánuði. Það sýndi mér að þeir hefðu gríðarlegan áhuga. Þegar hlutrnir fara að breytast mjög hratt voru nokkur lið sem höfðu samband en það var eitthvað við Val, að þekkja strákana í liðinu, stemninguna í hópnum, þjálfarann, aðstöðuna og klúbbinn sjálfan. Það var eitthvað sem dró mig hingað,“ segir Gylfi. Gylfi kveðst þá ekki vera að hugsa um að fara út aftur, allavega ekki eins og sakir standa. „Ég bara veit það ekki. Aðalplanið hjá mér er að koma mér í toppstand og byrja tímabilið eins mögulega og vel og ég get. Ég er mjög ánægður ef ég verð hérna í tvö ár, ef eitthvað annað kemur upp á þá hugsa ég það seinna meir,“ Aðeins tólf dagar eru í að boltinn fari að rúlla í Bestu deildinni og Gylfa hlakkar til að taka þátt í deild á uppleið. „Það er mikill áhugi núna og hefur verið að aukast síðustu ár. Með því að félögin eru fjárhagslega sterkari, það eru fleiri ungir góðir leikmenn og íslenskir leikmenn sem eru að koma heim erlendis frá. Gæðin í deildinni eru alltaf að verða meiri og þar af leiðandi verður áhuginn meiri,“ segir Gylfi sem leitar enn fyrsta titilsins með félagsliði á sínum ferli. „Það væri yndislegt að ná því loksins. Auðvitað enn þá sætara að ná því hérna heima. Það væri frábært að vinna titil í sumar,“ segir Gylfi. Gylfi og félagar hefja leik í Bestu deild karla eftir tólf daga er ÍA heimsækir Hlíðarenda þann 7. apríl. Besta deild karla hefst 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar í Víkinni. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtalið við Gylfa í heild að neðan. Klippa: Gylfi fer yfir sviðið Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Íslenski boltinn Fótbolti Valur Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Gylfi Þór fékk þau skilaboð einhverjum vikum fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni að hann yrði ekki hluti af hópi Íslands. Það voru honum vonbrigði þar sem hann sinnti endurhæfingu af miklum krafti með það fyrir augum að taka þátt í umspilinu. Eftir símtalið frá landsliðsþjálfaranum fóru af stað þreifingar við lið hér heima og Valur varð fyrir valinu. „Það breytti alveg planinu, þannig séð. Ég þurfti alveg að endurhugsa þetta og virkilega hugsa bæði til skemmri og lengri tíma hvað ég ætlaði að gera. En eftir það fóru hlutirnir að ganga hratt,“ segir Gylfi, sem fékk tilboð annars staðar frá hér heima. „Yfir langan tíma hafði Valur verið í sambandi, í einhverja tólf mánuði. Það sýndi mér að þeir hefðu gríðarlegan áhuga. Þegar hlutrnir fara að breytast mjög hratt voru nokkur lið sem höfðu samband en það var eitthvað við Val, að þekkja strákana í liðinu, stemninguna í hópnum, þjálfarann, aðstöðuna og klúbbinn sjálfan. Það var eitthvað sem dró mig hingað,“ segir Gylfi. Gylfi kveðst þá ekki vera að hugsa um að fara út aftur, allavega ekki eins og sakir standa. „Ég bara veit það ekki. Aðalplanið hjá mér er að koma mér í toppstand og byrja tímabilið eins mögulega og vel og ég get. Ég er mjög ánægður ef ég verð hérna í tvö ár, ef eitthvað annað kemur upp á þá hugsa ég það seinna meir,“ Aðeins tólf dagar eru í að boltinn fari að rúlla í Bestu deildinni og Gylfa hlakkar til að taka þátt í deild á uppleið. „Það er mikill áhugi núna og hefur verið að aukast síðustu ár. Með því að félögin eru fjárhagslega sterkari, það eru fleiri ungir góðir leikmenn og íslenskir leikmenn sem eru að koma heim erlendis frá. Gæðin í deildinni eru alltaf að verða meiri og þar af leiðandi verður áhuginn meiri,“ segir Gylfi sem leitar enn fyrsta titilsins með félagsliði á sínum ferli. „Það væri yndislegt að ná því loksins. Auðvitað enn þá sætara að ná því hérna heima. Það væri frábært að vinna titil í sumar,“ segir Gylfi. Gylfi og félagar hefja leik í Bestu deild karla eftir tólf daga er ÍA heimsækir Hlíðarenda þann 7. apríl. Besta deild karla hefst 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar í Víkinni. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtalið við Gylfa í heild að neðan. Klippa: Gylfi fer yfir sviðið Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Íslenski boltinn Fótbolti Valur Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann