Simon Harris nýr leiðtogi Fine Gael Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 17:26 Hann hafði áður gegnt embætti heilbrigðis- og háskólamálaráðherra. AP/Nick Bradshaw Hinn 37 ára Simon Harris verður næsti leiðtogi hins írska flokks Fine Gael. Hann er því skrefinu nær því að verða yngsti forsætisráðherra, eða taoiseach eins og þeir kalla embættið á sínu gelíska máli, í sögu landsins. Hann tekur við af Leo Varadkar sem hefur farið fyrir flokknum síðan 2017 en hét því að láta af störfum um leið og arftaki hans hafði verið valinn fyrr í vikunni. Leo hafði einnig gegnt embætti taoiseach tvisvar síðustu tvö kjörtímabil í ríkisstjórn Fine Gael, Fianna Fáil og Græningja. Í þakkarræðu sinni sagði Simon að það væri „mesti heiður lífs míns að leiða þennan mikla flokk, okkar mikla flokk, Fine Gael.“ Hann þakkaði flokknum sínum og þeim sem hann kusu fyrir að treysta honum fyrir verkefninu og segist ætla að endurgjalda það traust sem honum var veitt með dugnaði. „Með blóði, svita og tárum, allan liðlangan daginn, af ábyrgð og auðmýkt og kurteisi,“ segir hann og á væntanlega við um þá erfiðisvinnu sem hans bíður. Simon Harris var sá eini sem bauð sig fram í embættið og ætlar BBC að það hafi verið vegna þess hve líklegur hann væri til þess að bera sigur úr býtum í kosningunum. Hann hefur áður gegnt embætti háskólaráðherra og var talinn sigurstranglegastur jafnvel áður en opnað var fyrir tilnefningar. Hann settist fyrst á Dáil, þing þeirra Íra, aðeins 24 ára gamall fyrir rúmum áratugi síðar. Aðeins fimm árum síðar settist hann í ráðherrastól í fyrsta sinnið og tók við embætti heilbrigðisráðherra árið 2016. Það var í hans ráðherratíð sem bann við þungunarrofi var afnumið og hann sá um fyrstu viðbrögð landsins við faraldri kórónuveirunnar árið 2020. Írland Tengdar fréttir Varadkar hættir sem forsætisráðherra Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, mun láta af embætti formanns Fine Gael og láta af embætti forsætisráðherra um leið og arftaki hans á formannstól hefur verið valinn. 20. mars 2024 12:46 Írar þverneituðu stjórnarskrárbreytingum um „konuna á heimilinu“ Írar neituðu stjórnarskrárbreytingum sem vörðuðu orðalag um „konuna á heimilinu“ og hvernig talað er um fjölskylduna í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 10. mars 2024 09:32 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Hann tekur við af Leo Varadkar sem hefur farið fyrir flokknum síðan 2017 en hét því að láta af störfum um leið og arftaki hans hafði verið valinn fyrr í vikunni. Leo hafði einnig gegnt embætti taoiseach tvisvar síðustu tvö kjörtímabil í ríkisstjórn Fine Gael, Fianna Fáil og Græningja. Í þakkarræðu sinni sagði Simon að það væri „mesti heiður lífs míns að leiða þennan mikla flokk, okkar mikla flokk, Fine Gael.“ Hann þakkaði flokknum sínum og þeim sem hann kusu fyrir að treysta honum fyrir verkefninu og segist ætla að endurgjalda það traust sem honum var veitt með dugnaði. „Með blóði, svita og tárum, allan liðlangan daginn, af ábyrgð og auðmýkt og kurteisi,“ segir hann og á væntanlega við um þá erfiðisvinnu sem hans bíður. Simon Harris var sá eini sem bauð sig fram í embættið og ætlar BBC að það hafi verið vegna þess hve líklegur hann væri til þess að bera sigur úr býtum í kosningunum. Hann hefur áður gegnt embætti háskólaráðherra og var talinn sigurstranglegastur jafnvel áður en opnað var fyrir tilnefningar. Hann settist fyrst á Dáil, þing þeirra Íra, aðeins 24 ára gamall fyrir rúmum áratugi síðar. Aðeins fimm árum síðar settist hann í ráðherrastól í fyrsta sinnið og tók við embætti heilbrigðisráðherra árið 2016. Það var í hans ráðherratíð sem bann við þungunarrofi var afnumið og hann sá um fyrstu viðbrögð landsins við faraldri kórónuveirunnar árið 2020.
Írland Tengdar fréttir Varadkar hættir sem forsætisráðherra Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, mun láta af embætti formanns Fine Gael og láta af embætti forsætisráðherra um leið og arftaki hans á formannstól hefur verið valinn. 20. mars 2024 12:46 Írar þverneituðu stjórnarskrárbreytingum um „konuna á heimilinu“ Írar neituðu stjórnarskrárbreytingum sem vörðuðu orðalag um „konuna á heimilinu“ og hvernig talað er um fjölskylduna í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 10. mars 2024 09:32 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Varadkar hættir sem forsætisráðherra Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, mun láta af embætti formanns Fine Gael og láta af embætti forsætisráðherra um leið og arftaki hans á formannstól hefur verið valinn. 20. mars 2024 12:46
Írar þverneituðu stjórnarskrárbreytingum um „konuna á heimilinu“ Írar neituðu stjórnarskrárbreytingum sem vörðuðu orðalag um „konuna á heimilinu“ og hvernig talað er um fjölskylduna í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 10. mars 2024 09:32