Grímulaus sérhagsmunagæsla Andrés Magnússon skrifar 25. mars 2024 10:30 Alþingi afgreiddi með miklum hraði breytingar á búvörulögum í liðinni viku. Innan við sólarhringur leið frá því að nefndarálit meiri hluta atvinnuveganefndar lá fyrir þar til frumvarpið var orðið að lögum. Allt frá því að fyrstu drög að frumvarpi í þessa veru birtust á samráðsgátt stjórnvalda, hafa Neytendasamtökin, hagsmunaðilar í atvinnulífinu og Samkeppniseftirlitið varað mjög við efni þess. Sú mikla andstaða sem þar birtist virtist um hríð hafa náð að stöðva upphafleg áform og síðar hafa stuðlað að jákvæðum breytingum þó enn mætti málið bæta. Vonir manna brugðust endanlega með afgreiðslu málsins á leifturhraða í gegn um þingið. Raunar var um algerlega nýtt frumvarp að ræða þar sem öllum efnisatriðum fyrra frumvarps var breytt í meðförum þingnefndarinnar en fyrstu drög þess lögfest. Eina grein frumvarpsins sem stóð óbreytt segir til um hvenær það á að taka gildi. Engu að síður og þrátt fyrir hvatningu víðs vegar að, hunsaði atvinnuveganefnd Alþingis allar óskir um að nefndin tæki málið aftur fyrir. Hin nýsamþykktu lög heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers konar samráð, þeim verður heimilað að sameinast án takmarkana og þær hafa frjálsar hendur um verðlagningu afurða, til bænda og til verslunarinnar og þar með hafa veruleg áhrif á verð til neytenda. Til að bæta gráu ofan á svart taka allar þessar heimildir til kjötafurðastöðva í öllum búgreinum, en eins og margir vita er staða afurðastöðva mjög mismunandi eftir því hvaða búgreinum þær sinna. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að umræddar heimildir næðu eingöngu til afurðastöðva sem væru í meirihlutaeigu bænda. Hefur enda verið litið svo á að á bændur halli í ýmsu tilliti í samningaviðræðum við sína viðsemjendur, þ. á m. afurðastöðvar. Afl bænda sé takmarkað, þeir séu nokkuð sundraðir og standi því höllum fæti. Lögin veita á hinn bóginn afurðastöðvunum þær heimildir og það afl sem upphaflega stóð til að fá bændum. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um málið var bent með afgerandi hætti á þær afleiðingar sem samþykkt frumvarpsins mun a.ö.l. hafa þegar varnir sem samkeppnislög tryggja bændum og neytendum eru felldar niður. Á varnaðarorðin var ekki hlustað því niðurstaðan varð sú að með nýju lögunum voru veittar undanþágur frá samkeppnislögum sem eru ekki aðeins mun umfangsmeiri en þekkist nokkurs staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við heldur einnig víðtækari en þekkist í mjólkuriðnaði. Undirritaður hefur í um nær fjörutíu ára skeið unnið að hagsmungæslu fyrir íslenskt atvinnulíf og man fá ef nokkur dæmi þess að pólitísku valdi hafi verið beitt jafn grímulaust í þágu þröngra sérhagsmuna og í þessu máli. Eftir sitja bændur, neytendur og ekki síst íslensk verslun í vonlausri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum sem komin eru í einokunarstöðu. Afleiðingar slíkrar stöðu ættu allir að þekkja, ekki síst þeir sem aðhyllast frjálslyndar skoðanir í stjórnmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Alþingi Landbúnaður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Alþingi afgreiddi með miklum hraði breytingar á búvörulögum í liðinni viku. Innan við sólarhringur leið frá því að nefndarálit meiri hluta atvinnuveganefndar lá fyrir þar til frumvarpið var orðið að lögum. Allt frá því að fyrstu drög að frumvarpi í þessa veru birtust á samráðsgátt stjórnvalda, hafa Neytendasamtökin, hagsmunaðilar í atvinnulífinu og Samkeppniseftirlitið varað mjög við efni þess. Sú mikla andstaða sem þar birtist virtist um hríð hafa náð að stöðva upphafleg áform og síðar hafa stuðlað að jákvæðum breytingum þó enn mætti málið bæta. Vonir manna brugðust endanlega með afgreiðslu málsins á leifturhraða í gegn um þingið. Raunar var um algerlega nýtt frumvarp að ræða þar sem öllum efnisatriðum fyrra frumvarps var breytt í meðförum þingnefndarinnar en fyrstu drög þess lögfest. Eina grein frumvarpsins sem stóð óbreytt segir til um hvenær það á að taka gildi. Engu að síður og þrátt fyrir hvatningu víðs vegar að, hunsaði atvinnuveganefnd Alþingis allar óskir um að nefndin tæki málið aftur fyrir. Hin nýsamþykktu lög heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers konar samráð, þeim verður heimilað að sameinast án takmarkana og þær hafa frjálsar hendur um verðlagningu afurða, til bænda og til verslunarinnar og þar með hafa veruleg áhrif á verð til neytenda. Til að bæta gráu ofan á svart taka allar þessar heimildir til kjötafurðastöðva í öllum búgreinum, en eins og margir vita er staða afurðastöðva mjög mismunandi eftir því hvaða búgreinum þær sinna. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að umræddar heimildir næðu eingöngu til afurðastöðva sem væru í meirihlutaeigu bænda. Hefur enda verið litið svo á að á bændur halli í ýmsu tilliti í samningaviðræðum við sína viðsemjendur, þ. á m. afurðastöðvar. Afl bænda sé takmarkað, þeir séu nokkuð sundraðir og standi því höllum fæti. Lögin veita á hinn bóginn afurðastöðvunum þær heimildir og það afl sem upphaflega stóð til að fá bændum. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um málið var bent með afgerandi hætti á þær afleiðingar sem samþykkt frumvarpsins mun a.ö.l. hafa þegar varnir sem samkeppnislög tryggja bændum og neytendum eru felldar niður. Á varnaðarorðin var ekki hlustað því niðurstaðan varð sú að með nýju lögunum voru veittar undanþágur frá samkeppnislögum sem eru ekki aðeins mun umfangsmeiri en þekkist nokkurs staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við heldur einnig víðtækari en þekkist í mjólkuriðnaði. Undirritaður hefur í um nær fjörutíu ára skeið unnið að hagsmungæslu fyrir íslenskt atvinnulíf og man fá ef nokkur dæmi þess að pólitísku valdi hafi verið beitt jafn grímulaust í þágu þröngra sérhagsmuna og í þessu máli. Eftir sitja bændur, neytendur og ekki síst íslensk verslun í vonlausri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum sem komin eru í einokunarstöðu. Afleiðingar slíkrar stöðu ættu allir að þekkja, ekki síst þeir sem aðhyllast frjálslyndar skoðanir í stjórnmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun