Gleymska Google: Athafnamaður og dæmdur nauðgari meðal beiðenda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2024 06:04 Flestar beiðnirnar varða fréttir um dómsmál og brot í starfi. Vísir/Vilhelm Íslenskur athafnamaður, sem hafði verið ákærður fyrir brot í starfi, fékk Google til að samþykkja að fjarlægja 48 leitarniðurstöður sem tengdust málinu. Aðallega var um að ræða fjölmiðlaumfjöllun um meint brot mannsins, greinar sem birtust á árunum 2009 til 2016, en Google samþykkti beiðnina á þeim grundvelli að maðurinn hefði á endanum verið sýknaður. Frá þessu er greint í gegnsæisskýrslu Google vegna beiðna sem fyrirtækinu berast um að fjarlægja niðurstöður á grundvelli úrskurðar Evrópudómstólsins um réttinn til að „gleymast“ á netinu. Vísir greindi frá því í morgun að frá 1. janúar 2015 hafa stórfyrirtækinu borist 1.434 einstakar beiðnir um að fjarlægja samtals 6.399 leitarniðurstöður. Í flestum tilvikum er um að ræða fréttir um dómsmál eða brot í starfi. Í skýrslunni er að finna þrjú dæmi til viðbótar. Þar er meðal annars sagt frá beiðni sem barst um að fjarlægja átta fréttir úr niðurstöðum leitarvélarinnar sem fjölluðu um ásakanir og dóm sem viðkomandi hlaut fyrir nauðgun. Einstaklingurinn sem óskaði eftir því að leitarniðurstöðurnar yrðu fjarlægðar var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010 en látinn laus þremur árum síðar. Google hafnaði beiðni mannsins vegna alvarleika glæpsins. Annað dæmi varðar „vinsælan áhrifavald“ sem bað um að tvær fréttir yrðu fjarlægðar úr leitarniðurstöðum en þær vörðuðu myndskeið sem áhrifavaldurinn hafði birt á Tik Tok við misjafnar undirtektir. Þótti hann hafa farið illa með gæludýrið sitt og verið gagnrýndur fyrir. Google hafnaði þessari beiðni sömuleiðis, á þeirri forsendu að um væri að ræða nýlega umfjöllun. Einstaklingurinn væri enn virkur og þekktur fyrir TikTok myndskeið sín og gangrýni á framgöngu hans ætti erindi í opinbera umræðu. Síðasta dæmið er frábrugðið hinum að því leyti að þar var um að ræða beiðni frá Persónuvernd, sem óskaði eftir því fyrir hönd einstaklings að leitarniðurstöður yrðu fjarlægðar sem tengdust ákærum gegn viðkomandi vegna fíkniefnainnflutnings árið 2000. Einstaklingurinn sendi Google afrit af hreinu sakavottorði sínu og fyrirtækið samþykkti beiðnina. Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Aðallega var um að ræða fjölmiðlaumfjöllun um meint brot mannsins, greinar sem birtust á árunum 2009 til 2016, en Google samþykkti beiðnina á þeim grundvelli að maðurinn hefði á endanum verið sýknaður. Frá þessu er greint í gegnsæisskýrslu Google vegna beiðna sem fyrirtækinu berast um að fjarlægja niðurstöður á grundvelli úrskurðar Evrópudómstólsins um réttinn til að „gleymast“ á netinu. Vísir greindi frá því í morgun að frá 1. janúar 2015 hafa stórfyrirtækinu borist 1.434 einstakar beiðnir um að fjarlægja samtals 6.399 leitarniðurstöður. Í flestum tilvikum er um að ræða fréttir um dómsmál eða brot í starfi. Í skýrslunni er að finna þrjú dæmi til viðbótar. Þar er meðal annars sagt frá beiðni sem barst um að fjarlægja átta fréttir úr niðurstöðum leitarvélarinnar sem fjölluðu um ásakanir og dóm sem viðkomandi hlaut fyrir nauðgun. Einstaklingurinn sem óskaði eftir því að leitarniðurstöðurnar yrðu fjarlægðar var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010 en látinn laus þremur árum síðar. Google hafnaði beiðni mannsins vegna alvarleika glæpsins. Annað dæmi varðar „vinsælan áhrifavald“ sem bað um að tvær fréttir yrðu fjarlægðar úr leitarniðurstöðum en þær vörðuðu myndskeið sem áhrifavaldurinn hafði birt á Tik Tok við misjafnar undirtektir. Þótti hann hafa farið illa með gæludýrið sitt og verið gagnrýndur fyrir. Google hafnaði þessari beiðni sömuleiðis, á þeirri forsendu að um væri að ræða nýlega umfjöllun. Einstaklingurinn væri enn virkur og þekktur fyrir TikTok myndskeið sín og gangrýni á framgöngu hans ætti erindi í opinbera umræðu. Síðasta dæmið er frábrugðið hinum að því leyti að þar var um að ræða beiðni frá Persónuvernd, sem óskaði eftir því fyrir hönd einstaklings að leitarniðurstöður yrðu fjarlægðar sem tengdust ákærum gegn viðkomandi vegna fíkniefnainnflutnings árið 2000. Einstaklingurinn sendi Google afrit af hreinu sakavottorði sínu og fyrirtækið samþykkti beiðnina.
Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira