Einkunnir Íslands: Albert og Hákon bestir í grátlegu tapi Íþróttadeild Vísis skrifar 26. mars 2024 22:02 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola grátlegt tap í kvöld. Mateusz Slodkowski/Getty Images Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu missti af sæti á EM á grátlegan hátt er liðið mátti ola 2-1 tap gegn Úkraínu í kvöld. Íslenska liðið spilaði vel stærstan hluta leiksins og náði forystunni eftir hálftíma leik þegar Albert Guðmundsson skoraði glæsilegt mark með skoti fyrir utan teig. Úkraínumenn sóttu hins vegar stíft í síðari hálfleik, en íslenska vörnin stóð að miklu leyti vel. Viktor Tsygankov jafnaði hins vegar metin fyrir Úkraínu á 54. mínútu eftir snögga sókn áður en Mykhailo Mudryk tryggði liðinu farseðilinn á EM á kostnað Íslendinga með svipuðu marki á 84. mínútu. EM-draumur Íslands er þar með úr sögunni. Einkunnir Íslands í leiknum: Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður 7 Öruggur í flestum sínum aðgerðum framan af leik og á teiginn þegar andstæðingar Íslands koma með fyrirgjafir. Mögulega er hægt að setja spurningamerki við staðsetningar Hákons í báðum mörkum úkraínska liðsins. Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður 5 Hleypti Viktor Tsygankov full auðveldlega inn að miðju í jöfnunarmarki Úkraínu og hefur klárlega átt betri daga í íslensku treyjunni. Var svo tekinn af velli stuttu eftir fyrra mark Úkraínu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður 6 Svaraði ágætlega fyrir frammistöðu sína í leiknum gegn Ísrael og átti fína kafla í miðverðinum. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Stóð vaktina nokkuð vel í miðverðinum og er mikill leiðtogi inni á vellinum. Nældi sér í spjald eftir tæplega klukkutíma leik sem hann hefði líklega getað sleppt. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Fékk það erfiða verkefni að eltast við eldsnöggan Mykhailo Mudryk og átti það til að lenda á eftir Chelsea-manninum. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður (fyrirliði) 6 Skilaði fínu dagsverki en höfum oft séð betri frammistöðu frá fyriliðanum. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Iðinn eins og oft áður inni á miðsvæðinu og skilaði sínu. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantur 8 Var ógnandi í sóknarleik Íslands og átti tvö góð skot á markið sem neyddu Andriy Lunin, markvörð Úkraínu og Real Madrid, í góðar vörslur. Hákon Arnar Haraldsson, hægri kantur 8 Átti stóran þátt í marki Íslands og sýndi oft og tíðum snilldar takta. Gerði úkraínska liðinu oft erfitt fyrir, sérstaklega í fyrri hálfleik. Andri Lucas Gudjohnsen, framherji 7 Fékk úr litlu að moða, en ótrúlega iðinn í fremstu víglínu. Vann hvern skallaboltann á fætur öðrum en vantaði oft menn til að taka seinni boltann. Albert Guðmundsson, framherji 8 Sýndi enn og aftur hversu mikilvægur hann er fyrir íslenska liðið. Skoraði alvöru mark á 30. mínútu með glæsilegu skoti, sem dugði reyndar því miður ekki til. Varamenn: Kolbeinn Finnsson kom inn á fyrir Guðmund Þórarinsson á 63. mínútu 6 Kom inn á með ferska fætur og fór margar ferðir upp og niður vinstri kantinn. Náði þó ekki að skapa mikið fyrir liðsfélaga sína. Orri Steinn Óskarsson kom inn á fyrir Andra Lucas Guðjohnsen á 63. mínútu 5 Kom inn á í erfitt hlutverk fyrir Andra Lucas, en náði ekki að fylgja því jafn vel eftir. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Hákon Arnar Haraldsson á 87. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 87. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Vorum grátlega nálægt þessu“ „Akkúrat núna er þetta mjög þungt. Vorum grátlega nálægt þessu. Mjög þungt,“ sagði Arnór Ingvi Traustason eftir 2-1 tap gegn Úkraínu sem þýðir að Evrópudraumur Íslands er úr leik. 26. mars 2024 21:58 „Eins og gæi sem var með vesen á Astró svona 2002“ Ísland mátti þola súrt 2-1 tap gegn Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM 2024. Ísland komst yfir þökk sé glæsimarki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvö í þeim síðari og er komið á EM í Þýskalandi nú í sumar. 26. mars 2024 21:42 Umfjöllun: Úkraína - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti Draumur Íslands um sæti á EM í Þýskalandi brast í Wroclaw í Póllandi í kvöld. Ísland tapaði 2-1 fyrir Úkraínu sem verður því á meðal þátttakenda á Evrópumótinu í sumar. 26. mars 2024 21:45 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Íslenska liðið spilaði vel stærstan hluta leiksins og náði forystunni eftir hálftíma leik þegar Albert Guðmundsson skoraði glæsilegt mark með skoti fyrir utan teig. Úkraínumenn sóttu hins vegar stíft í síðari hálfleik, en íslenska vörnin stóð að miklu leyti vel. Viktor Tsygankov jafnaði hins vegar metin fyrir Úkraínu á 54. mínútu eftir snögga sókn áður en Mykhailo Mudryk tryggði liðinu farseðilinn á EM á kostnað Íslendinga með svipuðu marki á 84. mínútu. EM-draumur Íslands er þar með úr sögunni. Einkunnir Íslands í leiknum: Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður 7 Öruggur í flestum sínum aðgerðum framan af leik og á teiginn þegar andstæðingar Íslands koma með fyrirgjafir. Mögulega er hægt að setja spurningamerki við staðsetningar Hákons í báðum mörkum úkraínska liðsins. Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður 5 Hleypti Viktor Tsygankov full auðveldlega inn að miðju í jöfnunarmarki Úkraínu og hefur klárlega átt betri daga í íslensku treyjunni. Var svo tekinn af velli stuttu eftir fyrra mark Úkraínu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður 6 Svaraði ágætlega fyrir frammistöðu sína í leiknum gegn Ísrael og átti fína kafla í miðverðinum. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Stóð vaktina nokkuð vel í miðverðinum og er mikill leiðtogi inni á vellinum. Nældi sér í spjald eftir tæplega klukkutíma leik sem hann hefði líklega getað sleppt. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Fékk það erfiða verkefni að eltast við eldsnöggan Mykhailo Mudryk og átti það til að lenda á eftir Chelsea-manninum. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður (fyrirliði) 6 Skilaði fínu dagsverki en höfum oft séð betri frammistöðu frá fyriliðanum. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Iðinn eins og oft áður inni á miðsvæðinu og skilaði sínu. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantur 8 Var ógnandi í sóknarleik Íslands og átti tvö góð skot á markið sem neyddu Andriy Lunin, markvörð Úkraínu og Real Madrid, í góðar vörslur. Hákon Arnar Haraldsson, hægri kantur 8 Átti stóran þátt í marki Íslands og sýndi oft og tíðum snilldar takta. Gerði úkraínska liðinu oft erfitt fyrir, sérstaklega í fyrri hálfleik. Andri Lucas Gudjohnsen, framherji 7 Fékk úr litlu að moða, en ótrúlega iðinn í fremstu víglínu. Vann hvern skallaboltann á fætur öðrum en vantaði oft menn til að taka seinni boltann. Albert Guðmundsson, framherji 8 Sýndi enn og aftur hversu mikilvægur hann er fyrir íslenska liðið. Skoraði alvöru mark á 30. mínútu með glæsilegu skoti, sem dugði reyndar því miður ekki til. Varamenn: Kolbeinn Finnsson kom inn á fyrir Guðmund Þórarinsson á 63. mínútu 6 Kom inn á með ferska fætur og fór margar ferðir upp og niður vinstri kantinn. Náði þó ekki að skapa mikið fyrir liðsfélaga sína. Orri Steinn Óskarsson kom inn á fyrir Andra Lucas Guðjohnsen á 63. mínútu 5 Kom inn á í erfitt hlutverk fyrir Andra Lucas, en náði ekki að fylgja því jafn vel eftir. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Hákon Arnar Haraldsson á 87. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 87. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Vorum grátlega nálægt þessu“ „Akkúrat núna er þetta mjög þungt. Vorum grátlega nálægt þessu. Mjög þungt,“ sagði Arnór Ingvi Traustason eftir 2-1 tap gegn Úkraínu sem þýðir að Evrópudraumur Íslands er úr leik. 26. mars 2024 21:58 „Eins og gæi sem var með vesen á Astró svona 2002“ Ísland mátti þola súrt 2-1 tap gegn Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM 2024. Ísland komst yfir þökk sé glæsimarki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvö í þeim síðari og er komið á EM í Þýskalandi nú í sumar. 26. mars 2024 21:42 Umfjöllun: Úkraína - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti Draumur Íslands um sæti á EM í Þýskalandi brast í Wroclaw í Póllandi í kvöld. Ísland tapaði 2-1 fyrir Úkraínu sem verður því á meðal þátttakenda á Evrópumótinu í sumar. 26. mars 2024 21:45 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
„Vorum grátlega nálægt þessu“ „Akkúrat núna er þetta mjög þungt. Vorum grátlega nálægt þessu. Mjög þungt,“ sagði Arnór Ingvi Traustason eftir 2-1 tap gegn Úkraínu sem þýðir að Evrópudraumur Íslands er úr leik. 26. mars 2024 21:58
„Eins og gæi sem var með vesen á Astró svona 2002“ Ísland mátti þola súrt 2-1 tap gegn Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM 2024. Ísland komst yfir þökk sé glæsimarki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvö í þeim síðari og er komið á EM í Þýskalandi nú í sumar. 26. mars 2024 21:42
Umfjöllun: Úkraína - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti Draumur Íslands um sæti á EM í Þýskalandi brast í Wroclaw í Póllandi í kvöld. Ísland tapaði 2-1 fyrir Úkraínu sem verður því á meðal þátttakenda á Evrópumótinu í sumar. 26. mars 2024 21:45
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti