Engin námslán fyrir fátækt fólk Gísli Laufeyjarson Höskuldsson skrifar 27. mars 2024 09:00 Eitt af mikilvægustu verkefnum ríkisins er að stuðla að aukinni menntun og bættum tækifærum allra til að þroskast og virkja krafta sína í samfélaginu. Við misjafnar undirtektir hefur þessu hlutverki meðal annars verið sinnt af Menntasjóði námsmanna, áður LÍN, sem hefur undanfarna áratugi gert námsmönnum kleift að stunda háskólanám þrátt fyrir að vera utan vinnumarkaðar. Allan þann tíma hefur umræða um námslánakerfið einkennst af gagnrýni á lága framfærslu og þung endurgreiðslukjör og hefur ábyrgðarmannakerfið svokallaða sömuleiðis sætt gagnrýni fyrir að koma verst niður á þeim sem höllustum fæti standa. Margir þessara ábyrgðarmanna kannast við að ábyrgð þeirra hafi fallið niður með lagabreytingu árið 2020. Þegar stjórnvöld eru hins vegar sjálf tekin upp á því að flytja „fréttir“ af eigin afrekum fer gjarnan fyrir ofan garð og neðan þegar fiskur er undir steini og lagabreytingar ekki af einskærri gjafmildi gerðar. Þannig vakti það ekki mikla athygli að ábyrgðarmenn námslána sem voru í vanskilum árið 2020 eru ennþá ábyrgðarmenn í dag vegna sérákvæðis í lögunum, auk þess sem „ótryggir lántakar“ þurfa enn að afla sér tryggingar fyrir láninu, til dæmis ábyrgðarmanns. Ábyrgðarmannakerfið var með öðrum orðum ekki lagt niður nema fyrir þau sem voru hvort sem er ólíkleg til að lenda í vanskilum. Betra er autt rúm en illa skipað? Hið sama er uppi á teningnum í dag, þegar fyrir liggur frumvarp frá Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem miðar að því að leggja endanlega niður ábyrgðarmannakerfið. Með frumvarpinu er lagt til að allar ábyrgðir námslána falli niður og það er frábært! Frumvarpið felur hins vegar í sér aðra tillögu sem er öllu síðri. Vandamálið við ábyrgðarmannakerfið er að það kemur sér verst fyrir „ótrygga lántaka“, sem í langflestum tilfellum er fólk í erfiðri fjárhagsstöðu. Þeir lántakar eru líklegastir til að lenda í vanskilum og ábyrgðarmenn þeirra - oftast foreldrar - eru líklegastir til að geta ekki tekið skellinn. Sú lausn sem frumvarpið leggur til er að þessum hópi fólks verði einfaldlega ekki boðið að taka námslán. Lánin verða framvegis aðeins í boði fyrir þau sem hafa hreinan fjárhagslegan skjöld. Þessari framúrstefnulegu lausn má líkja við að þak í fjölbýlishúsi leki og vatni dropi niður á íbúana, sem grípi þá til þess ráðs að fjarlægja einfaldlega þakið. Svo sannarlega lekur þakið ekki lengur, en það er heldur ekkert þak. Hvernig eiga „ótryggir lántakar“ eftirleiðis að komast í háskóla og njóta jafnra tækifæra á við aðra samfélagshópa? Sannleikurinn er sá að stjórnvöld virðast ekki vilja styðja þau til þess. Að mati Stúdentaráðs Háskóla Íslands er frumvarp Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í hreinni andstöðu við markmið námslánakerfisins, sem er að stuðla að jöfnum tækifæri allra til náms. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu verkefnum ríkisins er að stuðla að aukinni menntun og bættum tækifærum allra til að þroskast og virkja krafta sína í samfélaginu. Við misjafnar undirtektir hefur þessu hlutverki meðal annars verið sinnt af Menntasjóði námsmanna, áður LÍN, sem hefur undanfarna áratugi gert námsmönnum kleift að stunda háskólanám þrátt fyrir að vera utan vinnumarkaðar. Allan þann tíma hefur umræða um námslánakerfið einkennst af gagnrýni á lága framfærslu og þung endurgreiðslukjör og hefur ábyrgðarmannakerfið svokallaða sömuleiðis sætt gagnrýni fyrir að koma verst niður á þeim sem höllustum fæti standa. Margir þessara ábyrgðarmanna kannast við að ábyrgð þeirra hafi fallið niður með lagabreytingu árið 2020. Þegar stjórnvöld eru hins vegar sjálf tekin upp á því að flytja „fréttir“ af eigin afrekum fer gjarnan fyrir ofan garð og neðan þegar fiskur er undir steini og lagabreytingar ekki af einskærri gjafmildi gerðar. Þannig vakti það ekki mikla athygli að ábyrgðarmenn námslána sem voru í vanskilum árið 2020 eru ennþá ábyrgðarmenn í dag vegna sérákvæðis í lögunum, auk þess sem „ótryggir lántakar“ þurfa enn að afla sér tryggingar fyrir láninu, til dæmis ábyrgðarmanns. Ábyrgðarmannakerfið var með öðrum orðum ekki lagt niður nema fyrir þau sem voru hvort sem er ólíkleg til að lenda í vanskilum. Betra er autt rúm en illa skipað? Hið sama er uppi á teningnum í dag, þegar fyrir liggur frumvarp frá Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem miðar að því að leggja endanlega niður ábyrgðarmannakerfið. Með frumvarpinu er lagt til að allar ábyrgðir námslána falli niður og það er frábært! Frumvarpið felur hins vegar í sér aðra tillögu sem er öllu síðri. Vandamálið við ábyrgðarmannakerfið er að það kemur sér verst fyrir „ótrygga lántaka“, sem í langflestum tilfellum er fólk í erfiðri fjárhagsstöðu. Þeir lántakar eru líklegastir til að lenda í vanskilum og ábyrgðarmenn þeirra - oftast foreldrar - eru líklegastir til að geta ekki tekið skellinn. Sú lausn sem frumvarpið leggur til er að þessum hópi fólks verði einfaldlega ekki boðið að taka námslán. Lánin verða framvegis aðeins í boði fyrir þau sem hafa hreinan fjárhagslegan skjöld. Þessari framúrstefnulegu lausn má líkja við að þak í fjölbýlishúsi leki og vatni dropi niður á íbúana, sem grípi þá til þess ráðs að fjarlægja einfaldlega þakið. Svo sannarlega lekur þakið ekki lengur, en það er heldur ekkert þak. Hvernig eiga „ótryggir lántakar“ eftirleiðis að komast í háskóla og njóta jafnra tækifæra á við aðra samfélagshópa? Sannleikurinn er sá að stjórnvöld virðast ekki vilja styðja þau til þess. Að mati Stúdentaráðs Háskóla Íslands er frumvarp Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í hreinni andstöðu við markmið námslánakerfisins, sem er að stuðla að jöfnum tækifæri allra til náms. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun