Fyrrverandi Englandsmeistari með námskeið í samstarfi við Fram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2024 12:01 Asmir Begović var á mála hjá Chelsea frá 2015 til 2017. Rob Newell/Getty Images Asmir Begović, markvörður Q.P.R. í ensku B-deildinni og fyrrverandi markvörður Chelsea, AC Milan og fleiri liða verður með markmannsnámskeið á heimavelli Fram í Úlfarsárdalnum í sumar. Hann hefur ágætis tengingu við Ísland enda voru Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen samherjar hans á sínum tíma. Ásamt því að spila sem atvinnumaður frá 2005 hefur markvörðurinn leikið 63 A-landsleiki fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Hinn 36 ára gamli Begović gekk í raðir Queens Park Rangers á síðasta ári en virðist vera farinn að huga að því hvað gerist þegar hanskarnir fara á hilluna. Hann hefur því stofnað sérstaka akademíu fyrir markverði, Asmir Begović GK Academy. View this post on Instagram A post shared by Asmir Begovi GK Academy (@abgkacademy) Akademían kemur hingað til lands í sumar þar sem Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, kynntist Begović þegar þeir voru báðir á mála hjá Chelsea. Owen sem þjálfari en Begović sem leikmaður. Begović og teymi hans munu halda námskeiðið þann 8. til 9. júní en allar upplýsingar má finna á vefsíðu Fram. Hann svaraði stuttlega nokkrum spurningum Vísis um komu sína til Íslands. Markmið heimsóknarinnar er að koma og vera með sérstakt markmannsnámskeið í samstarfi við Fram þann 8. og 9. júní. Ásamt Begović sjálfum koma tveir aðrir þjálfarar sem starfa fyrir akademíuna en hún er staðsett í heimalandi hans sem og á nokkrum stöðum í Englandi. „Við viljum þjálfa, mennta og aðstoða unga markverði með skipulögðum æfingum og mikilli skemmtun. Okkur hlakkar gríðarlega til að sjá unga markverði Íslands og erum spenntir fyrir þessu einstaka tækifæri.“ Aðspurður hvort reynsla sín sem atvinnumaður á hæsta stigi gæti aðstoðað unga markverði og þá kannski sérstaklega með andlega þáttinn sem er gríðarlega mikilvægur fyrir unga markverði. Taldi Begović svo vera. „Við getum án efa hjálpað ungum markvörðum með andlegu hlið leiksins sem og svarað öðrum spurningum sem þau kunna að hafa. Eitt það besta við námskeiðið sem við bjóðum upp á eru samskipti mín og þjálfara akademíunnar við markverðina þar sem þeir geta spurt að vild. Við getum svo að sama skapi deilt með þeim okkar reynslu og lærdómi sem við höfum sankað að okkur í gegnum árin.“ Var markvörðurinn öflugi spurður hvort hann ætti sér einhvern uppáhalds leikmann frá Íslandi. „Ég spilaði með Eiði Smára hjá Stoke City og Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth svo það eru mínir tveir uppáhalds leikmenn frá Íslandi.“ Með Hermanni á góðri stundu.Joe Pepler/Getty Images Begović var ungur að árum þegar hann lék með Hermanni og var því að endingu spurður hvort Hermann hafi nokkuð hrætt úr honum líftóruna en Hermann var þekktur fyrir að bregða fyrir menn fæti á sínum tíma. „Hermann var frábær hjá Portsmouth og naut þess mikið að vera með honum í liði. Hann var atvinnumaður fram í fingurgómana og frábært fyrir ungan leikmann eins og mig að vera með honum daglega. Hann var mjög faglegur í öllu sem hann gerði, ég naut þess að læra af honum og var ekki hræddur við hann á neinn hátt,“ sagði Begović hlæjandi að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Fram Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Hann hefur ágætis tengingu við Ísland enda voru Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen samherjar hans á sínum tíma. Ásamt því að spila sem atvinnumaður frá 2005 hefur markvörðurinn leikið 63 A-landsleiki fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Hinn 36 ára gamli Begović gekk í raðir Queens Park Rangers á síðasta ári en virðist vera farinn að huga að því hvað gerist þegar hanskarnir fara á hilluna. Hann hefur því stofnað sérstaka akademíu fyrir markverði, Asmir Begović GK Academy. View this post on Instagram A post shared by Asmir Begovi GK Academy (@abgkacademy) Akademían kemur hingað til lands í sumar þar sem Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, kynntist Begović þegar þeir voru báðir á mála hjá Chelsea. Owen sem þjálfari en Begović sem leikmaður. Begović og teymi hans munu halda námskeiðið þann 8. til 9. júní en allar upplýsingar má finna á vefsíðu Fram. Hann svaraði stuttlega nokkrum spurningum Vísis um komu sína til Íslands. Markmið heimsóknarinnar er að koma og vera með sérstakt markmannsnámskeið í samstarfi við Fram þann 8. og 9. júní. Ásamt Begović sjálfum koma tveir aðrir þjálfarar sem starfa fyrir akademíuna en hún er staðsett í heimalandi hans sem og á nokkrum stöðum í Englandi. „Við viljum þjálfa, mennta og aðstoða unga markverði með skipulögðum æfingum og mikilli skemmtun. Okkur hlakkar gríðarlega til að sjá unga markverði Íslands og erum spenntir fyrir þessu einstaka tækifæri.“ Aðspurður hvort reynsla sín sem atvinnumaður á hæsta stigi gæti aðstoðað unga markverði og þá kannski sérstaklega með andlega þáttinn sem er gríðarlega mikilvægur fyrir unga markverði. Taldi Begović svo vera. „Við getum án efa hjálpað ungum markvörðum með andlegu hlið leiksins sem og svarað öðrum spurningum sem þau kunna að hafa. Eitt það besta við námskeiðið sem við bjóðum upp á eru samskipti mín og þjálfara akademíunnar við markverðina þar sem þeir geta spurt að vild. Við getum svo að sama skapi deilt með þeim okkar reynslu og lærdómi sem við höfum sankað að okkur í gegnum árin.“ Var markvörðurinn öflugi spurður hvort hann ætti sér einhvern uppáhalds leikmann frá Íslandi. „Ég spilaði með Eiði Smára hjá Stoke City og Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth svo það eru mínir tveir uppáhalds leikmenn frá Íslandi.“ Með Hermanni á góðri stundu.Joe Pepler/Getty Images Begović var ungur að árum þegar hann lék með Hermanni og var því að endingu spurður hvort Hermann hafi nokkuð hrætt úr honum líftóruna en Hermann var þekktur fyrir að bregða fyrir menn fæti á sínum tíma. „Hermann var frábær hjá Portsmouth og naut þess mikið að vera með honum í liði. Hann var atvinnumaður fram í fingurgómana og frábært fyrir ungan leikmann eins og mig að vera með honum daglega. Hann var mjög faglegur í öllu sem hann gerði, ég naut þess að læra af honum og var ekki hræddur við hann á neinn hátt,“ sagði Begović hlæjandi að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Fram Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira