Kaleo gefur út sitt fyrsta lag í þrjú ár Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2024 14:17 Hljómsveitin Kaleo, sem samanstendur af þeim Jökli Júlíussyni, Rubin Pollock, Daníel Kristjánssyni og Davíð Antonssyni, fagnaði tíu ára afmæli á dögunum. Kaleo Stórhljómsveitin Kaleo gaf út sitt fyrsta lag í þrjú ár í dag, Lonely Cowboy. Tónlistarmyndband við lagið, sem tekið var upp í Colosseum í Róm, var jafnframt frumsýnt í dag. „Lonely Cowboy er mjúklega plokkað á kassagítar en hlý rödd söngvarans, gítarleikarans, píanóleikarans og lagahöfundarins Jökuls Júlíussonar, er þó í forgrunni,“ segir í fréttatilkynningu. Fyrr í mánuðinum fagnaði hljómsveitin tíu ára afmæli sínu með tónleikum í Colosseum í Róm. Með tónleikunum bættust þeir í hóp rómaðra listamanna sem fengið hafa leyfi til þess að spila í hringleikahúsinu forna. „Þetta lag er búið að gerjast lengi og gaman að gefa það loksins út. Það er svona einskonar evrópskur vestri (e. Spagetti Western). Ég var undir áhrifum ítalska tónskáldsins Ennio Morricone við upptökur á laginu og því var skemmtileg tenging að fá að flytja það inní Colosseum í Róm,” er haft eftir Jökli Júlíussyni, söngvara og lagahöfudar hljómsveitarinnar. Tónlistarmyndbandið má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=IfzGg4aPiqM">watch on YouTube</a> „Með laginu „Lonely Cowboy” gefur Kaleo ekkert eftir, hvorki í tón- eða textasmíði. Lagið var frumflutt á tónleikum sem haldnir voru á The Grand Ole Opry í Nashville í Bandaríkjunum árið 2022 við mikinn fögnuð áhorfenda og voru strákarnir í KALEO fyrstu Íslendingarnir til að spila þar. Lagið var einnig nýlega var flutt í Colosseum í Róm við mikinn fögnuð,“ segir í fréttatilkynningu. Kaleo Tónlist Ítalía Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Lonely Cowboy er mjúklega plokkað á kassagítar en hlý rödd söngvarans, gítarleikarans, píanóleikarans og lagahöfundarins Jökuls Júlíussonar, er þó í forgrunni,“ segir í fréttatilkynningu. Fyrr í mánuðinum fagnaði hljómsveitin tíu ára afmæli sínu með tónleikum í Colosseum í Róm. Með tónleikunum bættust þeir í hóp rómaðra listamanna sem fengið hafa leyfi til þess að spila í hringleikahúsinu forna. „Þetta lag er búið að gerjast lengi og gaman að gefa það loksins út. Það er svona einskonar evrópskur vestri (e. Spagetti Western). Ég var undir áhrifum ítalska tónskáldsins Ennio Morricone við upptökur á laginu og því var skemmtileg tenging að fá að flytja það inní Colosseum í Róm,” er haft eftir Jökli Júlíussyni, söngvara og lagahöfudar hljómsveitarinnar. Tónlistarmyndbandið má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=IfzGg4aPiqM">watch on YouTube</a> „Með laginu „Lonely Cowboy” gefur Kaleo ekkert eftir, hvorki í tón- eða textasmíði. Lagið var frumflutt á tónleikum sem haldnir voru á The Grand Ole Opry í Nashville í Bandaríkjunum árið 2022 við mikinn fögnuð áhorfenda og voru strákarnir í KALEO fyrstu Íslendingarnir til að spila þar. Lagið var einnig nýlega var flutt í Colosseum í Róm við mikinn fögnuð,“ segir í fréttatilkynningu.
Kaleo Tónlist Ítalía Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira