Gera Ísraelum að afstýra hungursneyð á Gasa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 15:50 Alþjóðadómstóllinn hefur gert Ísrael að hleypa hjálpargögnum og mannúðaraðstoð inn á Gasa, svo afstýra megi hungursneyð. AP/Fatima Shbair Alþjóðadómstóllinn hefur skipað Ísrael að leyfa óheft flæði hjálpargagna og mannúðaraðstoðar inn á Gasa, svo koma megi í veg fyrir hungursneyð. Ákvörðun dómstólsins var einróma, og felur í sér að Ísrael skuli án tafar haga málum með þeim hætti að hægt verði að koma gögnunum og mannúðaraðstoð inn á svæðið. Að öðrum kosti muni hungursneyð skapast á Gasa á næstu vikum. Ísraelsmenn hafa ítrekað verið sakaðir um að hefta aðgang hjálparstofnana að svæðinu, en segja að slíkar ásakanir eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Segja Hamas um að kenna Í viðbrögðum við niðurstöðu dómstólsins sagði ísraelska utanríkisráðuneytið að það væri sífellt að „vinna að framgangi nýrra verkefna og stækkun þeirra sem fyrir eru“ svo koma mætti hjálpargögnum inn á Gasa í lofti, á landi og á sjó. Það gerði ríkið í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar. Í yfirlýsingu ráðuneytisins var einnig sagt að Hamas væri um að kenna hvernig komið væri fyrir íbúum á Gasa. Vísar ráðuneytið þar til hryðjuverkaárásar Gasa á Ísrael 7. október síðastliðinn, en síðan þá hafa Ísraelar staðið í stórtækum hernaðaraðgerðum á Gasa. Á síðustu mánuðum hafa myndast langar raðir flutningabíla og trukka við landamæri Gasa og Egyptalands, og Ísraels. Það er vandamál sem Ísraelsmenn hafa verið sakaðir um að hafa skapað með því að láta bílstjóra bílanna undirgangast handahófskenndar og flóknar skoðanir á bílum sínum. Á móti hafa Ísraelsmenn sagt að Hamas-samtökin hirði stóran hluta þeirra gagna sem komist yfir landamærin, og sagt Sameinuðu þjóðirnar vera að bregðast hlutverki sínu í að deila gæðunum sem eftir verða til almennra borgara. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Ákvörðun dómstólsins var einróma, og felur í sér að Ísrael skuli án tafar haga málum með þeim hætti að hægt verði að koma gögnunum og mannúðaraðstoð inn á svæðið. Að öðrum kosti muni hungursneyð skapast á Gasa á næstu vikum. Ísraelsmenn hafa ítrekað verið sakaðir um að hefta aðgang hjálparstofnana að svæðinu, en segja að slíkar ásakanir eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Segja Hamas um að kenna Í viðbrögðum við niðurstöðu dómstólsins sagði ísraelska utanríkisráðuneytið að það væri sífellt að „vinna að framgangi nýrra verkefna og stækkun þeirra sem fyrir eru“ svo koma mætti hjálpargögnum inn á Gasa í lofti, á landi og á sjó. Það gerði ríkið í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar. Í yfirlýsingu ráðuneytisins var einnig sagt að Hamas væri um að kenna hvernig komið væri fyrir íbúum á Gasa. Vísar ráðuneytið þar til hryðjuverkaárásar Gasa á Ísrael 7. október síðastliðinn, en síðan þá hafa Ísraelar staðið í stórtækum hernaðaraðgerðum á Gasa. Á síðustu mánuðum hafa myndast langar raðir flutningabíla og trukka við landamæri Gasa og Egyptalands, og Ísraels. Það er vandamál sem Ísraelsmenn hafa verið sakaðir um að hafa skapað með því að láta bílstjóra bílanna undirgangast handahófskenndar og flóknar skoðanir á bílum sínum. Á móti hafa Ísraelsmenn sagt að Hamas-samtökin hirði stóran hluta þeirra gagna sem komist yfir landamærin, og sagt Sameinuðu þjóðirnar vera að bregðast hlutverki sínu í að deila gæðunum sem eftir verða til almennra borgara.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira