Alls konar og lífið Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar 29. mars 2024 17:01 Á sólríkum síðvetrardegi, sá ég alls konar og lífið. Út um gluggann, úti í garði. Hundar viðra sína mennsku húsfélaga, gangandi um með bros á vör. Svartþrestir í beðum, róta öllu sem rótað geta. Glaðværir auðnutittlingar í trjánum, hástöfum syngja sitt hamingjulag. Stöku fluga, furðu lostin, flakkar um loftið. Skilur sjálf ekki af hverju hún er á ferli. Í fjarska situr fólk á fákum og náttúrunnar nýtur. Fæstir eru fákarnir vélvæddir. Frekar knúnir áfram af knapanum sem stígur pedalana. Inn á milli birtast þó hinir einu sönnu fákar. Hjólum skipt út fyrir hófa. Knapar með reiðtygi í lófa, í stýrisstað. Heiður er himinn, líkt og lóan sem snemma er komin og nágrannakonan, nokkrum húsum innar. Hratt hún hleypur yfir túnið. Sprettæfingar, ætisleit eða eintóm gleði? Loks fer hún að leita í beði. Vængjalangi vaðfuglinn, sko ekki nágrannakonan. Lauf, greinar og leifar síðasta sumars liggja enn í beðinu. Vernda lífið sem undir býr og auðvelda lóunni fæðuleit. Litríkt er það með eindæmum, þökk sé krúttlegum krókusum. Gulir blekkja og gefa von um hlýju, hinir heiðarlegri bláleitir af kulda. Ofar rísa þó blágrænir, breiðari stilkar, bíðandi þess að blása í lúðra. Blómstrar þar síðar páskalilja. Áður óx þar runni sem ég eitt sinn unni. Hvers nafn ég þó ekki kunni, fyrr en ég heyrði það úr nærliggjandi munni. Einhvern tíman runninn hvarf, sennilega látið lífið. Skömmu síðar fór nafnið sömu leið. Yfirgefinn fótbolti í útilegu, furðu loftmikill, bíður spenntur, enda vertíðin framundan. Skítugur pallurinn glottir og fagnar friðsældinni. Félagslyndur er hann, en hvíldin er góð. Geislar sólar flakka milli greina, skína á jörð, en vanda valið. Sofandi sinan ver það sem enn í dvala dvelur. Mér verður litið að læknum, sem voru skammt undan að brynna hestum sínum hjá læknum. Skrýtið að ríða út í vinnufötunum, með hlustunarpípuna um hálsinn. Líklega brjálað að gera og naumur tími til útivistar. Ætli þeir séu dýralæknar, kannski á vakt? Augun fylgdu rennslinu, þótt rólegt væri, eftir árfarveginum niður að vatni. Þar beið óvanaleg sjón. Árabátur á vatninu. Ekki nýr. Árin sem að mér sneri hafði greinilega lifað þau mörg, árin. Báturinn bar með sér að hafa ekki verið mikið notaður undanfarið og hélt varla vatni af spenningi. Eða af ónægu viðhaldi. Í honum sat einn maður. Sá sá um að sá fræjum efasemdar í hugum áhorfenda, þökk sé lítt íþróttamannslegum vexti. Virtist þó njóta lífsins. Hávær kvenrödd rauf skyndilega þögnina, ef þögn mætti kalla og hrópaði eitthvað óskiljanlegt meðan hún óð sem óð væri að bátnum. Gæsir flögruðu og flúðu lætin. Maðurinn, eftir mikinn róður, var másandi og móður. Átti ekki von á að sjá sína eigin móður og varð því strax í kinnum rjóður. Skömmu síðar skammir í ríkulegum skömmtum fylgdu fast á hæla konuskrefi hverju. Læddist að mér sá grunur að hún væri eitthvað ósátt. Velti fyrir mér að poppa og fylgjast áfram með framvindu mála, en lét þetta duga. Lagaði mér te og leiddi hugann að öðrum málum. Fínasta forskot á sæluna, enda kuldakeimur í lofti. Frostið ekki úr jörðu farið og nóg eftir af sveiflum niðurfyrir núllið. En samt, hrotunum farið að fækka og sumt farið að rumska. Áminning um fyrstu skrefin í átt að litríkari og líflegri tíð. Ár eftir ár við hringsólum milli tíða, svo lengi sem tíminn nennir. Hvort sem bráðnar eða fennir. Alltaf gerist þó eitthvað nýtt. Alltaf gerist alls konar og lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á sólríkum síðvetrardegi, sá ég alls konar og lífið. Út um gluggann, úti í garði. Hundar viðra sína mennsku húsfélaga, gangandi um með bros á vör. Svartþrestir í beðum, róta öllu sem rótað geta. Glaðværir auðnutittlingar í trjánum, hástöfum syngja sitt hamingjulag. Stöku fluga, furðu lostin, flakkar um loftið. Skilur sjálf ekki af hverju hún er á ferli. Í fjarska situr fólk á fákum og náttúrunnar nýtur. Fæstir eru fákarnir vélvæddir. Frekar knúnir áfram af knapanum sem stígur pedalana. Inn á milli birtast þó hinir einu sönnu fákar. Hjólum skipt út fyrir hófa. Knapar með reiðtygi í lófa, í stýrisstað. Heiður er himinn, líkt og lóan sem snemma er komin og nágrannakonan, nokkrum húsum innar. Hratt hún hleypur yfir túnið. Sprettæfingar, ætisleit eða eintóm gleði? Loks fer hún að leita í beði. Vængjalangi vaðfuglinn, sko ekki nágrannakonan. Lauf, greinar og leifar síðasta sumars liggja enn í beðinu. Vernda lífið sem undir býr og auðvelda lóunni fæðuleit. Litríkt er það með eindæmum, þökk sé krúttlegum krókusum. Gulir blekkja og gefa von um hlýju, hinir heiðarlegri bláleitir af kulda. Ofar rísa þó blágrænir, breiðari stilkar, bíðandi þess að blása í lúðra. Blómstrar þar síðar páskalilja. Áður óx þar runni sem ég eitt sinn unni. Hvers nafn ég þó ekki kunni, fyrr en ég heyrði það úr nærliggjandi munni. Einhvern tíman runninn hvarf, sennilega látið lífið. Skömmu síðar fór nafnið sömu leið. Yfirgefinn fótbolti í útilegu, furðu loftmikill, bíður spenntur, enda vertíðin framundan. Skítugur pallurinn glottir og fagnar friðsældinni. Félagslyndur er hann, en hvíldin er góð. Geislar sólar flakka milli greina, skína á jörð, en vanda valið. Sofandi sinan ver það sem enn í dvala dvelur. Mér verður litið að læknum, sem voru skammt undan að brynna hestum sínum hjá læknum. Skrýtið að ríða út í vinnufötunum, með hlustunarpípuna um hálsinn. Líklega brjálað að gera og naumur tími til útivistar. Ætli þeir séu dýralæknar, kannski á vakt? Augun fylgdu rennslinu, þótt rólegt væri, eftir árfarveginum niður að vatni. Þar beið óvanaleg sjón. Árabátur á vatninu. Ekki nýr. Árin sem að mér sneri hafði greinilega lifað þau mörg, árin. Báturinn bar með sér að hafa ekki verið mikið notaður undanfarið og hélt varla vatni af spenningi. Eða af ónægu viðhaldi. Í honum sat einn maður. Sá sá um að sá fræjum efasemdar í hugum áhorfenda, þökk sé lítt íþróttamannslegum vexti. Virtist þó njóta lífsins. Hávær kvenrödd rauf skyndilega þögnina, ef þögn mætti kalla og hrópaði eitthvað óskiljanlegt meðan hún óð sem óð væri að bátnum. Gæsir flögruðu og flúðu lætin. Maðurinn, eftir mikinn róður, var másandi og móður. Átti ekki von á að sjá sína eigin móður og varð því strax í kinnum rjóður. Skömmu síðar skammir í ríkulegum skömmtum fylgdu fast á hæla konuskrefi hverju. Læddist að mér sá grunur að hún væri eitthvað ósátt. Velti fyrir mér að poppa og fylgjast áfram með framvindu mála, en lét þetta duga. Lagaði mér te og leiddi hugann að öðrum málum. Fínasta forskot á sæluna, enda kuldakeimur í lofti. Frostið ekki úr jörðu farið og nóg eftir af sveiflum niðurfyrir núllið. En samt, hrotunum farið að fækka og sumt farið að rumska. Áminning um fyrstu skrefin í átt að litríkari og líflegri tíð. Ár eftir ár við hringsólum milli tíða, svo lengi sem tíminn nennir. Hvort sem bráðnar eða fennir. Alltaf gerist þó eitthvað nýtt. Alltaf gerist alls konar og lífið.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar