Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 12:31 Þrátt fyrir að hafa misst af Gylfa fagnar Arnar komu hans í íslenska boltann og vonast til að sjá hann í Víkinni í kvöld. Samsett/Vísir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. Víkingar voru á meðal þeirra liða sem reyndu að fá Gylfa Þór Sigurðsson í sínar raðir í vetur en Gylfi skrifaði undir samning hjá Val og gæti því mætt Víkingum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30, á Víkingsvelli. „Vonandi spilar kappinn [Gylfi] í kvöld því ég held að allir bíði þess með óþreyju að fá að sjá hann spila alvöru leik á Íslandi. Það væri sterkt að fá að mæta honum í kvöld, og fyrir okkar stráka að mæla sig gagnvart honum,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. „Æstir í að vinna þennan titil“ Víkingar unnu báða stóru titlana á síðustu leiktíð en til þess að Meistarakeppnin geti farið fram þá mæta þeir liðinu sem varð í 2. sæti Bestu deildarinnar í fyrra, Val. „Við erum fullir eftirvæntingar að hefja tímabilið. Það er búið að ganga á ýmsu en við erum að koma vel undan vetri. Hvað deildina varðar eru líka mörg lið búin að styrkja sig mikið, og vonandi gefur leikurinn í kvöld forsmekkinn að því sem koma skal,“ segir Arnar sem tekur leikinn í kvöld alvarlega: „Já, mjög svo. Það er verið að berjast um titil og þetta bæði setur endapunktinn á veturinn og gefur tóninn fyrir sumarið. Við töpuðum í fyrra á móti Blikum í þessum sama leik þannig að við erum æstir í að vinna þennan titil í kvöld.“ Kæru Víkingar. Hamingjan býður ykkur öll hjartanlega velkomin á leik Víkings og Vals. Í kvöld verða Meistarar Meistaranna krýndir og við viljum sjá þig í stúkunni.Hjaltested borgararnir verða á sínum stað. Ekkert aprílgabb þar á ferð.Sjáumst í Hamingjunni í kvöld. pic.twitter.com/txv5yY525I— Víkingur (@vikingurfc) April 1, 2024 Ný leiktíð í Bestu deildinni hefst svo um helgina þar sem Víkingar spila fyrsta leik mótsins, gegn Stjörnunni, í Fossvoginum á laugardagskvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Fagnar komu Gylfa: „Auðvitað reyndum við að fá hann“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfestir að hans menn hafi reynt sitt ítrasta að fá Gylfa Þór Sigurðsson til félagsins en þurftu að játa sig sigraða í baráttunni við Val. Hann fagnar komu Gylfa í Bestu deildina, þó það sé til mótherja. 15. mars 2024 10:42 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Víkingar voru á meðal þeirra liða sem reyndu að fá Gylfa Þór Sigurðsson í sínar raðir í vetur en Gylfi skrifaði undir samning hjá Val og gæti því mætt Víkingum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30, á Víkingsvelli. „Vonandi spilar kappinn [Gylfi] í kvöld því ég held að allir bíði þess með óþreyju að fá að sjá hann spila alvöru leik á Íslandi. Það væri sterkt að fá að mæta honum í kvöld, og fyrir okkar stráka að mæla sig gagnvart honum,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. „Æstir í að vinna þennan titil“ Víkingar unnu báða stóru titlana á síðustu leiktíð en til þess að Meistarakeppnin geti farið fram þá mæta þeir liðinu sem varð í 2. sæti Bestu deildarinnar í fyrra, Val. „Við erum fullir eftirvæntingar að hefja tímabilið. Það er búið að ganga á ýmsu en við erum að koma vel undan vetri. Hvað deildina varðar eru líka mörg lið búin að styrkja sig mikið, og vonandi gefur leikurinn í kvöld forsmekkinn að því sem koma skal,“ segir Arnar sem tekur leikinn í kvöld alvarlega: „Já, mjög svo. Það er verið að berjast um titil og þetta bæði setur endapunktinn á veturinn og gefur tóninn fyrir sumarið. Við töpuðum í fyrra á móti Blikum í þessum sama leik þannig að við erum æstir í að vinna þennan titil í kvöld.“ Kæru Víkingar. Hamingjan býður ykkur öll hjartanlega velkomin á leik Víkings og Vals. Í kvöld verða Meistarar Meistaranna krýndir og við viljum sjá þig í stúkunni.Hjaltested borgararnir verða á sínum stað. Ekkert aprílgabb þar á ferð.Sjáumst í Hamingjunni í kvöld. pic.twitter.com/txv5yY525I— Víkingur (@vikingurfc) April 1, 2024 Ný leiktíð í Bestu deildinni hefst svo um helgina þar sem Víkingar spila fyrsta leik mótsins, gegn Stjörnunni, í Fossvoginum á laugardagskvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Fagnar komu Gylfa: „Auðvitað reyndum við að fá hann“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfestir að hans menn hafi reynt sitt ítrasta að fá Gylfa Þór Sigurðsson til félagsins en þurftu að játa sig sigraða í baráttunni við Val. Hann fagnar komu Gylfa í Bestu deildina, þó það sé til mótherja. 15. mars 2024 10:42 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Fagnar komu Gylfa: „Auðvitað reyndum við að fá hann“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfestir að hans menn hafi reynt sitt ítrasta að fá Gylfa Þór Sigurðsson til félagsins en þurftu að játa sig sigraða í baráttunni við Val. Hann fagnar komu Gylfa í Bestu deildina, þó það sé til mótherja. 15. mars 2024 10:42