Bjarni mættur í Val og segir komu Gylfa hafa skipt máli Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 13:19 Bjarni Mark Duffield er genginn í raðir Valsmanna. Valur Bjarni Mark Duffield er mættur heim til Íslands úr atvinnumennsku í Noregi og mun spila á miðjunni með Valsmönnum í sumar, í Bestu deildinni í fótbolta. Bjarni, sem er 28 ára gamall, skrifaði undir samning við silfurlið Vals sem gildir til næstu þriggja ára. Hann hefur leikið með Start í Noregi síðustu fimm ár en bætist nú í öflugan leikmannahóp Valsmanna sem svo sannarlega gera tilkall til Íslandsmeistaratitils í ár, eftir að hafa einnig fengið til sín menn á borð við Gylfa Þór Sigurðsson og Jónatan Inga Jónsson. Koma Gylfa átti sinn þátt í þeirri ákvörðun Bjarna að semja við Val. „Til dæmis það að fá Gylfa Sigurðsson til liðsins er risastórt og hjá mér var það alveg faktor í því að ég ákvað að koma í Val. Ég hef verið mikill aðdáandi Gylfa sem fótboltamanns og það að fá að upplifa það að æfa og spila með svona hæfileikaríkum leikmanni verður afar spennandi,“ segir Bjarni í tilkynningu sem Valur sendi frá sér í dag. Mjög skýrt að þeir vildu mig í ákveðið hlutverk Ljóst er að Bjarna, sem á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Ísland, er ætlað mikilvægt hlutverk á miðjunni hjá Val. „Þegar klúbbur með svona gott lið og þennan metnað sýnir áhuga þá lít ég á það sem ákveðna viðurkenningu fyrir mig. Það var mjög skýrt frá félaginu að þeir vildu fá mig í ákveðið hlutverk sem skiptir mig líka máli. Ég fann að þeir voru að horfa á mig sem persónu og karakter en ekki bara sem fótboltamann,“ segir Bjarni í tilkynningu Valsmanna. Þar lýsir hann sér sjálfum sem kraftmiklum leikmanni með mikinn metnað: „Ég tel mig vara ákveðinn karakter og ég vil vinna auk þess sem ég er all around góður í fótbolta. Ég mun gera það sem mér er sagt en aðallega einbeita mér að því að dekka réttu svæðin.“ Horfir á leikinn í Víkinni í kvöld Bjarni lék með Fjarðabyggð og KA áður en hann hélt til Noregs eftir að hafa spilað 22 leiki með KA í efstu deild sumarið 2018. Hann er kominn til landsins og mun fylgjast með leik Vals við Víkinga í Fossvoginum í kvöld, í Meistarakeppni KSÍ. „Það var ein ástæða þess að ég dreif mig strax heim því ég vil vera viðstaddur fyrsta leikinn. Tímabilið er einmitt að byrja í Noregi í dag og ég hef verið að æfa mjög vel og er í toppstandi. Ég get ekki beðið eftir því að mæta á mína fyrstu æfingu og verða hluti af þessu frábæra félagi.“ Arnar Grétarsson þjálfari Vals kveðst ánægður með komu Bjarna sem hann segir passa vel inn í það sem þjálfarateymi Vals sé að hugsa: „Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur Valsmenn að fá Bjarna á Hlíðarenda, góður leikmaður sem gerir liðið og hópinn enn sterkari fyrir komandi átök. Áfram hærra,“ segir Arnar í tilkynningu Vals. Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Bjarni, sem er 28 ára gamall, skrifaði undir samning við silfurlið Vals sem gildir til næstu þriggja ára. Hann hefur leikið með Start í Noregi síðustu fimm ár en bætist nú í öflugan leikmannahóp Valsmanna sem svo sannarlega gera tilkall til Íslandsmeistaratitils í ár, eftir að hafa einnig fengið til sín menn á borð við Gylfa Þór Sigurðsson og Jónatan Inga Jónsson. Koma Gylfa átti sinn þátt í þeirri ákvörðun Bjarna að semja við Val. „Til dæmis það að fá Gylfa Sigurðsson til liðsins er risastórt og hjá mér var það alveg faktor í því að ég ákvað að koma í Val. Ég hef verið mikill aðdáandi Gylfa sem fótboltamanns og það að fá að upplifa það að æfa og spila með svona hæfileikaríkum leikmanni verður afar spennandi,“ segir Bjarni í tilkynningu sem Valur sendi frá sér í dag. Mjög skýrt að þeir vildu mig í ákveðið hlutverk Ljóst er að Bjarna, sem á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Ísland, er ætlað mikilvægt hlutverk á miðjunni hjá Val. „Þegar klúbbur með svona gott lið og þennan metnað sýnir áhuga þá lít ég á það sem ákveðna viðurkenningu fyrir mig. Það var mjög skýrt frá félaginu að þeir vildu fá mig í ákveðið hlutverk sem skiptir mig líka máli. Ég fann að þeir voru að horfa á mig sem persónu og karakter en ekki bara sem fótboltamann,“ segir Bjarni í tilkynningu Valsmanna. Þar lýsir hann sér sjálfum sem kraftmiklum leikmanni með mikinn metnað: „Ég tel mig vara ákveðinn karakter og ég vil vinna auk þess sem ég er all around góður í fótbolta. Ég mun gera það sem mér er sagt en aðallega einbeita mér að því að dekka réttu svæðin.“ Horfir á leikinn í Víkinni í kvöld Bjarni lék með Fjarðabyggð og KA áður en hann hélt til Noregs eftir að hafa spilað 22 leiki með KA í efstu deild sumarið 2018. Hann er kominn til landsins og mun fylgjast með leik Vals við Víkinga í Fossvoginum í kvöld, í Meistarakeppni KSÍ. „Það var ein ástæða þess að ég dreif mig strax heim því ég vil vera viðstaddur fyrsta leikinn. Tímabilið er einmitt að byrja í Noregi í dag og ég hef verið að æfa mjög vel og er í toppstandi. Ég get ekki beðið eftir því að mæta á mína fyrstu æfingu og verða hluti af þessu frábæra félagi.“ Arnar Grétarsson þjálfari Vals kveðst ánægður með komu Bjarna sem hann segir passa vel inn í það sem þjálfarateymi Vals sé að hugsa: „Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur Valsmenn að fá Bjarna á Hlíðarenda, góður leikmaður sem gerir liðið og hópinn enn sterkari fyrir komandi átök. Áfram hærra,“ segir Arnar í tilkynningu Vals.
Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31