„Ef ég hefði sagt nei við þessu hefði ég séð eftir því alla ævi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. apríl 2024 13:30 Baldur Þór Ragnarsson hefur verið síðustu tvö tímabil í Ulm þar sem hann hefur starfað sem aðstoðarþjálfari og yngriflokkaþjálfari. Vísir/Bára Dröfn Körfuboltaþjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson segist hafa lært mikið af dvöl sinni í Þýskalandi. Hann ætlar sér stóra hluti í þjálfun. Baldur flutti út til Þýskalands sumarið 2022 og tók við sem yngriflokkaþjálfari Ratiopharm Ulm. Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Áður þjálfaði hann Tindastól og Þór Þorlákshöfn í efstu deild hér á landi. Hann hefur einnig verið aðstoðarlandsliðsþjálfari undanfarin ár. „Þú lærir helling á því að vera í kringum leikmenn sem eru á þessu efsta stigi og þú ert ofan í öllum vídeo fundum og öllum undirbúningi og það hefur gefið manni mikið að sjá þetta á öðrum standardi heldur en í efstu deild á Íslandi eða með A-landsliðinu,“ segir Baldur. Baldur flutti út ásamt unnustu sinni og eignuðust þau sitt fyrsta barn í Ulm. Hann segir að það hafi verið strembið að vera frá fjölskyldunni þá. Mamma hefði verið mætt strax „Það var skemmtileg reynsla að eignast barn úti en ofboðslega sjálfstæð reynsla. Þú ert að standa algjörlega á eigin fótum. Við komum bæði úr stórum fjölskyldum þar sem mikið er haldið utan um hvort annað. Ef við myndum eignast barn á Íslandi þá væri til dæmis mamma mín komin og allir að pæla í þessu og aðstoða. Þarna er þetta þú og konan þín og þið standið bara í þessu. Auðvitað hjálpar það að vera vinna hjá stórum klúbb með mikið utan um hald og þeir stóðu vel við bakið á okkur.“ Baldur segir að það hafi verið gott skref að færa sig til Þýskalands og sú ákvörðun hafi staðist allar væntingar. „Ég er enn þá ungur og maður þarf að vera læra og maður þarf að vera auðmjúkur. Maður var kominn mjög framarlega í goggunarröðina á Íslandi og það er mjög hollt fyrir mann að fara mjög aftarlega aftur og menn farnir að tala við mann eins og maður viti ekki neitt. Svo lærir maður líka mikið að vera með fólk í kringum þig sem hefur náð langt. Það var því gaman að taka þetta skref, og ef ég hefði ekki tekið það þá hefði ég alltaf séð eftir því. Það er ekki oft sem er hringt í íslenskan þjálfara. Ef ég hefði sagt nei við þessu hefði ég séð eftir því alla ævi.“ Körfubolti Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Baldur flutti út til Þýskalands sumarið 2022 og tók við sem yngriflokkaþjálfari Ratiopharm Ulm. Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Áður þjálfaði hann Tindastól og Þór Þorlákshöfn í efstu deild hér á landi. Hann hefur einnig verið aðstoðarlandsliðsþjálfari undanfarin ár. „Þú lærir helling á því að vera í kringum leikmenn sem eru á þessu efsta stigi og þú ert ofan í öllum vídeo fundum og öllum undirbúningi og það hefur gefið manni mikið að sjá þetta á öðrum standardi heldur en í efstu deild á Íslandi eða með A-landsliðinu,“ segir Baldur. Baldur flutti út ásamt unnustu sinni og eignuðust þau sitt fyrsta barn í Ulm. Hann segir að það hafi verið strembið að vera frá fjölskyldunni þá. Mamma hefði verið mætt strax „Það var skemmtileg reynsla að eignast barn úti en ofboðslega sjálfstæð reynsla. Þú ert að standa algjörlega á eigin fótum. Við komum bæði úr stórum fjölskyldum þar sem mikið er haldið utan um hvort annað. Ef við myndum eignast barn á Íslandi þá væri til dæmis mamma mín komin og allir að pæla í þessu og aðstoða. Þarna er þetta þú og konan þín og þið standið bara í þessu. Auðvitað hjálpar það að vera vinna hjá stórum klúbb með mikið utan um hald og þeir stóðu vel við bakið á okkur.“ Baldur segir að það hafi verið gott skref að færa sig til Þýskalands og sú ákvörðun hafi staðist allar væntingar. „Ég er enn þá ungur og maður þarf að vera læra og maður þarf að vera auðmjúkur. Maður var kominn mjög framarlega í goggunarröðina á Íslandi og það er mjög hollt fyrir mann að fara mjög aftarlega aftur og menn farnir að tala við mann eins og maður viti ekki neitt. Svo lærir maður líka mikið að vera með fólk í kringum þig sem hefur náð langt. Það var því gaman að taka þetta skref, og ef ég hefði ekki tekið það þá hefði ég alltaf séð eftir því. Það er ekki oft sem er hringt í íslenskan þjálfara. Ef ég hefði sagt nei við þessu hefði ég séð eftir því alla ævi.“
Körfubolti Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira