Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2024 13:01 Tveir háttsettir herforingjar í Byltingarverði Írans voru felldir í loftárásinni í gær. AP/Omar Sanadiki Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. Herforinginn sem féll hét Mohammad Reza Zahedi og er hann sagður hafa haldið utan um stuðning Írans við vígahópa í Sýrlandi og Líbanon. Með honum féllu aðrir háttsettir hermenn úr byltingarvörðum Íran sem komu að því að þjálfa vígamenn og starfsfólk úr sendiráði Írans, samkvæmt frétt Wall Street Journal. AP fréttaveitan segir næstráðandi Zahedi einnig hafa fallið í árásinni. Hann hét Mohammad Hadi Hjariahimi og var einnig herforingi. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyra eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Í yfirlýsingu frá Hesbollah segir að Zahedi hafi spilað stóra rullu í störfum vígahópsins í Líbanon. Árásinni verði svarað. Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Sjá einnig: Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á vígahópa tengda Íran og vopnasendingar Írana í Sýrlandi á undanförnum árum en viðurkenna það sjaldan sem aldrei. Þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem loftárás er gerð á svæði sem tilheyrir formlega Íran. Klerkastjórnin hefur stutt ýmissa hópa á Gasaströndinni og í Líbanon, eins og Hamas og Hesbollah sem barist hafa við Ísraela. Íranar hafa einnig stutt aðra hópa í Sýrlandi, Írak og í Jemen sem hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum og flutningaskip á Rauðahafi. Margir þeirra vígahópa sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum hafa myndað nokkurs konar regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin. Fyrr í gær höfðu vígamenn á vegum Íran gert drónaárás í suðurhluta landsins og þá hafa háttsettir meðlimir Hamas og samtakanna Heilagt stríð (PIJ) heimsótt Íran á undanförnum dögum. Árásum yfir landamæri Ísrael og Líbanon hefur einnig fjölgað á undanförnum dögum. Ný staða Í samtali við Wall Street Journal segist einn sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda að árásin í gær marki mögulega þáttaskil. Að Ísraelar séu að segja að ástandið hafi breyst. „Ísraelar eru að segja, við erum í nýrri stöðu og við munum ná höggi á ykkur þar sem við getum,“ sagði Randa Slim, frá Mið-Austurlandastofnuninni í Washington DC. Ráðamenn í Ísrael hafa ekki gengist við því að hafa gert árásina sem um ræði. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, gaf það þó í skyn í morgun og sagði að Ísraelar gerðu það sem þeir gætu til að koma í veg fyrir uppbyggingu hjá óvinum þeirra. Hann sagði Ísraela í stríði á nokkrum vígstöðvum og sagði að öllum ætti að vera ljóst að aðgerðir gegn Ísrael yrðu dýrkeyptar. Hinting at the strike on Damascus yesterday in which seven IRGC officials including the top commander in Syria were killed, Defense Minister Yoav Gallant says Israel's goal is to "act everywhere every day to prevent the force build-up of our enemies.""We are in a multi-front pic.twitter.com/cMHMFCuK2W— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 2, 2024 Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran hefur lýst því yfir að brugðist verði við árásinni. „Íran áskilur sér réttar til að grípa til gagnkvæmra aðgerða og mun ákveða hvernig þær aðgerðir verða og hvernig árásarmönnunum verður refsað,“ sagði Nasser Kanaani. Þar að auki hafa ráðamenn í Íran sagt að Bandaríkin beri ábyrgð á árásinni, hvort sem þeir hafi komið að henni eða ekki. Sérfræðingar segja Írana líklega ekki vilja bein átök við Ísrael eða Bandaríkin og ráðamenn hafi reynt að forðast það frá því stríðið á Gasa hófst. Eftir að bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu í janúar eru ráðamenn í Íran sagðir hafa beðið forsvarsmenn vígahópa sem þeir styðja um að draga úr árásum á bandaríska hermenn. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Bandaríkin Sýrland Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Reyndi að selja efni í kjarnorkuvopn til Írans Japanskur glæpaforingi reyndi að selja bandarískum flugumanni geislavirk efni sem hægt er að nota til að smíða kjarnorkusprengju. Glæpaforinginn vildi einnig kaupa vopn handa uppreisnarmönnum í Mjanmar og selja fíkniefni í New York. 22. febrúar 2024 16:40 Felldu einn af leiðtogum Kataib Hezbollah í drónaárás Einn af æðstu leiðtogum vígahópsins Kataib Hezbollah var felldur í drónaárás Bandaríkjamanna í Bagdad í Írak í gær. Hann er sagður hafa komið með beinum hætti að skipulagningu og framkvæmd árása á bandaríska hermenn í Írak, Sýrlandi og Jórdaníu. 8. febrúar 2024 09:46 Bandaríkin svara fyrir sig með loftárásum í Írak og Sýrlandi Bandaríski herinn hefur hafið loftárásir á herstöðvar tengdar írönskum vígasamtökum í Írak og Sýrlandi. Loftárásirnar eru svar Bandaríkjamanna við drónaárás sem varð þremur bandarískum hermönnum að bana fyrir viku síðan. 2. febrúar 2024 21:57 Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30. janúar 2024 22:31 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Sjá meira
Herforinginn sem féll hét Mohammad Reza Zahedi og er hann sagður hafa haldið utan um stuðning Írans við vígahópa í Sýrlandi og Líbanon. Með honum féllu aðrir háttsettir hermenn úr byltingarvörðum Íran sem komu að því að þjálfa vígamenn og starfsfólk úr sendiráði Írans, samkvæmt frétt Wall Street Journal. AP fréttaveitan segir næstráðandi Zahedi einnig hafa fallið í árásinni. Hann hét Mohammad Hadi Hjariahimi og var einnig herforingi. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyra eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Í yfirlýsingu frá Hesbollah segir að Zahedi hafi spilað stóra rullu í störfum vígahópsins í Líbanon. Árásinni verði svarað. Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Sjá einnig: Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á vígahópa tengda Íran og vopnasendingar Írana í Sýrlandi á undanförnum árum en viðurkenna það sjaldan sem aldrei. Þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem loftárás er gerð á svæði sem tilheyrir formlega Íran. Klerkastjórnin hefur stutt ýmissa hópa á Gasaströndinni og í Líbanon, eins og Hamas og Hesbollah sem barist hafa við Ísraela. Íranar hafa einnig stutt aðra hópa í Sýrlandi, Írak og í Jemen sem hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum og flutningaskip á Rauðahafi. Margir þeirra vígahópa sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum hafa myndað nokkurs konar regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin. Fyrr í gær höfðu vígamenn á vegum Íran gert drónaárás í suðurhluta landsins og þá hafa háttsettir meðlimir Hamas og samtakanna Heilagt stríð (PIJ) heimsótt Íran á undanförnum dögum. Árásum yfir landamæri Ísrael og Líbanon hefur einnig fjölgað á undanförnum dögum. Ný staða Í samtali við Wall Street Journal segist einn sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda að árásin í gær marki mögulega þáttaskil. Að Ísraelar séu að segja að ástandið hafi breyst. „Ísraelar eru að segja, við erum í nýrri stöðu og við munum ná höggi á ykkur þar sem við getum,“ sagði Randa Slim, frá Mið-Austurlandastofnuninni í Washington DC. Ráðamenn í Ísrael hafa ekki gengist við því að hafa gert árásina sem um ræði. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, gaf það þó í skyn í morgun og sagði að Ísraelar gerðu það sem þeir gætu til að koma í veg fyrir uppbyggingu hjá óvinum þeirra. Hann sagði Ísraela í stríði á nokkrum vígstöðvum og sagði að öllum ætti að vera ljóst að aðgerðir gegn Ísrael yrðu dýrkeyptar. Hinting at the strike on Damascus yesterday in which seven IRGC officials including the top commander in Syria were killed, Defense Minister Yoav Gallant says Israel's goal is to "act everywhere every day to prevent the force build-up of our enemies.""We are in a multi-front pic.twitter.com/cMHMFCuK2W— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 2, 2024 Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran hefur lýst því yfir að brugðist verði við árásinni. „Íran áskilur sér réttar til að grípa til gagnkvæmra aðgerða og mun ákveða hvernig þær aðgerðir verða og hvernig árásarmönnunum verður refsað,“ sagði Nasser Kanaani. Þar að auki hafa ráðamenn í Íran sagt að Bandaríkin beri ábyrgð á árásinni, hvort sem þeir hafi komið að henni eða ekki. Sérfræðingar segja Írana líklega ekki vilja bein átök við Ísrael eða Bandaríkin og ráðamenn hafi reynt að forðast það frá því stríðið á Gasa hófst. Eftir að bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu í janúar eru ráðamenn í Íran sagðir hafa beðið forsvarsmenn vígahópa sem þeir styðja um að draga úr árásum á bandaríska hermenn.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Bandaríkin Sýrland Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Reyndi að selja efni í kjarnorkuvopn til Írans Japanskur glæpaforingi reyndi að selja bandarískum flugumanni geislavirk efni sem hægt er að nota til að smíða kjarnorkusprengju. Glæpaforinginn vildi einnig kaupa vopn handa uppreisnarmönnum í Mjanmar og selja fíkniefni í New York. 22. febrúar 2024 16:40 Felldu einn af leiðtogum Kataib Hezbollah í drónaárás Einn af æðstu leiðtogum vígahópsins Kataib Hezbollah var felldur í drónaárás Bandaríkjamanna í Bagdad í Írak í gær. Hann er sagður hafa komið með beinum hætti að skipulagningu og framkvæmd árása á bandaríska hermenn í Írak, Sýrlandi og Jórdaníu. 8. febrúar 2024 09:46 Bandaríkin svara fyrir sig með loftárásum í Írak og Sýrlandi Bandaríski herinn hefur hafið loftárásir á herstöðvar tengdar írönskum vígasamtökum í Írak og Sýrlandi. Loftárásirnar eru svar Bandaríkjamanna við drónaárás sem varð þremur bandarískum hermönnum að bana fyrir viku síðan. 2. febrúar 2024 21:57 Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30. janúar 2024 22:31 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Sjá meira
Reyndi að selja efni í kjarnorkuvopn til Írans Japanskur glæpaforingi reyndi að selja bandarískum flugumanni geislavirk efni sem hægt er að nota til að smíða kjarnorkusprengju. Glæpaforinginn vildi einnig kaupa vopn handa uppreisnarmönnum í Mjanmar og selja fíkniefni í New York. 22. febrúar 2024 16:40
Felldu einn af leiðtogum Kataib Hezbollah í drónaárás Einn af æðstu leiðtogum vígahópsins Kataib Hezbollah var felldur í drónaárás Bandaríkjamanna í Bagdad í Írak í gær. Hann er sagður hafa komið með beinum hætti að skipulagningu og framkvæmd árása á bandaríska hermenn í Írak, Sýrlandi og Jórdaníu. 8. febrúar 2024 09:46
Bandaríkin svara fyrir sig með loftárásum í Írak og Sýrlandi Bandaríski herinn hefur hafið loftárásir á herstöðvar tengdar írönskum vígasamtökum í Írak og Sýrlandi. Loftárásirnar eru svar Bandaríkjamanna við drónaárás sem varð þremur bandarískum hermönnum að bana fyrir viku síðan. 2. febrúar 2024 21:57
Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30. janúar 2024 22:31