Jón Gnarr ætlar á Bessastaði Jón Þór Stefánsson skrifar 2. apríl 2024 20:02 Framboð Jóns hefur legið í loftinu um nokkra hríð. Skjáskot/Jón Gnarr Jón Gnarr ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnir hann í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum í kvöld. „Nú hef ég aftur velt þessu vandlega fyrir mér. Kynnt mér starfið í þaula, rætt við leika og lærða, fyrrverandi forseta, vini og fjölskyldu. Og auðvitað sér í lagi eiginkonu mína Jógu. Ég hef komist að niðurstöðu og hef ákveðið að bregðast við því ákalli og hvatningu sem ég hef fengið, og gefa kost á mér til embættis forseta Íslands í komandi kosningum,“ segir Jón í myndbandinu. „Ég vona auðvitað að ég hljóti umboð þjóðarinnar og held auðvitað að ég sé rétti maðurinn í starfið og verði góður og farsæll forseti. Ég hef margt fram að færa sem ég veit að skiptir máli. Sameiningartákn lýðveldisins er forsetinn. Hann þarf að þekkja íslenska þjóðarsál og getað sameinað þjóðina.“ Hann segist ætla að taka því af mikilli alvöru verði hann kosinn forseti lýðveldisins. Hann segir að íslenska þjóðin verði efst í huga sínum nái hann kjöri, þó hann vilji einnig eiga í góðu sambandi við stjórnvöld. Framboð Jóns hefur legið í loftinu um nokkra hríð. Í lok janúar sagðist hann ekki útiloka neitt varðandi mögulegt framboð, um miðjan febrúar sagðist hann íhuga það að fara fram af alvöru, og í lok mars sagði hann meiri líkur enn meiri á að hann tæki skrefið. Það var síðan um helgina að hann greindi frá því að hann myndi tilkynna um ákvörðun sína í dag. Jón Gnarr er grínisti, leikari og rithöfundur. Þó verður ekki um að ræða fyrsta skiptið þar sem hann stígur á hinn pólitíska völl. Líkt og alþjóð veit stofnaði hann Besta flokkinn árið 2009, sem bauð sig fram í borgarstjórnarkosningum ári síðar. Besti flokkurinn vann kosningasigur, varð stærsti flokkurinn og Jón Gnarr varð borgarstjóri Reykjavíkur. Besti flokkurinn og Jón Gnarr sátu einungis í eitt kjörtímabil og gáfu ekki aftur kost á sér í kosningunum 2014. Í nýju framboðsmyndbandi sínu segir Jón að sem borgarstjóri hafi hann stutt og vakið athygli á mannréttinda- og friðarbaráttu. Hann segist ætla að halda því áfram nái hann kjöri. Árið 2016 var Jón orðaður við forsetaframboð, en hann gaf ekki kost á þér þá, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði tilkynnt um að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. „Ég er gríðarlega upp með mér og snortinn og finnst vænt um að fólk vilji að ég bjóði mig fram. Nei, ég hyggst ekki bjóða mig fram til forseta að svo stöddu en ég gæti hugsað mér að gera það síðar,“ sagði hann í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir rúmum átta árum síðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
„Nú hef ég aftur velt þessu vandlega fyrir mér. Kynnt mér starfið í þaula, rætt við leika og lærða, fyrrverandi forseta, vini og fjölskyldu. Og auðvitað sér í lagi eiginkonu mína Jógu. Ég hef komist að niðurstöðu og hef ákveðið að bregðast við því ákalli og hvatningu sem ég hef fengið, og gefa kost á mér til embættis forseta Íslands í komandi kosningum,“ segir Jón í myndbandinu. „Ég vona auðvitað að ég hljóti umboð þjóðarinnar og held auðvitað að ég sé rétti maðurinn í starfið og verði góður og farsæll forseti. Ég hef margt fram að færa sem ég veit að skiptir máli. Sameiningartákn lýðveldisins er forsetinn. Hann þarf að þekkja íslenska þjóðarsál og getað sameinað þjóðina.“ Hann segist ætla að taka því af mikilli alvöru verði hann kosinn forseti lýðveldisins. Hann segir að íslenska þjóðin verði efst í huga sínum nái hann kjöri, þó hann vilji einnig eiga í góðu sambandi við stjórnvöld. Framboð Jóns hefur legið í loftinu um nokkra hríð. Í lok janúar sagðist hann ekki útiloka neitt varðandi mögulegt framboð, um miðjan febrúar sagðist hann íhuga það að fara fram af alvöru, og í lok mars sagði hann meiri líkur enn meiri á að hann tæki skrefið. Það var síðan um helgina að hann greindi frá því að hann myndi tilkynna um ákvörðun sína í dag. Jón Gnarr er grínisti, leikari og rithöfundur. Þó verður ekki um að ræða fyrsta skiptið þar sem hann stígur á hinn pólitíska völl. Líkt og alþjóð veit stofnaði hann Besta flokkinn árið 2009, sem bauð sig fram í borgarstjórnarkosningum ári síðar. Besti flokkurinn vann kosningasigur, varð stærsti flokkurinn og Jón Gnarr varð borgarstjóri Reykjavíkur. Besti flokkurinn og Jón Gnarr sátu einungis í eitt kjörtímabil og gáfu ekki aftur kost á sér í kosningunum 2014. Í nýju framboðsmyndbandi sínu segir Jón að sem borgarstjóri hafi hann stutt og vakið athygli á mannréttinda- og friðarbaráttu. Hann segist ætla að halda því áfram nái hann kjöri. Árið 2016 var Jón orðaður við forsetaframboð, en hann gaf ekki kost á þér þá, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði tilkynnt um að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. „Ég er gríðarlega upp með mér og snortinn og finnst vænt um að fólk vilji að ég bjóði mig fram. Nei, ég hyggst ekki bjóða mig fram til forseta að svo stöddu en ég gæti hugsað mér að gera það síðar,“ sagði hann í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir rúmum átta árum síðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira