Aron: Hrikalega stoltur og ánægður með þennan titil Þorsteinn Hjálmsson skrifar 2. apríl 2024 21:46 Aron var sáttur eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla í kvöld. Varð það ljóst eftir að liðið sigraði Gróttu, 22-29, og að Valur tapaði gegn KA, 34-29. Aron Pálmarsson, fyrirliði FH, var sáttur með andann og drifkraftinn í liðsfélögum sínum í kvöld en liðið hafði tapað síðustu tveimur leikjum. „Ég var ánægður með attitude-ið sem við sýndum eftir erfiða síðustu viku. Komum bara vel stemmdir, gíraðir, spiluðum vel. Mér finnst það hafa verið smá lægð yfir okkur í síðustu tveimur, jafnvel þremur leikjum. Við bara mættum hundrað prósent. Töluðum mikið saman um þetta og við þurftum að mæta eins og meistarar í þennan leik og mér fannst við gera það. Við hefðum kannski getað spilað aðeins betur. Klikkum svolítið af færum og svona, aðallega ég þar, en bara mjög sáttur.“ Aron hafði ekki hugmynd um að liðið ætti möguleika á að vinna deildarmeistaratitilinn í kvöld með hagstæðum úrslitum úr leik KA og Vals. Fókusinn hjá FH-ingum var greinilega eingöngu á leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. „Í rauninni ekki. Það talaði enginn um það og það hvarflaði ekki einu sinni að mér verð ég að viðurkenna. Ég pældi ekki einu sinni í því að Valur væri að spila í kvöld. En svo þegar við komum út af vellinum þá fáum við stöðuna að þeir séu að tapa með fimm og lítið eftir. Þá þurfti maður að gíra sig upp og bara yndislegt að sigla þessu heim núna.“ Er titilinn sætari fyrir vikið? „Já. Eins og ég segi, ég pældi ekkert í þessu. Auðvitað hefði verið fínt ef að þeirra leikur hefði klárast á undan og við hefðum fengið að vita þetta. Ég er hrikalega stoltur og ánægður með þennan titil.“ „Engin krísa“ Aron segir liðið hafa sýnt andlegan styrk sinn með frammistöðu sinni í kvöld og að engin krísa sé í Kaplakrika. Ekkert annað mun komast að hjá Aroni næstu tæpu tvo mánuði á meðan úrslitakeppnin verður í gangi. „Miðað við andann sem við sýndum í dag, ef þú berð það saman við síðustu tvær vikur. Við vitum að úrslitakeppnin er allt annað skrímsli og mér fannst við sýna það í dag að það er engin krísa. Við vorum ekkert búnir að grafa neina holu. Við bar ræddum og æfðum hlutina sem var búið að fara úrskeiðis og nú þarf bara að leggja allt í þessar átta vikur sem úrslitakeppnin er og það er ekkert annað sem kemst efst í huga manns,“ sagði Aron að lokum. Handbolti Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - FH 22-29 | Hafnfirðingar deildarmeistarar FH er deildarmeistari í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Gróttu í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. apríl 2024 20:55 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
„Ég var ánægður með attitude-ið sem við sýndum eftir erfiða síðustu viku. Komum bara vel stemmdir, gíraðir, spiluðum vel. Mér finnst það hafa verið smá lægð yfir okkur í síðustu tveimur, jafnvel þremur leikjum. Við bara mættum hundrað prósent. Töluðum mikið saman um þetta og við þurftum að mæta eins og meistarar í þennan leik og mér fannst við gera það. Við hefðum kannski getað spilað aðeins betur. Klikkum svolítið af færum og svona, aðallega ég þar, en bara mjög sáttur.“ Aron hafði ekki hugmynd um að liðið ætti möguleika á að vinna deildarmeistaratitilinn í kvöld með hagstæðum úrslitum úr leik KA og Vals. Fókusinn hjá FH-ingum var greinilega eingöngu á leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. „Í rauninni ekki. Það talaði enginn um það og það hvarflaði ekki einu sinni að mér verð ég að viðurkenna. Ég pældi ekki einu sinni í því að Valur væri að spila í kvöld. En svo þegar við komum út af vellinum þá fáum við stöðuna að þeir séu að tapa með fimm og lítið eftir. Þá þurfti maður að gíra sig upp og bara yndislegt að sigla þessu heim núna.“ Er titilinn sætari fyrir vikið? „Já. Eins og ég segi, ég pældi ekkert í þessu. Auðvitað hefði verið fínt ef að þeirra leikur hefði klárast á undan og við hefðum fengið að vita þetta. Ég er hrikalega stoltur og ánægður með þennan titil.“ „Engin krísa“ Aron segir liðið hafa sýnt andlegan styrk sinn með frammistöðu sinni í kvöld og að engin krísa sé í Kaplakrika. Ekkert annað mun komast að hjá Aroni næstu tæpu tvo mánuði á meðan úrslitakeppnin verður í gangi. „Miðað við andann sem við sýndum í dag, ef þú berð það saman við síðustu tvær vikur. Við vitum að úrslitakeppnin er allt annað skrímsli og mér fannst við sýna það í dag að það er engin krísa. Við vorum ekkert búnir að grafa neina holu. Við bar ræddum og æfðum hlutina sem var búið að fara úrskeiðis og nú þarf bara að leggja allt í þessar átta vikur sem úrslitakeppnin er og það er ekkert annað sem kemst efst í huga manns,“ sagði Aron að lokum.
Handbolti Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - FH 22-29 | Hafnfirðingar deildarmeistarar FH er deildarmeistari í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Gróttu í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. apríl 2024 20:55 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Leik lokið: Grótta - FH 22-29 | Hafnfirðingar deildarmeistarar FH er deildarmeistari í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Gróttu í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. apríl 2024 20:55