Þröng á þingi í Bayern: „Auðvitað hugsar maður um þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2024 17:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á hóteli landsliðsins fyrir leik við Pólland. vísir/Sigurjón Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður væntanlega í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu í komandi leikjum við Pólland á föstudag og Þýskaland næsta þriðjudag, í undankeppni EM í fótbolta. Karólína hefur átt mjög gott tímabil með Leverkusen í Þýskalandi í vetur, sem lánsmaður frá ríkjandi meisturum Bayern. Hún segist enn eiga eftir að gera upp við sig hvað hún geri eftir tímabilið í vor. „Mér líður rosalega vel, fæ að spila nánast allar mínútur og þess vegna er maður í fótbolta. Ég er í mjög stóru hlutverki, sem er mjög skemmtilegt,“ segir Karólína sem er sókndjarfur miðjumaður og frábær spyrnumaður: „Við spilum mikinn sóknarbolta. Ég er í rauninni „hægri tía“, og fíla mig mjög vel þar. Ég fæ að spila mjög mikinn sóknarleik og það er mikið leitað til mín, sem er skemmtilegt og ég fæ að njóta mín. Ég var búin að vera í Bayern í nokkur ár og ekki búin að spila mikið, svo maður var gríðarlega hungraður í að fá loksins að spila,“ segir Karólína. Klippa: Karólína íhugar sína kosti En hvað með næsta tímabil? Hvar spilar Karólína þá? „Maður vill ekki láta þetta taka fókusinn en auðvitað hugsar maður um þetta. Ég er ekki búin að ákveða neitt, er með einhverjar pælingar en eins og staðan er núna er ég leikmaður Leverkusen og ætla að klára tímabilið þar.“ Samkeppnin mikil hjá Bayern En vill hún þá ekki snúa aftur til Bayern og spila þar? „Jú, en það er bara mjög „crowded“ þarna í minni stöðu,“ segir Karólína og á við að Bayern hafi á að skipa mjög góðum leikmönnum sem keppt gætu við hana um stöðu. „Við sjáum bara hvað mér býðst og tökum góða ákvörðun.“ Lykilatriði að loka á Ewu Pajor Ísland mætir Póllandi síðdegis á föstudaginn, í fyrsta leik í undankeppni EM, og svo Þýskalandi ytra á þriðjudaginn. Fyrir fram er Pólland álitið lakasta liðið í riðlinum en ljóst er að engir leikir eru auðveldir í núgildandi fyrirkomulagi, þar sem Ísland leikur í A-deild. „Þetta verður hörkuleikur. Pólland er mjög gott lið, spilar 4-3-3 og er með marga sterka leikmenn. Marga úr bundesligunni. Með frábæran framherja sem þær spila mikið upp á, og það er lykilatriði að loka á hana. Hún getur skapað eitthvað úr engu,“ segir Karólína og á við markahrókinn Ewu Pajor sem leikur með Wolfsburg. „Hún er með ruglaða tölfræði í bundesligunni og það er klárlega okkar markmið að loka á hana.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. 3. apríl 2024 15:00 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Karólína hefur átt mjög gott tímabil með Leverkusen í Þýskalandi í vetur, sem lánsmaður frá ríkjandi meisturum Bayern. Hún segist enn eiga eftir að gera upp við sig hvað hún geri eftir tímabilið í vor. „Mér líður rosalega vel, fæ að spila nánast allar mínútur og þess vegna er maður í fótbolta. Ég er í mjög stóru hlutverki, sem er mjög skemmtilegt,“ segir Karólína sem er sókndjarfur miðjumaður og frábær spyrnumaður: „Við spilum mikinn sóknarbolta. Ég er í rauninni „hægri tía“, og fíla mig mjög vel þar. Ég fæ að spila mjög mikinn sóknarleik og það er mikið leitað til mín, sem er skemmtilegt og ég fæ að njóta mín. Ég var búin að vera í Bayern í nokkur ár og ekki búin að spila mikið, svo maður var gríðarlega hungraður í að fá loksins að spila,“ segir Karólína. Klippa: Karólína íhugar sína kosti En hvað með næsta tímabil? Hvar spilar Karólína þá? „Maður vill ekki láta þetta taka fókusinn en auðvitað hugsar maður um þetta. Ég er ekki búin að ákveða neitt, er með einhverjar pælingar en eins og staðan er núna er ég leikmaður Leverkusen og ætla að klára tímabilið þar.“ Samkeppnin mikil hjá Bayern En vill hún þá ekki snúa aftur til Bayern og spila þar? „Jú, en það er bara mjög „crowded“ þarna í minni stöðu,“ segir Karólína og á við að Bayern hafi á að skipa mjög góðum leikmönnum sem keppt gætu við hana um stöðu. „Við sjáum bara hvað mér býðst og tökum góða ákvörðun.“ Lykilatriði að loka á Ewu Pajor Ísland mætir Póllandi síðdegis á föstudaginn, í fyrsta leik í undankeppni EM, og svo Þýskalandi ytra á þriðjudaginn. Fyrir fram er Pólland álitið lakasta liðið í riðlinum en ljóst er að engir leikir eru auðveldir í núgildandi fyrirkomulagi, þar sem Ísland leikur í A-deild. „Þetta verður hörkuleikur. Pólland er mjög gott lið, spilar 4-3-3 og er með marga sterka leikmenn. Marga úr bundesligunni. Með frábæran framherja sem þær spila mikið upp á, og það er lykilatriði að loka á hana. Hún getur skapað eitthvað úr engu,“ segir Karólína og á við markahrókinn Ewu Pajor sem leikur með Wolfsburg. „Hún er með ruglaða tölfræði í bundesligunni og það er klárlega okkar markmið að loka á hana.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. 3. apríl 2024 15:00 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. 3. apríl 2024 15:00