Hver á kvótann? Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. apríl 2024 16:01 Samkvæmt þingmálaskrá átti að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um sjávarútveg (heildarlög) fyrir 18. mars í ár. Frumvarpið hefur sennilega ekki hlotið náð hjá ríkisstjórn því ekkert bólar á því enn. Enda mun Sjálfstæðisflokkurinn aldrei leyfa breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem þrengir að einhverju leyti að stórútgerðinni. Það höfum við séð hvað eftir annað og engin ástæða til að ætla að breyting verði þar á. Frumvarpið var samið eftir mikla vinnu í starfshópum sem matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir setti af stað undir yfirskriftinni Auðlindin okkar. Frumvarpið eins og það birtist í samráðsgátt stjórnvalda er yfirgripsmikið og mjög margt þar til bóta, einkum á sviði stjórnsýslu og umhverfismála. Umhverfis- og loftlagsmál eru viðfangsefni sem við verðum að einbeita okkur að til að vinna gegn hlýnun jarðar. Fyrir okkur Íslendinga eru aðgerðir gegn súrnun sjávar og neikvæðra áhrifa á lífríki og vistkerfi hafsins í okkar lögsögu, stórkostlegt hagsmunamál sem við komumst ekki hjá að vinna að. Hörðustu deilurnar standa hins vegar um það hvernig arðinum af fiskveiðiauðlindinni skuli skipt, enda gríðarlegir hagsmunir þar í húfi. Frá stofnun flokksins hefur Samfylkingin krafist þess að hvergi verði hvikað frá því grundvallaratriði að auðlindir sjávar séu þjóðareign, þeim sé útlutað með leigu- eða afnotarétti, gegn fullu gjaldi, og að gætt verði jafnræðis við úthlutun leigu eða afnotaréttar við nýtingu auðlindarinnar. Þetta stendur í stefnu flokksins sem samþykkt var á síðasta landsfundi: „Samfylkingin einsetur sér að tryggja að hagsmunir þjóðarinnar og almennings verði í forgrunni og að fullt gjald verði innheimt fyrir fiskveiðiauðlindina. Einfaldasta leiðin að því marki felst í árlegri innköllun hóflegs hluta aflaheimilda og útboði nýtingarleyfa til takmarkaðs tíma. Þannig skilum við auðlindarentunni til réttmæts eiganda, almennings.“ Í frumvarpi Svandísar er lagt til að tilraun verði gerð með útboð á byggðakvóta. Það er skárra en ekkert en sennilega of lítið magn til að gefa rétta mynd. Ef bætt yrði við þó ekki væri nema 2% úr öðrum úthlutuðum kvóta þá væri það strax betra. Það er mikilvægt að fá vitneskju um það hvaða verð útgerðin treystir sér til að greiða fyrir veiðileyfin – það er að segja þjóðinni, en ekki útgerðarmenn hver öðrum, eins og nú er. Um aldamót Um síðustu aldamót var Jóhannes Nordal fyrrverandi seðlabankastjóri var formaður auðlindanefndar sem ætlað var að gera tillögur um fyrirkomulag á auðlindanýtingu landsmanna. Hann segir í ævisögu sinni að ekki hafi náðst samkomulag í nefndinni um að fara fyrningarleiðina annars vegar eða innheimta veiðigjald sem hluta af auðlindarentu hins vegar. Jóhannes segir í ævisögu sinni að fram hjá deilum um veiðigjöld og mati á auðlindarentu væri hægt að komast með fyrningarleiðinni eins og hún er kölluð í skýrslu auðlindastefnunefndarinnar. Skoðun Jóhannesar á málinu var alveg skýr. Leiðin felist í því að allar aflahlutdeildir (kvótar) myndu fyrnast um ákveðna lága prósentu á ári hverju. Þær gengju aftur til ríkisins en yrðu jafnóðum seldar aftur til útgerðarfyrirtækjanna á uppboði eða opnum markaði. Þannig mundi útgerðin sjálf verðleggja auðlindarrentuna í frjálsri samkeppni. Jóhannes segir einnig frá því í ævisögu sinni að hann hafi verið eindregið þeirrar skoðunar að fyrningarleiðin væri sanngjarnari og líklegri til að leiða til sátta um aflamarkskerfið (kvótakerfið) þegar til lengri tíma væri litið. Hún mundi stuðla að þróun virkra markaðsviðskipta með aflahlutdeildir sem mundi bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um það hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Þó setning laga um veiðigjöld hafi verið stórt skref til bóta hafi fljótt komið í ljós hve erfitt væri að ná sátt um upphæð þeirra og ákvörðun þeirra valdið sífelldum deilum. Fullreynt Og hér erum við á sama stað 24 árum seinna og enn að deila um veiðigjöld, útreikning þeirra og viðmið. Ég er sammála Jóhannesi Nordal í þessum efnum. Sátt mun ekki nást um fiskveiðiauðlindina okkar fyrr en markaðsverð fæst fyrir tímabundinn nýtingarrétt. Þetta ætti flestum að vera orðið ljóst. Auk þess verður að taka á samþjöppun í greininni með skýrum hætti og greinagóðum skilgreiningum á tengdum aðilum og raunverulegum eigendum útgerðarfyrirtækja þannig, að aldrei þurfi að leika vafi á hvort lögbundnu 12% kvótaþaki sé náð. Eignasöfnun eigenda íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á síðasta áratug er ein af birtingarmyndum þess að arðurinn af auðlindinni er mikill og rennur að mestu til sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þjóðin, eigandi auðlindarinnar, ber skarðan hlut frá borði. Vísbendingar eru um hvers virði útgerðirnar sjálfar telja kvótann vera. Til dæmis leigja útgerðir frá sér kvóta á um 500 kr kílóið af þorski en greiða sjálfar veiðigjald í ríkissjóð sem er rétt tæpar 27 kr kílóið. Við í Samfylkingunni teljum útboðsleiðina bestu leiðina í þessum efnum. Útboð á hæfilegum hlut á ári hverju myndi opna kerfið, gera nýliðun mögulega og bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Annað er fullreynt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt þingmálaskrá átti að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um sjávarútveg (heildarlög) fyrir 18. mars í ár. Frumvarpið hefur sennilega ekki hlotið náð hjá ríkisstjórn því ekkert bólar á því enn. Enda mun Sjálfstæðisflokkurinn aldrei leyfa breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem þrengir að einhverju leyti að stórútgerðinni. Það höfum við séð hvað eftir annað og engin ástæða til að ætla að breyting verði þar á. Frumvarpið var samið eftir mikla vinnu í starfshópum sem matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir setti af stað undir yfirskriftinni Auðlindin okkar. Frumvarpið eins og það birtist í samráðsgátt stjórnvalda er yfirgripsmikið og mjög margt þar til bóta, einkum á sviði stjórnsýslu og umhverfismála. Umhverfis- og loftlagsmál eru viðfangsefni sem við verðum að einbeita okkur að til að vinna gegn hlýnun jarðar. Fyrir okkur Íslendinga eru aðgerðir gegn súrnun sjávar og neikvæðra áhrifa á lífríki og vistkerfi hafsins í okkar lögsögu, stórkostlegt hagsmunamál sem við komumst ekki hjá að vinna að. Hörðustu deilurnar standa hins vegar um það hvernig arðinum af fiskveiðiauðlindinni skuli skipt, enda gríðarlegir hagsmunir þar í húfi. Frá stofnun flokksins hefur Samfylkingin krafist þess að hvergi verði hvikað frá því grundvallaratriði að auðlindir sjávar séu þjóðareign, þeim sé útlutað með leigu- eða afnotarétti, gegn fullu gjaldi, og að gætt verði jafnræðis við úthlutun leigu eða afnotaréttar við nýtingu auðlindarinnar. Þetta stendur í stefnu flokksins sem samþykkt var á síðasta landsfundi: „Samfylkingin einsetur sér að tryggja að hagsmunir þjóðarinnar og almennings verði í forgrunni og að fullt gjald verði innheimt fyrir fiskveiðiauðlindina. Einfaldasta leiðin að því marki felst í árlegri innköllun hóflegs hluta aflaheimilda og útboði nýtingarleyfa til takmarkaðs tíma. Þannig skilum við auðlindarentunni til réttmæts eiganda, almennings.“ Í frumvarpi Svandísar er lagt til að tilraun verði gerð með útboð á byggðakvóta. Það er skárra en ekkert en sennilega of lítið magn til að gefa rétta mynd. Ef bætt yrði við þó ekki væri nema 2% úr öðrum úthlutuðum kvóta þá væri það strax betra. Það er mikilvægt að fá vitneskju um það hvaða verð útgerðin treystir sér til að greiða fyrir veiðileyfin – það er að segja þjóðinni, en ekki útgerðarmenn hver öðrum, eins og nú er. Um aldamót Um síðustu aldamót var Jóhannes Nordal fyrrverandi seðlabankastjóri var formaður auðlindanefndar sem ætlað var að gera tillögur um fyrirkomulag á auðlindanýtingu landsmanna. Hann segir í ævisögu sinni að ekki hafi náðst samkomulag í nefndinni um að fara fyrningarleiðina annars vegar eða innheimta veiðigjald sem hluta af auðlindarentu hins vegar. Jóhannes segir í ævisögu sinni að fram hjá deilum um veiðigjöld og mati á auðlindarentu væri hægt að komast með fyrningarleiðinni eins og hún er kölluð í skýrslu auðlindastefnunefndarinnar. Skoðun Jóhannesar á málinu var alveg skýr. Leiðin felist í því að allar aflahlutdeildir (kvótar) myndu fyrnast um ákveðna lága prósentu á ári hverju. Þær gengju aftur til ríkisins en yrðu jafnóðum seldar aftur til útgerðarfyrirtækjanna á uppboði eða opnum markaði. Þannig mundi útgerðin sjálf verðleggja auðlindarrentuna í frjálsri samkeppni. Jóhannes segir einnig frá því í ævisögu sinni að hann hafi verið eindregið þeirrar skoðunar að fyrningarleiðin væri sanngjarnari og líklegri til að leiða til sátta um aflamarkskerfið (kvótakerfið) þegar til lengri tíma væri litið. Hún mundi stuðla að þróun virkra markaðsviðskipta með aflahlutdeildir sem mundi bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um það hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Þó setning laga um veiðigjöld hafi verið stórt skref til bóta hafi fljótt komið í ljós hve erfitt væri að ná sátt um upphæð þeirra og ákvörðun þeirra valdið sífelldum deilum. Fullreynt Og hér erum við á sama stað 24 árum seinna og enn að deila um veiðigjöld, útreikning þeirra og viðmið. Ég er sammála Jóhannesi Nordal í þessum efnum. Sátt mun ekki nást um fiskveiðiauðlindina okkar fyrr en markaðsverð fæst fyrir tímabundinn nýtingarrétt. Þetta ætti flestum að vera orðið ljóst. Auk þess verður að taka á samþjöppun í greininni með skýrum hætti og greinagóðum skilgreiningum á tengdum aðilum og raunverulegum eigendum útgerðarfyrirtækja þannig, að aldrei þurfi að leika vafi á hvort lögbundnu 12% kvótaþaki sé náð. Eignasöfnun eigenda íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á síðasta áratug er ein af birtingarmyndum þess að arðurinn af auðlindinni er mikill og rennur að mestu til sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þjóðin, eigandi auðlindarinnar, ber skarðan hlut frá borði. Vísbendingar eru um hvers virði útgerðirnar sjálfar telja kvótann vera. Til dæmis leigja útgerðir frá sér kvóta á um 500 kr kílóið af þorski en greiða sjálfar veiðigjald í ríkissjóð sem er rétt tæpar 27 kr kílóið. Við í Samfylkingunni teljum útboðsleiðina bestu leiðina í þessum efnum. Útboð á hæfilegum hlut á ári hverju myndi opna kerfið, gera nýliðun mögulega og bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Annað er fullreynt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun