Segir Samfylkinguna tilbúna í kosningar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 4. apríl 2024 11:31 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúna fyrir þingkosningar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúinn í kosningar. Flokkurinn hafi unnið vel síðustu ár að langtímahugmyndum fyrir næstu ríkisstjórn. Samfylkingin mælist nú með tæplega 31 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með síðan 2009. Yrðu þetta niðurstöður Alþingiskosninga fengi flokkurinn 21 þingmann, sem er meira en ríkisstjórnarflokkarnir þrír samanlagt, með nítján þingmenn. Kristrún segir ekki sjálfgefið að njóta jafn mikils stuðnings og flokkurinn gerir nú. „Það er bara frábært að finna fyrir þessum stuðningi. Við erum mjög meðvituð um það að þetta eru bara kannanir en það skiptir máli að finna að þjóðin er að hlusta á okkur,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Þingflokkurinn hefur síðustu fundi ferðast um landið að ræða atvinnu- og samgöngumál. Í byrjun árs hafi hann heimsótt 180 fyrirtæki og síðan haldið 25 opna fundi um allt land. Þá nefnir Kristrún að 20. apríl næstkomandi verði haldinn flokksstjórnarfundur á Laugarbakka. „Þannig að kannski getur eitthvað af þessu tengst því en við höfum bara verið að vinna vinnuna okkar og tala við fólkið í landinu.“ Eru þið tilbúin í kosningar? „Samfylkingin er auðvitað bara tilbúin. Við höfum verið að vinna vinnuna okkar jafnt og þétt í mjög marga mánuði. Þessi vinna í atvinnu-og samgöngumálum er stór partur af því, við vorum með útspil í heilbrigðismálum fyrir jól, við erum að fara í húsnæðis- og kjaramálin en erum líka með sterkan grunn til að vinna á þar,“ segir Kristrún. „Þetta hefur ekki verið skammtímavinna hjá okkur, þetta eru langtímahugmyndir sem við erum að vinna í um hvað er raunhæft í næstu ríkisstjórn og það er bara komin ágætismynd á það þannig að við verðum alltaf tilbúin.“ Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrri hluta marsmánaðar ef marka má nýja könnun Maskínu. 21. mars 2024 11:22 Ekki þarf próf í stjórnmálafræði til að sjá stefnubreytingu Samfylkingar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir ekki fara á milli mála að Samfylkingin hafi breytt um stefnu í innflytjendamálum. Annað sé bara della. 8. mars 2024 14:22 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Samfylkingin mælist nú með tæplega 31 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með síðan 2009. Yrðu þetta niðurstöður Alþingiskosninga fengi flokkurinn 21 þingmann, sem er meira en ríkisstjórnarflokkarnir þrír samanlagt, með nítján þingmenn. Kristrún segir ekki sjálfgefið að njóta jafn mikils stuðnings og flokkurinn gerir nú. „Það er bara frábært að finna fyrir þessum stuðningi. Við erum mjög meðvituð um það að þetta eru bara kannanir en það skiptir máli að finna að þjóðin er að hlusta á okkur,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Þingflokkurinn hefur síðustu fundi ferðast um landið að ræða atvinnu- og samgöngumál. Í byrjun árs hafi hann heimsótt 180 fyrirtæki og síðan haldið 25 opna fundi um allt land. Þá nefnir Kristrún að 20. apríl næstkomandi verði haldinn flokksstjórnarfundur á Laugarbakka. „Þannig að kannski getur eitthvað af þessu tengst því en við höfum bara verið að vinna vinnuna okkar og tala við fólkið í landinu.“ Eru þið tilbúin í kosningar? „Samfylkingin er auðvitað bara tilbúin. Við höfum verið að vinna vinnuna okkar jafnt og þétt í mjög marga mánuði. Þessi vinna í atvinnu-og samgöngumálum er stór partur af því, við vorum með útspil í heilbrigðismálum fyrir jól, við erum að fara í húsnæðis- og kjaramálin en erum líka með sterkan grunn til að vinna á þar,“ segir Kristrún. „Þetta hefur ekki verið skammtímavinna hjá okkur, þetta eru langtímahugmyndir sem við erum að vinna í um hvað er raunhæft í næstu ríkisstjórn og það er bara komin ágætismynd á það þannig að við verðum alltaf tilbúin.“
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrri hluta marsmánaðar ef marka má nýja könnun Maskínu. 21. mars 2024 11:22 Ekki þarf próf í stjórnmálafræði til að sjá stefnubreytingu Samfylkingar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir ekki fara á milli mála að Samfylkingin hafi breytt um stefnu í innflytjendamálum. Annað sé bara della. 8. mars 2024 14:22 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43
Litlar breytingar á fylgi flokkanna Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrri hluta marsmánaðar ef marka má nýja könnun Maskínu. 21. mars 2024 11:22
Ekki þarf próf í stjórnmálafræði til að sjá stefnubreytingu Samfylkingar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir ekki fara á milli mála að Samfylkingin hafi breytt um stefnu í innflytjendamálum. Annað sé bara della. 8. mars 2024 14:22