Steinunn Ólína stígur fram með formlegum hætti Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2024 14:04 Steinunn Ólína hefur nú stigið fram með formlegum hætti. Kári Sverrisson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur nú stigið fram með formlegum hætti sem forsetaframbjóðandi. Hún segir mikið í húfi, það skipti máli hver gegnir embætti forseta landsins. Steinunn sendi frá sér tilkynningu þar að lútandi nú rétt í þessu en hana má finna í heild sinni hér neðar. Þar segir meðal annars að forseti sé í forsvari fyrir þjóðina á ögurstundu, forsetinn þurfi að vera víðsýnn og fordómalaus og standa með öllu fólki sem hér býr, í blíðu sem stríðu. „Þessar forsetakosningar sýna að við verðum að eiga meira en samtal um stjórnarskrá okkar. Breytingar á henni hafa nú verið til umræðu í heilan mannsaldur. Langlundargeð okkar er sannarlega á heimsmælikvarða,“ segir í tilkynningunni. Þá segir jafnframt að þjóðin eigi heimtingu á því að á hana sé hlustað. Þingsins sé að búa svo um hnúta að þar sé ávallt verið að vinna að sameiginlegum hagsmunum og helst svo að forseti þurfi ekki að skerast í leikinn. Á Íslandi búi fólk sem aldrei hefur fengið að njóta sín. „Það er sameiginlegt verkefni að bæta þeirra stöðu svo allir íbúar landsins geti dafnað og blómstrað.“ Ávarp Steinunnar Ólínu Kæru vinir, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti forseta Íslands. Það geri ég vegna þess að mig langar að gera gagn og vegna þess að þið hvöttuð mig til þess. Ég heyri að ykkur er alvara og það snertir mig djúpt. Þið þekkið mig. Ég þekki ykkur. Ég hef mætt ykkur á götu, í vegasjoppum, á AA fundum, í leiklistinni og í sundi. Þið stöppuðu í mig stálinu þegar ég var sorgmædd og einmana og þið kennduð mér líka að varðveita eldinn, elska heitt og að ekkert væri ómögulegt. Það er mikið í húfi, því það skiptir máli hver gegnir embætti forseta Íslands. Forseti er í forsvari fyrir þjóðina á ögurstundum, þegar hún mætir sem fulltrúi hennar til að sýna – að okkur má aldrei standa á sama. Forseti þarf því að vera víðsýnn og fordómalaus og standa með öllu fólki sem hér býr – í blíðu og stríðu. Þessar forsetakosningar sýna að við verðum að eiga meira en samtal um stjórnarskrá okkar. Breytingar á henni hafa nú verið til umræðu í heilan mannsaldur. Langlundargeð okkar er sannarlega á heimsmælikvarða. Þjóðin á heimtingu að því að á hana sé hlustað. Það er þingsins að búa svo um hnútana að þar sé ávallt verið að vinna að sameiginlegum hagsmunum fólksins í landinu svo forseti þurfi helst aldrei að skerast í leikinn. Á Íslandi býr framúrskarandi fólk sem við getum verið stolt af. En við þurfum að efla fleiri til dáða. Við eigum vanda valið á vinum og mynda tengsl sem eru okkur til framdráttar sem þjóð. Á Íslandi býr líka fólk sem aldrei hefur fengið að njóta sín. Það er sameiginlegt verkefni að bæta þeirra stöðu svo allir íbúar landsins geti dafnað og blómstrað. Ég lofa, verði ég forseti, að fylgjast vel með og sinna þessu stóra verkefni eftir bestu getu, ekki einu umfram annað, og inna embættisverkin af hendi af áhuga, samviskusemi og alúð. Fyrir mér er það brýnt að við sameinumst nú um að byggja upp réttlátt og heilbrigt samfélag til framtíðar, fyrir okkur sjálf – en líka fyrir öll þau börn sem hér munu fæðast eftir okkar daga. Með því þökkum við því fólki sem byggði þetta land með sínu viti og striti. Forfeðrum og formæðrum sem gerðu okkur kleift að búa í friðsælu og fallegu landi. Kannski er mér ætlað að fylla stærri skó í lífinu? Kannski ekki? Hvernig sem fer, þá verð ég söm eftir. Ég mun nú láta á það reyna, hvort þið teljið mig þess verða að gegna embætti forseta Íslands. Með þátttöku í forsetakosningum velur fólk sinn forseta í trúnaði við sína samvisku. Ég hef opnað fyrir undirskriftalista meðmælenda á island.is og bið þau sem vilja styðja mig að sýna það í verki svo kjörgeng geti talist, því safna þarf atkvæðum í öllum landsfjórðungum. Það er stutt til kosninga og ég bið ykkur, ef þið hafið trú á mér, að slást í hópinn og biðla til annarra að styðja mig sömuleiðis. Nú er vor í lofti, leyfum okkur að vera bjartsýn! Verði mér treyst til að taka þetta embætti að mér heiti ég heilindum við ykkur og það sem okkur ætti að vera kærast: Landið okkar, Ísland. Þakka ykkur fyrir. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Steinunn sendi frá sér tilkynningu þar að lútandi nú rétt í þessu en hana má finna í heild sinni hér neðar. Þar segir meðal annars að forseti sé í forsvari fyrir þjóðina á ögurstundu, forsetinn þurfi að vera víðsýnn og fordómalaus og standa með öllu fólki sem hér býr, í blíðu sem stríðu. „Þessar forsetakosningar sýna að við verðum að eiga meira en samtal um stjórnarskrá okkar. Breytingar á henni hafa nú verið til umræðu í heilan mannsaldur. Langlundargeð okkar er sannarlega á heimsmælikvarða,“ segir í tilkynningunni. Þá segir jafnframt að þjóðin eigi heimtingu á því að á hana sé hlustað. Þingsins sé að búa svo um hnúta að þar sé ávallt verið að vinna að sameiginlegum hagsmunum og helst svo að forseti þurfi ekki að skerast í leikinn. Á Íslandi búi fólk sem aldrei hefur fengið að njóta sín. „Það er sameiginlegt verkefni að bæta þeirra stöðu svo allir íbúar landsins geti dafnað og blómstrað.“ Ávarp Steinunnar Ólínu Kæru vinir, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti forseta Íslands. Það geri ég vegna þess að mig langar að gera gagn og vegna þess að þið hvöttuð mig til þess. Ég heyri að ykkur er alvara og það snertir mig djúpt. Þið þekkið mig. Ég þekki ykkur. Ég hef mætt ykkur á götu, í vegasjoppum, á AA fundum, í leiklistinni og í sundi. Þið stöppuðu í mig stálinu þegar ég var sorgmædd og einmana og þið kennduð mér líka að varðveita eldinn, elska heitt og að ekkert væri ómögulegt. Það er mikið í húfi, því það skiptir máli hver gegnir embætti forseta Íslands. Forseti er í forsvari fyrir þjóðina á ögurstundum, þegar hún mætir sem fulltrúi hennar til að sýna – að okkur má aldrei standa á sama. Forseti þarf því að vera víðsýnn og fordómalaus og standa með öllu fólki sem hér býr – í blíðu og stríðu. Þessar forsetakosningar sýna að við verðum að eiga meira en samtal um stjórnarskrá okkar. Breytingar á henni hafa nú verið til umræðu í heilan mannsaldur. Langlundargeð okkar er sannarlega á heimsmælikvarða. Þjóðin á heimtingu að því að á hana sé hlustað. Það er þingsins að búa svo um hnútana að þar sé ávallt verið að vinna að sameiginlegum hagsmunum fólksins í landinu svo forseti þurfi helst aldrei að skerast í leikinn. Á Íslandi býr framúrskarandi fólk sem við getum verið stolt af. En við þurfum að efla fleiri til dáða. Við eigum vanda valið á vinum og mynda tengsl sem eru okkur til framdráttar sem þjóð. Á Íslandi býr líka fólk sem aldrei hefur fengið að njóta sín. Það er sameiginlegt verkefni að bæta þeirra stöðu svo allir íbúar landsins geti dafnað og blómstrað. Ég lofa, verði ég forseti, að fylgjast vel með og sinna þessu stóra verkefni eftir bestu getu, ekki einu umfram annað, og inna embættisverkin af hendi af áhuga, samviskusemi og alúð. Fyrir mér er það brýnt að við sameinumst nú um að byggja upp réttlátt og heilbrigt samfélag til framtíðar, fyrir okkur sjálf – en líka fyrir öll þau börn sem hér munu fæðast eftir okkar daga. Með því þökkum við því fólki sem byggði þetta land með sínu viti og striti. Forfeðrum og formæðrum sem gerðu okkur kleift að búa í friðsælu og fallegu landi. Kannski er mér ætlað að fylla stærri skó í lífinu? Kannski ekki? Hvernig sem fer, þá verð ég söm eftir. Ég mun nú láta á það reyna, hvort þið teljið mig þess verða að gegna embætti forseta Íslands. Með þátttöku í forsetakosningum velur fólk sinn forseta í trúnaði við sína samvisku. Ég hef opnað fyrir undirskriftalista meðmælenda á island.is og bið þau sem vilja styðja mig að sýna það í verki svo kjörgeng geti talist, því safna þarf atkvæðum í öllum landsfjórðungum. Það er stutt til kosninga og ég bið ykkur, ef þið hafið trú á mér, að slást í hópinn og biðla til annarra að styðja mig sömuleiðis. Nú er vor í lofti, leyfum okkur að vera bjartsýn! Verði mér treyst til að taka þetta embætti að mér heiti ég heilindum við ykkur og það sem okkur ætti að vera kærast: Landið okkar, Ísland. Þakka ykkur fyrir.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira