„Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2024 20:11 Sveindís jane Jónsdóttir skoraði þriðja mark Íslands. Vísir/Hulda Margrét Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. „Þetta var bara hörkugóður leikur hjá okkur og 3-0 eru alltaf geggjuð úrslit og að halda hreinu er líka mjög mikilvægt fyrir okkur. Þrjú góð mörk og sigur í fyrsta leik er bara frábært,“ sagði Sveindís í viðtali í leikslok. Íslenska liðið braut ísinn á 42. mínútu leiksins og tvöfaldaði forystuna aðeins mínútu síðar. „Þetta eru náttúrulega þessar markamínútur oftast í lok fyrri hálfleiks og það er alltaf gott að skora þá. Hvað þá fyrsta markið og svo annað markið beint eftir. Það gaf okkur mjög góða tilfinningu og við byrjuðum líka seinni hálfleikinn vel og mér fannst við vera betri heilt yfir. Fyrri hálfleikurinn var kannski smá erfiður í byrjun og þær fengu nokkur færi, en Fanney stóð sig frábærlega í markinu og gott fyrir hana að halda hreinu aftur.“ Hún segist þó ekki hafa haft áhyggjur af því að leikurinn gæti orðið erfiðari í seinni hálfleik ef íslenska liðið hefði ekki farið með forskot inn í hléið. „Nei ég mundi ekki segja það. Mér fannst við bara koma ógeðslega sterkar inn í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera með þetta forskot. Við hefðum getað bakkað niður og reynt að halda forystunni, en mér fannst við samt halda áfram og viljað meira þannig ég held að það hefði ekki skipt máli þó það væri 0-0 í hálfleik. Við hefðum bara komið enn þá gíraðari í seinni hálfleikinn.“ Sveindís átti virkilega góðan leik fyrir íslenska liðið í kvöld og skoraði þriðja mark liðsins. Hún hefði þó hæglega getað skorað meira. „Ég er bara að spara mörkin fyrir næsta leik,“ sagði Sveindís og hló, en íslenska liðið mætir Þjóðverjum næstkomandi þriðjudag. „Ég hefði alveg getað skorað fleiri en ég verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik.“ Þá segir hún sigurinn í kvöld vera gott veganesti inn í leikinn gegn Þjóðverjum. „Já, algjörlega. Alttaf gott að vinna og vita að við eigum annan leik inni. Við viljum fá þessa tilfinningu aftur og við ætlum að spila okkar besta leik á móti Þýskalandi og þá er allt mögulegt,“ sagði Sveindís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 „Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
„Þetta var bara hörkugóður leikur hjá okkur og 3-0 eru alltaf geggjuð úrslit og að halda hreinu er líka mjög mikilvægt fyrir okkur. Þrjú góð mörk og sigur í fyrsta leik er bara frábært,“ sagði Sveindís í viðtali í leikslok. Íslenska liðið braut ísinn á 42. mínútu leiksins og tvöfaldaði forystuna aðeins mínútu síðar. „Þetta eru náttúrulega þessar markamínútur oftast í lok fyrri hálfleiks og það er alltaf gott að skora þá. Hvað þá fyrsta markið og svo annað markið beint eftir. Það gaf okkur mjög góða tilfinningu og við byrjuðum líka seinni hálfleikinn vel og mér fannst við vera betri heilt yfir. Fyrri hálfleikurinn var kannski smá erfiður í byrjun og þær fengu nokkur færi, en Fanney stóð sig frábærlega í markinu og gott fyrir hana að halda hreinu aftur.“ Hún segist þó ekki hafa haft áhyggjur af því að leikurinn gæti orðið erfiðari í seinni hálfleik ef íslenska liðið hefði ekki farið með forskot inn í hléið. „Nei ég mundi ekki segja það. Mér fannst við bara koma ógeðslega sterkar inn í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera með þetta forskot. Við hefðum getað bakkað niður og reynt að halda forystunni, en mér fannst við samt halda áfram og viljað meira þannig ég held að það hefði ekki skipt máli þó það væri 0-0 í hálfleik. Við hefðum bara komið enn þá gíraðari í seinni hálfleikinn.“ Sveindís átti virkilega góðan leik fyrir íslenska liðið í kvöld og skoraði þriðja mark liðsins. Hún hefði þó hæglega getað skorað meira. „Ég er bara að spara mörkin fyrir næsta leik,“ sagði Sveindís og hló, en íslenska liðið mætir Þjóðverjum næstkomandi þriðjudag. „Ég hefði alveg getað skorað fleiri en ég verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik.“ Þá segir hún sigurinn í kvöld vera gott veganesti inn í leikinn gegn Þjóðverjum. „Já, algjörlega. Alttaf gott að vinna og vita að við eigum annan leik inni. Við viljum fá þessa tilfinningu aftur og við ætlum að spila okkar besta leik á móti Þýskalandi og þá er allt mögulegt,“ sagði Sveindís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 „Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
„Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58
„Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37
Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56
Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39