Þórdís verði forsætisráðherra og Bjarni komi nýr inn Árni Sæberg skrifar 6. apríl 2024 07:51 Mun Þórdís Kolbrún leiða ríkisstjórn sem inniheldur Bjarna? Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur eins og margir þátt í samkvæmisleiknum um það hver verði stólaskipan ríkisstjórnarinnar eftir helgi. Hún veðjar á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir verði forsætisráðherra og Bjarni Jónsson matvælaráðherra. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Oddnýjar sem hún birti í gærkvöldi í kjölfar þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti að hún myndi biðjast lausnar sem forsætisráðherra og bjóða sig fram til forseta. Oddný segir að Vinstri græn vilji ekki sjá Bjarna Benediktsson í forsætisráðuneytinu og Sjálfstæðismenn ekki Sigurð Inga Jóhannsson. Þeir hafa af flestum verið taldir líklegastir til þess að leysa Katrínu af hólmi. „Lausnin verður að Þórdís Kolbrún verður forsætisráðherra,“ segir Oddný. Svandísi bjargað undan vantrausti og sérfræðingur fái ráðuneyti hennar Oddný veðjar á að þá verði Sigurður Ingi fjármálaráðherra. Svandís Svavarsdóttir færist úr matvælaráðuneytinu yfir í hans ráðuneyti, innviðaráðuneytið, og þar með sé boðað vantraust á hana úr sögunni. Þá telur Oddný að laus staða matvælaráðherra verði fyllt af Bjarna Jónssyni, þingmanni Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann varði valinn umfram Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmann Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, vegna menntunar hans og reynslu á sviðinu. Bjarni er fiskifræðingur að mennt og hefur mikla starfsreynslu á sviðinu. Þá má til gamans geta að faðir hans, Jón Bjarnason, var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á árunum 2009 til 2011. Betra að kjósa sem fyrst Oddný segir þessar bollaleggingar sínar vera hugmynd til að vinna með vilji stjórnarflokkarnir halda út kjörtímabilið. „En best væri fyrir okkur öll að kjósa sem fyrst.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Vinstri græn vilja halda samstarfinu áfram Fullur vilji er hjá Vinstri grænum að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, starfandi formanns flokksins. Hann segist ekki hafa ákveðið hvort hann sækist eftir að leysa Katrínu af hólmi. 5. apríl 2024 18:54 Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. 5. apríl 2024 18:28 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Oddnýjar sem hún birti í gærkvöldi í kjölfar þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti að hún myndi biðjast lausnar sem forsætisráðherra og bjóða sig fram til forseta. Oddný segir að Vinstri græn vilji ekki sjá Bjarna Benediktsson í forsætisráðuneytinu og Sjálfstæðismenn ekki Sigurð Inga Jóhannsson. Þeir hafa af flestum verið taldir líklegastir til þess að leysa Katrínu af hólmi. „Lausnin verður að Þórdís Kolbrún verður forsætisráðherra,“ segir Oddný. Svandísi bjargað undan vantrausti og sérfræðingur fái ráðuneyti hennar Oddný veðjar á að þá verði Sigurður Ingi fjármálaráðherra. Svandís Svavarsdóttir færist úr matvælaráðuneytinu yfir í hans ráðuneyti, innviðaráðuneytið, og þar með sé boðað vantraust á hana úr sögunni. Þá telur Oddný að laus staða matvælaráðherra verði fyllt af Bjarna Jónssyni, þingmanni Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann varði valinn umfram Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmann Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, vegna menntunar hans og reynslu á sviðinu. Bjarni er fiskifræðingur að mennt og hefur mikla starfsreynslu á sviðinu. Þá má til gamans geta að faðir hans, Jón Bjarnason, var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á árunum 2009 til 2011. Betra að kjósa sem fyrst Oddný segir þessar bollaleggingar sínar vera hugmynd til að vinna með vilji stjórnarflokkarnir halda út kjörtímabilið. „En best væri fyrir okkur öll að kjósa sem fyrst.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Vinstri græn vilja halda samstarfinu áfram Fullur vilji er hjá Vinstri grænum að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, starfandi formanns flokksins. Hann segist ekki hafa ákveðið hvort hann sækist eftir að leysa Katrínu af hólmi. 5. apríl 2024 18:54 Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. 5. apríl 2024 18:28 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00
Vinstri græn vilja halda samstarfinu áfram Fullur vilji er hjá Vinstri grænum að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, starfandi formanns flokksins. Hann segist ekki hafa ákveðið hvort hann sækist eftir að leysa Katrínu af hólmi. 5. apríl 2024 18:54
Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. 5. apríl 2024 18:28