Emelíana Lillý úr FNV vann Söngkeppni framhaldsskólanna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2024 00:09 Sigurvegarar kvöldsins fagna að keppni lokinni. Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2024 í kvöld fyrir hönd Framhaldsskóla Norðurlands vestra. Emelíana söng nýja íslenska útgáfu af laginu Never Enough úr kvikmyndinni The Greatest Showman. Í fréttatilkynningu segir að fulltrúar alls 25 framhaldsskóla hafi stigið á svið í Íþróttahúsinu Iðu á Selfossi fyrr í kvöld. Keppnin var haldin af Marinó Geir Lilliendahl í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema. Annað sæti hlaut Bára Katrín Jóhannsdóttir frá Verzlunarskóla Íslands. Bára söng lagið Gatnamót eftir Dóru og Döðlurnar. Í þriðja sæti var Jada Birna Long Guðnadóttir frá Menntaskólanum í Tónlist. Hún söng lagið Hero eftir Mariah Carey með nýjum íslenskum texta. Sigurvegarinn var valinn með símakosningu þar sem atkvæði áhorfenda giltu til helmings á móti atkvæðum dómnefndar. Dómnefnd keppninnar skipuðu þau Ragnhildur Gísladóttir, Elín Sif Halldórsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson. Keppendur komu fram ásamt hljómsveit kvöldsins sem skipuð var af Þorvaldi Þór Þorvaldssyni á trommum, Kjartani Baldurssyni á gítar, Valdimar Olgeirssyni á bassa og tónlistarstjóranum Ingvari Alfreðssyni hljómborðsleikara. Söngkeppni framhaldsskólanna Tónlist Framhaldsskólar Skagafjörður Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að fulltrúar alls 25 framhaldsskóla hafi stigið á svið í Íþróttahúsinu Iðu á Selfossi fyrr í kvöld. Keppnin var haldin af Marinó Geir Lilliendahl í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema. Annað sæti hlaut Bára Katrín Jóhannsdóttir frá Verzlunarskóla Íslands. Bára söng lagið Gatnamót eftir Dóru og Döðlurnar. Í þriðja sæti var Jada Birna Long Guðnadóttir frá Menntaskólanum í Tónlist. Hún söng lagið Hero eftir Mariah Carey með nýjum íslenskum texta. Sigurvegarinn var valinn með símakosningu þar sem atkvæði áhorfenda giltu til helmings á móti atkvæðum dómnefndar. Dómnefnd keppninnar skipuðu þau Ragnhildur Gísladóttir, Elín Sif Halldórsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson. Keppendur komu fram ásamt hljómsveit kvöldsins sem skipuð var af Þorvaldi Þór Þorvaldssyni á trommum, Kjartani Baldurssyni á gítar, Valdimar Olgeirssyni á bassa og tónlistarstjóranum Ingvari Alfreðssyni hljómborðsleikara.
Söngkeppni framhaldsskólanna Tónlist Framhaldsskólar Skagafjörður Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira