Ráðuneytið greitt Juris hundruð milljóna vegna þjóðlendumála Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2024 11:14 Júris lögmannastofa hefur verið í góðu samstarfi við fjármálaráðuneytið á undanförnum árum með verkefni sem snýr að þjóðlendumálum en hér má sjá Sigurbjörn einn eiganda stofunnar og Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. vísir/samsett Á undanförnum tíu árum hefur fjármálaráðuneytið greitt lögmannastofunni Juris slf. 354 milljónir króna vegna þjóðlendismála auk greiðslna vegna lögfræðiaðstoðar. Meðal þekktra eigenda Juris eru Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvarkurs og einn innsti koppur í búri Sjálfstæðisflokksins, Andri Árnason sem varði Geir H. Haarde í Landsdómsmálinu og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ og fyrrverandi stjórnarformaður Bankasýslunnar. Einkum hafa þessi útlát verið í tíð Bjarna Benediktssonar sem gegndi embætti fjármálaráðherra frá 2013-2023 með stuttu hléi sem forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartri framtíð og Viðreisn. Bjarni sagði af sér sem fjármálaráðherra í október og situr nú sem utanríkisráðherra. Útlát ráðuneytisins vegna þjóðlendumála Ráðuneytið hefur á síðustu árum keypt sérfræðiþjónustu af Juris slf. vegna þjóðlendumála. Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta hafa gilt frá árinu 1998 og hefur á þeim tíma verið unnið að því að leysa endanlega úr óvissu um eignarhald á hálendissvæðum, en lögin voru sett í þeim tilgangi. Þetta kemur fram í svari frá fjármálaráðuneytinu við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að í lögum sé mælt fyrir um að óbyggðanefnd, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd, hafi meðal annars það hlutverk að skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Þetta þekkjum við úr fréttum nýverið en krafa var gerð á eyjar þær sem mynda Vestmannaeyjar við mikla furðu og óánægju heimamanna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir núverandi fjármálaráðherra hefur gert tilraun til að bera klæði á vopnin. Reglulegar greiðslur til Júrúis Svo enn sé vitnað í svör sem bárust segir að fjármála- og efnahagsráðuneytið fari með það hlutverk að leggja fram kröfulýsingu ríkisins fyrir hvert þjóðlendusvæði. „Þessari þjónustu hefur verið útvistað og er í gildi samningur ráðuneytisins við Juris.“ Frá árinu 2014 voru greiðslur ráðuneytisins til Juris vegna þjóðlendumála eftirfarandi samtals 354 milljónir króna. Tekið er fram að í svörunum að þar sem talað er um 2024 þá er um að ræða fyrstu þrjá mánuði ársins. Greiðslur til Júrís vegna þjóðlendumála: 2014: 35.024.356 krónur 2015: 31:142.997 krónur 2016: 34.922.632 krónur 2017: 27.929.647 krónur 2018: 31.894.252 krónur 2019: 28.926.050 krónur 2020: 28.036.603 krónur 2021: 28.134.763 krónur 2022: 53.766.020 krónur 2024: 34.361.416 krónur Auk þessa hefur ráðuneytið átt í viðskiptum við Juris vegna ýmissar sérfræðiþjónustu sem ekki snýr að þjóðlendumálum. Greiðslur ráðuneytisins vegna lögfræðilegrar ráðgjafar frá árinu 2014 voru eftirfarandi: Greiðslur vegna lögfræðiráðgjafar: 2014: 14.501.871 krónur 2015: 1.001.228 krónur 2016: 687.188 krónur 2017: 879.833 krónur 2018: 185.950 krónur 2019: 47.500 krónur 2022: 5.884.004 krónur 2024: 2.974.271 krónur Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Rekstur hins opinbera Lögmennska Tengdar fréttir Eyjamenn hoppandi reiðir út í Þórdísi Kolbrúnu „Þann 2. febrúar síðastliðinn var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar.“ 13. febrúar 2024 10:33 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Einkum hafa þessi útlát verið í tíð Bjarna Benediktssonar sem gegndi embætti fjármálaráðherra frá 2013-2023 með stuttu hléi sem forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartri framtíð og Viðreisn. Bjarni sagði af sér sem fjármálaráðherra í október og situr nú sem utanríkisráðherra. Útlát ráðuneytisins vegna þjóðlendumála Ráðuneytið hefur á síðustu árum keypt sérfræðiþjónustu af Juris slf. vegna þjóðlendumála. Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta hafa gilt frá árinu 1998 og hefur á þeim tíma verið unnið að því að leysa endanlega úr óvissu um eignarhald á hálendissvæðum, en lögin voru sett í þeim tilgangi. Þetta kemur fram í svari frá fjármálaráðuneytinu við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að í lögum sé mælt fyrir um að óbyggðanefnd, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd, hafi meðal annars það hlutverk að skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Þetta þekkjum við úr fréttum nýverið en krafa var gerð á eyjar þær sem mynda Vestmannaeyjar við mikla furðu og óánægju heimamanna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir núverandi fjármálaráðherra hefur gert tilraun til að bera klæði á vopnin. Reglulegar greiðslur til Júrúis Svo enn sé vitnað í svör sem bárust segir að fjármála- og efnahagsráðuneytið fari með það hlutverk að leggja fram kröfulýsingu ríkisins fyrir hvert þjóðlendusvæði. „Þessari þjónustu hefur verið útvistað og er í gildi samningur ráðuneytisins við Juris.“ Frá árinu 2014 voru greiðslur ráðuneytisins til Juris vegna þjóðlendumála eftirfarandi samtals 354 milljónir króna. Tekið er fram að í svörunum að þar sem talað er um 2024 þá er um að ræða fyrstu þrjá mánuði ársins. Greiðslur til Júrís vegna þjóðlendumála: 2014: 35.024.356 krónur 2015: 31:142.997 krónur 2016: 34.922.632 krónur 2017: 27.929.647 krónur 2018: 31.894.252 krónur 2019: 28.926.050 krónur 2020: 28.036.603 krónur 2021: 28.134.763 krónur 2022: 53.766.020 krónur 2024: 34.361.416 krónur Auk þessa hefur ráðuneytið átt í viðskiptum við Juris vegna ýmissar sérfræðiþjónustu sem ekki snýr að þjóðlendumálum. Greiðslur ráðuneytisins vegna lögfræðilegrar ráðgjafar frá árinu 2014 voru eftirfarandi: Greiðslur vegna lögfræðiráðgjafar: 2014: 14.501.871 krónur 2015: 1.001.228 krónur 2016: 687.188 krónur 2017: 879.833 krónur 2018: 185.950 krónur 2019: 47.500 krónur 2022: 5.884.004 krónur 2024: 2.974.271 krónur
Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Rekstur hins opinbera Lögmennska Tengdar fréttir Eyjamenn hoppandi reiðir út í Þórdísi Kolbrúnu „Þann 2. febrúar síðastliðinn var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar.“ 13. febrúar 2024 10:33 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Eyjamenn hoppandi reiðir út í Þórdísi Kolbrúnu „Þann 2. febrúar síðastliðinn var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar.“ 13. febrúar 2024 10:33